Körfubolti

Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant
Cooper Flagg, sem valinn var fyrstur í nýliðavali NBA í sumar, þreytti frumraun sína með Dallas Mavericks í gær þegar liðið mætti Los Angeles Lakers í Sumardeildinni.

Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni
Það er ekkert lát á NBA innstreyminu í Bónus deildina en nýliðar Ármanns hafa samið við framherjann Dibaji Walker um að leika með liðinu á komandi tímabili.

Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka
Körfuboltakonan Inga Lea Ingadóttir hefur ákveðið að yfirgefa Íslandsmeistara Hauka og semja í staðinn við silfurlið Njarðvíkur fyrir komandi tímabil í Bónus deild kvenna í körfubolta.

Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna
Íslandsmeistararnir í Stjörnunni hafa gengið frá samningum við tvo erlenda leikmenn. Julio de Assis mætir aftur til landsins en félagið hefur einnig tryggt sér þjónustu Luka Gasic.

Birkir Hrafn í NBA akademíunni
Körfuboltamaðurinn Birkir Hrafn Eyþórsson keppir um þessar mundir í NBA akademíunni en þar er hann í einu liði af heimsúrvalinu, global liðinu.

„Þetta gerist rosa hratt“
Körfuboltamaðurinn Kristinn Pálsson hefur yfirgefið herbúðir Vals og samið við Jesi, sem spilar í þriðju efstu deild á Ítalíu. Hann segir hlutina hafa gerst hratt en Kristinn stökk á tilboð sem honum leist vel á og er spenntur fyrir því að leiða liðið vonandi upp um deild.

Sengun í fantaformi í sumarfríinu
Enn er dágóð stund í að NBA deildin hefji aftur göngu sína og leikmenn eru flestir í sumarfríi. Það er allur gangur á því í hversu góðu formi menn snúa til æfinga að hausti en Alperen Sengun, leikmaður Houston Rockets, hefur greinilega ekki slegið slöku við í sumar.

Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan
Ef þú ert mikill aðdáandi NBA goðsagnarinnar Michael Jordan og átt nokkrar milljónir lausar kæmi kannski til greina að drífa sig til Chicago á næstunni.

Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26
Það þarf sennilega ekki að koma neinum á óvart að Shai Gilgeous-Alexander verður framan á hulstrinu á nýjusta NBA 2K tölvuleiknum en valið á leikmanninum á WNBA útgáfuna kom mörgum í opna skjöldu.

Jokic framlengir ekki að sinni
Nikola Jokic, stjörnuleikmaður Denver Nuggets og einn besti leikmaður NBA deildarinnar, hefur tilkynnt liðinu að hann muni ekki skrifa undir nýjan þriggja ára samning í sumar.

Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi
Shai Gilgeous-Alexander hefur skrifað undir nýjan samning við NBA meistara Oklahoma City Thunder til fjögurra ára en heildarvirði samningsins er 285 milljónir dollara.

Fylkir og Valur í formlegt samstarf
Körfuknattleiksdeildir Fylkis og Vals munu starfa náið saman á komandi tímabili en Fylkismenn munu spila í 1. deild í vetur í fyrsta sinn í 20 ár. Fylkismenn tilkynntu um samstarfið á samfélagsmiðlum í gær.

Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Landsliðsmaðurinn Kristinn Pálsson mun ekki spila með Valsmönnum í Bónus-deildinni næsta vetur þar sem hann er á leið í atvinnumennsku.

Sjö lið skiptust á sex leikmönnum
Stærstu félagaskipti sumarsins í NBA, þar sem Kevin Durant fór til Houston Rockets frá Phoenix Suns, urðu þegar upp er staðið stærstu félagaskipti í sögu deildarinnar í liðum talið en alls komu sjö lið að skiptunum.

Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili
Tyrese Haliburton, leikmaður Indiana Pacers og ein skærasta stjarna liðsins, mun missa af öllu næsta tímabili í NBA eftir að hafa slitið hásin í oddaleik Pacers og OKC í vor.

KR semur við ungan bandarískan framherja
KR hefur fundið Bandaríkjamann fyrir komandi leiktíð í Bónus-deild karla í körfubolta. Sá heitir K.J. Doucet og er 22 ára gamall.

Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum
Ísland verður með á Eurobasket mótinu í körfubolta í haust og Ísland fékk sjálfan Evrópumeistarabikarinn í heimsókn í tilefni af því.

Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann
Þorlákshafnar-Þórsarar eru á fullu að ganga frá leikmannamálum sínum fyrir komandi leiktíð í Bónus deild karla í körfubolta.

Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi
Þeir sem hafa fylgst með NBA deildinni í körfubolta undanfarna áratugi hafa örugglega tekið eftir Rauðu pöndunni skemmta áhorfendum í hálfleik leikjanna.

Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík
Helgi Már Magnússon verður ekki áfram í Bónus Körfuboltakvöldi á næstu leiktíð því hann hefur ákveðið að skella sér aftur í þjálfun.

Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu
Körfuboltamaðurinn Damian Lillard er í mjög sérstakri stöðu eftir að hafa komist að samkomulagi um starfslok við NBA körfuboltafélagið Milwaukee Bucks.

Skórnir hennar seldust upp á mínútu
Caitlin Clark er ekki aðeins vinsælasta körfuboltakona heims því hún er einn vinsælasti íþróttamaður heims.

Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks
NBA liðið New York Knicks er búið að finna næsta þjálfara samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum.

Sænsk landsliðskona til Grindavíkur
Grindavík hefur samið við sænsku landsliðskonuna Ellen Nyström um að leika með liðinu á komandi tímabili í Bónus-deild kvenna í körfubolta.

Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn
Belgar eru Evrópumeistarar kvenna í körfubolta annað mótið í röð eftir frábæra endurkomu í 4. leikhluta gegn Spánverjum en lokatölur leiksins urðu 67-65 Belgíu í vil.

James tekur einn dans enn í það minnsta
Hinn fertugi LeBron James hefur ákveðið að virkja eins árs framlenginu á samningi sínum við Los Angeles Lakers en hann er launahæsti leikmaður liðsins og mun þéna 52,6 milljónir dollara á komandi tímabili.

Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna
Körfuboltaspjald með Michael Jordan seldist á ótrúlega upphæð á dögunum. Það er kannski betra að skoða hvaða körfuboltaspjöld þú ert með í geymslunni hjá þér því mörg þeirra eru greinilega mikils virði.

Einhenta undrið ekki í NBA
Sú frétt flaug fjöllum hærra nú fyrir helgi að hinn einhenti Hansel Emmanuel væri á leið í NBA deildina og væri búinn að semja við Houston Rockets. Þegar betur var að gáð reyndist um algjöra falsfrétt að ræða.

Penninn á lofti í Keflavík
Keflvíkingar eru byrjaðir að safna liði fyrir næsta tímabil í Bónus deild karla en þrír íslenskir leikmenn skrifuðu í gær undir samninga við liðið. Þeir semja allir til tveggja ára.

Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“
Tindastólsmennirnir Pétur Rúnar Birgisson, Hannes Ingi Másson og Ragnar Ágústsson hafa allir framlengt samning sína við félagið og verða því með Stólunum í Bónus deildinni á næstu leiktíð.