Erfitt að segja til um hvenær útgöngubanni verður aflétt Sylvía Hall skrifar 25. janúar 2021 22:28 Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands. Getty/John Sibley Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir margt benda til þess að baráttan við faraldurinn þar í landi sé að skila árangri en hann telur erfitt að spá fyrir um hvenær útgöngubanni verði aflétt. Aðgerðirnar virðist vera að virka en nú sé ekki rétti tímapunkturinn til að slaka á. Faraldurinn var í miklum vexti í Bretlandi í upphafi árs, en undanfarna daga hafa færri smit verið að greinast. Rúmlega 22 þúsund greindust með veiruna þar í landi í gær og hefur talan ekki verið lægri frá því um miðjan desember. Um 60 þúsund smit greindust daglega þegar staðan var hvað verst í byrjun janúar. 37 þúsund liggja á sjúkrahúsi með veiruna og hafa aldrei verið fleiri í öndunarvél frá því að faraldurinn hófst að sögn Hancock, eða alls 4.076. Breska afbrigði veirunnar setti strik í reikninginn, enda dreifðist það hratt um Lundúnaborg og suðausturhluta landsins. Álagið á heilbrigðisstofnanir landsins er því enn gífurlega mikið. Bólusetningar hófust í Bretlandi þann 8. desember síðastliðinn og segir ráðherrann um áttatíu prósent landsmanna yfir áttrætt hafa fengið bólusetningu. Hann skilur að fólk sé orðið langþreytt og vilji fara að horfa til tilslakana. Hann geti þó engu lofað í þeim efnum. „Við verðum að horfa á þær staðreyndir sem eru fyrir hendi og við verðum að fylgjast vel með stöðunni,“ segir Hancock. Við mat á því hvort slaka eigi á aðgerðum horfir ríkisstjórnin til dánartíðni, fjölda fólks á sjúkrahúsum landsins, hvort það séu ný afbrigði veirunnar í umferð og hvernig bólusetningar ganga. „Auðvitað vilja allir fá einhverja tímalínu, en ég held að flestir skilji hvers vegna það er erfitt því það fer allt eftir stöðunni hverju sinni.“ Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ræddi við Biden um næstu skref Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, átti símafund með Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld. Forsætisráðherrann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld. 23. janúar 2021 21:36 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Faraldurinn var í miklum vexti í Bretlandi í upphafi árs, en undanfarna daga hafa færri smit verið að greinast. Rúmlega 22 þúsund greindust með veiruna þar í landi í gær og hefur talan ekki verið lægri frá því um miðjan desember. Um 60 þúsund smit greindust daglega þegar staðan var hvað verst í byrjun janúar. 37 þúsund liggja á sjúkrahúsi með veiruna og hafa aldrei verið fleiri í öndunarvél frá því að faraldurinn hófst að sögn Hancock, eða alls 4.076. Breska afbrigði veirunnar setti strik í reikninginn, enda dreifðist það hratt um Lundúnaborg og suðausturhluta landsins. Álagið á heilbrigðisstofnanir landsins er því enn gífurlega mikið. Bólusetningar hófust í Bretlandi þann 8. desember síðastliðinn og segir ráðherrann um áttatíu prósent landsmanna yfir áttrætt hafa fengið bólusetningu. Hann skilur að fólk sé orðið langþreytt og vilji fara að horfa til tilslakana. Hann geti þó engu lofað í þeim efnum. „Við verðum að horfa á þær staðreyndir sem eru fyrir hendi og við verðum að fylgjast vel með stöðunni,“ segir Hancock. Við mat á því hvort slaka eigi á aðgerðum horfir ríkisstjórnin til dánartíðni, fjölda fólks á sjúkrahúsum landsins, hvort það séu ný afbrigði veirunnar í umferð og hvernig bólusetningar ganga. „Auðvitað vilja allir fá einhverja tímalínu, en ég held að flestir skilji hvers vegna það er erfitt því það fer allt eftir stöðunni hverju sinni.“
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ræddi við Biden um næstu skref Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, átti símafund með Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld. Forsætisráðherrann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld. 23. janúar 2021 21:36 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Ræddi við Biden um næstu skref Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, átti símafund með Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld. Forsætisráðherrann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld. 23. janúar 2021 21:36