Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 12:29 Alma Möller landlæknir fór yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Vísir/Vilhelm Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. Afbrigðin sem um ræðir eru kennd við þau lönd þar sem þau greindust fyrst; Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu. Alma sagði stöðuna í mörgum nágrannalöndum okkar slæma. Smituðum færi fjölgandi sem og innlögnum á gjörgæsludeild og dauðsföllum. Þessa slæmu stöðu mætti að hluta til skýra með þessum nýju afbrigðum veirunnar. Hafa menn miklar áhyggjur af afbrigðunum og útbreiðslu þeirra. Alma byrjaði á að ræða um breska afbrigðið sem fór á flug í suðurhluta Bretlands í desember þrátt fyrir að miklar takmarkanir væru í gangi innanlands. „Það afbrigði hefur nú fundist í sextíu öðru löndum, þar af 23 löndum í Evrópu. Það breiðist út til dæmis um Danmörku, Írland og Holland og menn hafa miklar áhyggjur. Afbrigðið er meira smitandi en enn sem komið er hefur ekki verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að það sé hættulegra, valdi meiri veikindum, en bæði forsætisráðherra Breta og heilbrigðisráðherra Noregs hafa þó nefnt það og vissulega hefur fjöldi dauðsfalla í Bretlandi aldrei verið meiri,“ sagði landlæknir. Suður-afríska afbrigðið greindist fyrst í október. Það hefur breiðst hratt út um sunnanverðu Afríku síðan í desember. „Það er líka talið meira smitandi. Það er heldur ekki vitað með vissu hvort að valdi meiri veikindum en þetta afbrigði hefur greinst í tíu löndum Evrópu, þar með á öllum hinum Norðurlöndunum og þrettán löndum utan Evrópu. Það eru ákveðnar áhyggjur af því að menn geti smitast aftur af þessu afbrigði og bóluefnin kunni að virka verr.“ Þriðja afbrigðið hefur síðan enn sem komið er einungis greinst í Brasilíu og frá ferðalöngum sem hafa komið þaðan til Japans og Suður-Kóreu. Alma sagði afbrigðið útbreitt á Amazon-svæðinu í Brasilíu. Þar hefði verið mikið álag á heilbrigðiskerfinu en að öðru leyti væru ekki miklar upplýsingar um afbrigðið. „Evrópska sóttvarnastofnunin hvetur ríki til að vera á sérstöku varðbergi gagnvart þessum afbrigðum og auka hlutfall raðgreininga. Sem dæmi þá hafa tíu til tuttugu prósent sýna í Danmörku og Noregi verið raðgreind til þessa en verið að auka það til muna. Við skulum muna að hérlendis þá eru öll smit, sem sagt 100 prósent, raðgreind og hefur verið svo frá upphafi og verður Íslenskri erfðagreiningu seint fullþakkað fyrir það,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Afbrigðin sem um ræðir eru kennd við þau lönd þar sem þau greindust fyrst; Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu. Alma sagði stöðuna í mörgum nágrannalöndum okkar slæma. Smituðum færi fjölgandi sem og innlögnum á gjörgæsludeild og dauðsföllum. Þessa slæmu stöðu mætti að hluta til skýra með þessum nýju afbrigðum veirunnar. Hafa menn miklar áhyggjur af afbrigðunum og útbreiðslu þeirra. Alma byrjaði á að ræða um breska afbrigðið sem fór á flug í suðurhluta Bretlands í desember þrátt fyrir að miklar takmarkanir væru í gangi innanlands. „Það afbrigði hefur nú fundist í sextíu öðru löndum, þar af 23 löndum í Evrópu. Það breiðist út til dæmis um Danmörku, Írland og Holland og menn hafa miklar áhyggjur. Afbrigðið er meira smitandi en enn sem komið er hefur ekki verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að það sé hættulegra, valdi meiri veikindum, en bæði forsætisráðherra Breta og heilbrigðisráðherra Noregs hafa þó nefnt það og vissulega hefur fjöldi dauðsfalla í Bretlandi aldrei verið meiri,“ sagði landlæknir. Suður-afríska afbrigðið greindist fyrst í október. Það hefur breiðst hratt út um sunnanverðu Afríku síðan í desember. „Það er líka talið meira smitandi. Það er heldur ekki vitað með vissu hvort að valdi meiri veikindum en þetta afbrigði hefur greinst í tíu löndum Evrópu, þar með á öllum hinum Norðurlöndunum og þrettán löndum utan Evrópu. Það eru ákveðnar áhyggjur af því að menn geti smitast aftur af þessu afbrigði og bóluefnin kunni að virka verr.“ Þriðja afbrigðið hefur síðan enn sem komið er einungis greinst í Brasilíu og frá ferðalöngum sem hafa komið þaðan til Japans og Suður-Kóreu. Alma sagði afbrigðið útbreitt á Amazon-svæðinu í Brasilíu. Þar hefði verið mikið álag á heilbrigðiskerfinu en að öðru leyti væru ekki miklar upplýsingar um afbrigðið. „Evrópska sóttvarnastofnunin hvetur ríki til að vera á sérstöku varðbergi gagnvart þessum afbrigðum og auka hlutfall raðgreininga. Sem dæmi þá hafa tíu til tuttugu prósent sýna í Danmörku og Noregi verið raðgreind til þessa en verið að auka það til muna. Við skulum muna að hérlendis þá eru öll smit, sem sagt 100 prósent, raðgreind og hefur verið svo frá upphafi og verður Íslenskri erfðagreiningu seint fullþakkað fyrir það,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira