Milljarða samkomulag í höfn um greiðslu bóta til minkabænda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 21:46 Málið hefur verið gríðarlega umdeilt í Danmörku síðan ríkisstjórn Mette Frederiksen ákvað að allir minkar í landinu skyldu aflífaðir. AP Samkomulag er í höfn milli dönsku ríkisstjórnarinnar og meirihluta flokka á þingi um greiðslu bóta vegna minkamálsins svokallaða. Samkomulagið tókst loksins í kvöld eftir ríflega tveggja mánaða viðræður og hljóðar það upp á 18,7 milljarða danskra króna, eða sem nemur tæpum 396 milljörðum íslenskra króna. Danska ríkisstjórnin fyrirskipaði í byrjun nóvember í fyrra að allir minkar í landinu skyldu aflífaðir vegna stökkbreyttrar kórónuveiru sem greindist á minkabúum á Jótlandi. Fljótlega í kjölfarið voru milljónir minka aflífaðir en síðar kom í ljós að fyrirskipun ríkisstjórnarinnar um dráp minkanna var ólögmæt og hefur málið valdið miklu fjaðrafoki í Danmörku. Líkt og áður segir náðist samkomulag um greiðslu bóta úr ríkissjóði loks í kvöld á milli ríkisstjórnarinnar Sósíaldemókrata og fjögurra annarra flokka, það er SF, Venstre, De Radikale og Liberal Alliance að því er fram kemur í frétt TV2. Morten Bødskov, starfandi fjármálaráðherra kynnti samkomulagið nú í kvöld en það nær yfir bótagreiðslur sem meðal annars eiga að bæta tjón vegna tapaðra framtíðartekna minkabænda og tap vegna minkaskinna sem ekki var hægt að selja. Þá nær samkomulagið einnig til bótagreiðslna til fyrirtækja og einyrkja sem starfa í afleiddum greinum, svo sem feldskerar, fóðurframleiðendur og uppboðsstarfsemi. Þá er gert ráð fyrir fjármagni til að standa straum af kostnaði við niðurrif bygginga. Samkomulagið felur einnig í sér svokallað „dvalakerfi“ en tryggðar verða 60 milljónir danskra króna í verkefnið sem á að styðja við minkabændur sem kjósa að hefja starfsemi að nýju þegar banninu við minkarækt lýkur, en bannið gildir út árið 2021. Bæturnar til minkabænda eru af þrennum toga, það er bætur vegna framtíðartekjumissis á árunum 2022 til 2030, bætur vegna taps vegna ónýtts feldar sem ekki er hægt að selja 2021 og bætur vegna fyrningar eigna á borð við útihús, minkabúr og fleira. Þá er gert ráð fyrir að á milli 10,9 og 11,9 milljarðar fari í beinar bótagreiðslur til minkabænda sem verða greiddar á einstaklingsgrundvelli miðað við forsendur hvers og eins bónda. Að auki felur samkomulagið í sér ákvæði um stuðning við minkabændur og starfsfólk minkabúa við atvinnuleit. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Danska ríkisstjórnin fyrirskipaði í byrjun nóvember í fyrra að allir minkar í landinu skyldu aflífaðir vegna stökkbreyttrar kórónuveiru sem greindist á minkabúum á Jótlandi. Fljótlega í kjölfarið voru milljónir minka aflífaðir en síðar kom í ljós að fyrirskipun ríkisstjórnarinnar um dráp minkanna var ólögmæt og hefur málið valdið miklu fjaðrafoki í Danmörku. Líkt og áður segir náðist samkomulag um greiðslu bóta úr ríkissjóði loks í kvöld á milli ríkisstjórnarinnar Sósíaldemókrata og fjögurra annarra flokka, það er SF, Venstre, De Radikale og Liberal Alliance að því er fram kemur í frétt TV2. Morten Bødskov, starfandi fjármálaráðherra kynnti samkomulagið nú í kvöld en það nær yfir bótagreiðslur sem meðal annars eiga að bæta tjón vegna tapaðra framtíðartekna minkabænda og tap vegna minkaskinna sem ekki var hægt að selja. Þá nær samkomulagið einnig til bótagreiðslna til fyrirtækja og einyrkja sem starfa í afleiddum greinum, svo sem feldskerar, fóðurframleiðendur og uppboðsstarfsemi. Þá er gert ráð fyrir fjármagni til að standa straum af kostnaði við niðurrif bygginga. Samkomulagið felur einnig í sér svokallað „dvalakerfi“ en tryggðar verða 60 milljónir danskra króna í verkefnið sem á að styðja við minkabændur sem kjósa að hefja starfsemi að nýju þegar banninu við minkarækt lýkur, en bannið gildir út árið 2021. Bæturnar til minkabænda eru af þrennum toga, það er bætur vegna framtíðartekjumissis á árunum 2022 til 2030, bætur vegna taps vegna ónýtts feldar sem ekki er hægt að selja 2021 og bætur vegna fyrningar eigna á borð við útihús, minkabúr og fleira. Þá er gert ráð fyrir að á milli 10,9 og 11,9 milljarðar fari í beinar bótagreiðslur til minkabænda sem verða greiddar á einstaklingsgrundvelli miðað við forsendur hvers og eins bónda. Að auki felur samkomulagið í sér ákvæði um stuðning við minkabændur og starfsfólk minkabúa við atvinnuleit.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira