Nýleg dæmi um að fólk sé á ferðinni með einkenni Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 11:28 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn minnir fólk á að fara í sýnatöku við minnstu einkenni Covid-19. Almannavarnir Nýleg dæmi eru um að fólk sé á ferðinni í sínum daglegu störfum með einkenni Covid-19. Þess vegna hvetja almannavarnir og sóttvarnayfirvöld almenning áfram til þess að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Þetta kom fram í máli Rögnvaldar Ólafssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, á upplýsingafundi í dag. Hann sagði stöðuna í faraldrinum góða. Það mætti þakka aðgerðum sem gripið hefur til sem og samstöðu almennings. Rögnvaldur sagði hins vegar að það þyrfti að standa vörð um þennan góða árangur þar sem það hefði sýnt sig að hlutirnir gætu breyst hratt. Hann sagði því almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hugsi yfir því að færri væru að mæta til sýnatöku þessa dagana en verið hefur. Áfram væri fólk því hvatt til að mæta í sýnatöku þótt það hefði mjög lítil einkenni. „Við höfum því miður nýleg dæmi um að fólk hafi verið á ferðinni í sínum daglegu störfum á meðan það er með einkenni,“ sagði Rögnvaldur. Þá væru jafnframt vísbendingar um að fólk væri að slaka meira á en yfirvöldum þætti tilefni til; fólk væri meira að hittast og í stærri hópum. Minnti Rögnvaldur á að áfram þyrfti að fara varlega og forðast óþarf hópamyndanir. Hrædd um að fólk fari að slaka of mikið á Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, tók undir að mikilvægt væri að hvetja alla til þess að fara í sýnatöku. Þá þyrfti fólk að halda sig heima þar til niðurstaða úr sýnatökunni lægi fyrir. Alma Möller, landalæknir, minnti af þessu tilefni á upphafseinkenni Covid-19 sem geta verið mismunandi hjá fólki en eru eftirfarandi: hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta, slappleiki, særindi í hálsi, skyndileg breyting á bragð- og lyktarskyni, kvefeinkenni og einkenni frá meltingarvegi, til dæmis niðurgangur. Fá innanlandssmit hafa greinst undanfarna daga en sóttvarnayfirvöld eru þó á varðbergi eins og sést á orðum þeirra varðandi sýnatökur. Aðspurð hvers vegna þau væru svo á varðbergi þrátt fyrir fá smit sagði Þórólfur reynsluna hafa sýnt að þegar smit væru fá geti komið bakslag. „Augljósasta ástæðan er að við erum hrædd um að fólk fari að slaka of mikið á og þá fáum við uppsveiflu í faraldurinn. Það getur gerst og læðst aftan að okkur,“ sagði Þórólfur. Þá sagði Alma að við værum reynslunni ríkari þar sem við vissum nú hvað lítið þurfti til að koma þriðju bylgjunni af stað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Þetta kom fram í máli Rögnvaldar Ólafssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, á upplýsingafundi í dag. Hann sagði stöðuna í faraldrinum góða. Það mætti þakka aðgerðum sem gripið hefur til sem og samstöðu almennings. Rögnvaldur sagði hins vegar að það þyrfti að standa vörð um þennan góða árangur þar sem það hefði sýnt sig að hlutirnir gætu breyst hratt. Hann sagði því almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hugsi yfir því að færri væru að mæta til sýnatöku þessa dagana en verið hefur. Áfram væri fólk því hvatt til að mæta í sýnatöku þótt það hefði mjög lítil einkenni. „Við höfum því miður nýleg dæmi um að fólk hafi verið á ferðinni í sínum daglegu störfum á meðan það er með einkenni,“ sagði Rögnvaldur. Þá væru jafnframt vísbendingar um að fólk væri að slaka meira á en yfirvöldum þætti tilefni til; fólk væri meira að hittast og í stærri hópum. Minnti Rögnvaldur á að áfram þyrfti að fara varlega og forðast óþarf hópamyndanir. Hrædd um að fólk fari að slaka of mikið á Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, tók undir að mikilvægt væri að hvetja alla til þess að fara í sýnatöku. Þá þyrfti fólk að halda sig heima þar til niðurstaða úr sýnatökunni lægi fyrir. Alma Möller, landalæknir, minnti af þessu tilefni á upphafseinkenni Covid-19 sem geta verið mismunandi hjá fólki en eru eftirfarandi: hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta, slappleiki, særindi í hálsi, skyndileg breyting á bragð- og lyktarskyni, kvefeinkenni og einkenni frá meltingarvegi, til dæmis niðurgangur. Fá innanlandssmit hafa greinst undanfarna daga en sóttvarnayfirvöld eru þó á varðbergi eins og sést á orðum þeirra varðandi sýnatökur. Aðspurð hvers vegna þau væru svo á varðbergi þrátt fyrir fá smit sagði Þórólfur reynsluna hafa sýnt að þegar smit væru fá geti komið bakslag. „Augljósasta ástæðan er að við erum hrædd um að fólk fari að slaka of mikið á og þá fáum við uppsveiflu í faraldurinn. Það getur gerst og læðst aftan að okkur,“ sagði Þórólfur. Þá sagði Alma að við værum reynslunni ríkari þar sem við vissum nú hvað lítið þurfti til að koma þriðju bylgjunni af stað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira