Nýleg dæmi um að fólk sé á ferðinni með einkenni Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 11:28 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn minnir fólk á að fara í sýnatöku við minnstu einkenni Covid-19. Almannavarnir Nýleg dæmi eru um að fólk sé á ferðinni í sínum daglegu störfum með einkenni Covid-19. Þess vegna hvetja almannavarnir og sóttvarnayfirvöld almenning áfram til þess að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Þetta kom fram í máli Rögnvaldar Ólafssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, á upplýsingafundi í dag. Hann sagði stöðuna í faraldrinum góða. Það mætti þakka aðgerðum sem gripið hefur til sem og samstöðu almennings. Rögnvaldur sagði hins vegar að það þyrfti að standa vörð um þennan góða árangur þar sem það hefði sýnt sig að hlutirnir gætu breyst hratt. Hann sagði því almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hugsi yfir því að færri væru að mæta til sýnatöku þessa dagana en verið hefur. Áfram væri fólk því hvatt til að mæta í sýnatöku þótt það hefði mjög lítil einkenni. „Við höfum því miður nýleg dæmi um að fólk hafi verið á ferðinni í sínum daglegu störfum á meðan það er með einkenni,“ sagði Rögnvaldur. Þá væru jafnframt vísbendingar um að fólk væri að slaka meira á en yfirvöldum þætti tilefni til; fólk væri meira að hittast og í stærri hópum. Minnti Rögnvaldur á að áfram þyrfti að fara varlega og forðast óþarf hópamyndanir. Hrædd um að fólk fari að slaka of mikið á Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, tók undir að mikilvægt væri að hvetja alla til þess að fara í sýnatöku. Þá þyrfti fólk að halda sig heima þar til niðurstaða úr sýnatökunni lægi fyrir. Alma Möller, landalæknir, minnti af þessu tilefni á upphafseinkenni Covid-19 sem geta verið mismunandi hjá fólki en eru eftirfarandi: hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta, slappleiki, særindi í hálsi, skyndileg breyting á bragð- og lyktarskyni, kvefeinkenni og einkenni frá meltingarvegi, til dæmis niðurgangur. Fá innanlandssmit hafa greinst undanfarna daga en sóttvarnayfirvöld eru þó á varðbergi eins og sést á orðum þeirra varðandi sýnatökur. Aðspurð hvers vegna þau væru svo á varðbergi þrátt fyrir fá smit sagði Þórólfur reynsluna hafa sýnt að þegar smit væru fá geti komið bakslag. „Augljósasta ástæðan er að við erum hrædd um að fólk fari að slaka of mikið á og þá fáum við uppsveiflu í faraldurinn. Það getur gerst og læðst aftan að okkur,“ sagði Þórólfur. Þá sagði Alma að við værum reynslunni ríkari þar sem við vissum nú hvað lítið þurfti til að koma þriðju bylgjunni af stað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Sjá meira
Þetta kom fram í máli Rögnvaldar Ólafssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, á upplýsingafundi í dag. Hann sagði stöðuna í faraldrinum góða. Það mætti þakka aðgerðum sem gripið hefur til sem og samstöðu almennings. Rögnvaldur sagði hins vegar að það þyrfti að standa vörð um þennan góða árangur þar sem það hefði sýnt sig að hlutirnir gætu breyst hratt. Hann sagði því almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hugsi yfir því að færri væru að mæta til sýnatöku þessa dagana en verið hefur. Áfram væri fólk því hvatt til að mæta í sýnatöku þótt það hefði mjög lítil einkenni. „Við höfum því miður nýleg dæmi um að fólk hafi verið á ferðinni í sínum daglegu störfum á meðan það er með einkenni,“ sagði Rögnvaldur. Þá væru jafnframt vísbendingar um að fólk væri að slaka meira á en yfirvöldum þætti tilefni til; fólk væri meira að hittast og í stærri hópum. Minnti Rögnvaldur á að áfram þyrfti að fara varlega og forðast óþarf hópamyndanir. Hrædd um að fólk fari að slaka of mikið á Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, tók undir að mikilvægt væri að hvetja alla til þess að fara í sýnatöku. Þá þyrfti fólk að halda sig heima þar til niðurstaða úr sýnatökunni lægi fyrir. Alma Möller, landalæknir, minnti af þessu tilefni á upphafseinkenni Covid-19 sem geta verið mismunandi hjá fólki en eru eftirfarandi: hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta, slappleiki, særindi í hálsi, skyndileg breyting á bragð- og lyktarskyni, kvefeinkenni og einkenni frá meltingarvegi, til dæmis niðurgangur. Fá innanlandssmit hafa greinst undanfarna daga en sóttvarnayfirvöld eru þó á varðbergi eins og sést á orðum þeirra varðandi sýnatökur. Aðspurð hvers vegna þau væru svo á varðbergi þrátt fyrir fá smit sagði Þórólfur reynsluna hafa sýnt að þegar smit væru fá geti komið bakslag. „Augljósasta ástæðan er að við erum hrædd um að fólk fari að slaka of mikið á og þá fáum við uppsveiflu í faraldurinn. Það getur gerst og læðst aftan að okkur,“ sagði Þórólfur. Þá sagði Alma að við værum reynslunni ríkari þar sem við vissum nú hvað lítið þurfti til að koma þriðju bylgjunni af stað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Sjá meira