Loðdýrarækt

Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað
Fjögur ár eru síðan öllum minkum var lógað í Danmörku af heilbrigðisástæðum. Ákvörðunin var afar umdeild og framkvæmd hennar ekki síður. Nú er minkarækt hafin að nýju í Danmörku og viðbúið að iðnaðurinn haldi áfram að vaxa á næstu árum.

Málsvari minksins
Nýverið ákvað matvælaráðherra að leyfa veiðar á langreyðum til eins árs, dýraverndunarsinnum til mikillar gremju enda eru langreyðar eru taldar fallegar og skaðlausar skepnur. Þökk sé þessum eiginleikum flykkjast dýraverndunarsinnar að langreyðum og öðrum hvalategundum, ólmir í að verja þær frá vondu hvalveiðimönnunum.

Minkaeldi og efnamengun
Minkabúskap fylgir notkun efna, sem eru notuð við sútun skinnanna, efni sem eru hættuleg og krabbameinsvaldandi. Af þeim sökum er fráleitt að telja mínkabúskap umhverfisvænan eða lífrænan. Jafnvel þó minkar séu fóðraðir á úrgangi úr sláturhúsum og fiskvinnslu sem ella þyrfti að urða.

Af minkum og mönnum
Þegar ég var lítil var ég dauðhrædd um að mæta mink á förnum vegi. Ég var handviss um að þá væru dagar mínir taldir. Það gæti enginn lifað það af að mæta svo blóðþyrstu dýri. Svo kom að því, ég hitti mink. Hann minnti mig á kisuna mína en var helmingur af stærð hennar. Óttaslegin horfðumst við í augu og svo þaut hann í burtu. Ólíkt hræðslu minni þá var ótti hans við mig sannarlega réttmætur.

Bönnum loðdýrahald
Á Íslandi eru 9 minkabú með um 16.000 læðum, og hefur fækkað úr rúmum 300 þegar mest var. Um 30 manns starfa á þessum minkabúum skv. upplýsingum Hagstofunnar 2022. Ástæða þessarrar fækkunar minkabúa eru verðsveiflur á skinnaverðum á erlendum mörkuðum og því hefur afkoma minkaeldis rokkað milli hagnaðar og taps.

Öll minkaskinn seldust upp í Kaupmannahöfn
Uppboð á minkaskinnum í Kaupmannahöfn í vikunni færir íslenskum loðdýrabændum vonarglætu á ný eftir sjö mögur ár. Öll skinn seldust upp og var meðalverð tólf prósentum hærra í dönskum krónum en í fyrra.

Minkamars - Áskorun til stjórnvalda að banna loðdýraeldi á Íslandi
Nú í marsmánuði standa Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) fyrir vitundarvakningu um loðdýraeldi á Íslandi. Samtökin vilja með því vekja almenning til vitundar um þessa iðju og skora á stjórnvöld að setja bann við loðdýraeldi. Íslensk stjórnvöld færu þá að dæmi 22 Evrópuríkja sem hafa bannað loðdýreldi þar sem það samrýmist ekki lögum um velferð dýra í Evrópu.

Tvö þúsund íslenskum minkum ætlað að fara fyrir upprisu nýs dansks minkastofns
Til stendur að flytja tvö þúsund minka frá Íslandi til Danmerkur. Innflutningurinn er liður í því að koma minkarækt aftur af stað í Danmörku eftir að öllum minkum landsins var lógað síðla árs 2020 til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Biður minkabændur innilegrar afsökunar eftir svarta skýrslu nefndar
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðið minkabændur í landinu afsökunar á þeim skapraunum og sorg sem ákvörðun danskra stjórnvalda um að lóga öllum minkum landsins í kórónuveirufaraldrinum hafi valdið þeim. Hún segir ákvörðunina um að fella stofninn þó hafa verið nauðsynlega.

Vona að minkar á Íslandi geti bjargað danska stofninum frá endanlegum dauða
Danskir minkabændur hafa heimsótt íslenska starfsbræður sína síðustu daga og binda þeir vonir við að minkar á Íslandi geti bjargað danska minkastofninum frá endanlegum dauða. Danskt blóð rennur í æðum íslenskra minka, en eins og mikið var fjallað um var öllum minkum í Danmörku árið 2020 vegna útbreiddra kórónuveirusmita.

Kastljósinu beint að eyðingu smáskilaboða Mette Frederiksen
Sérstök rannsóknarnefnd, sem ætlað er að rannsaka ákvörðun danskra stjórnvalda að láta lóga öllum minkum í landinu vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveirunnar, hefur beint sjónum að ákvörðun Mette Frederiksen forsætisráðherra að láta eyða öllum smáskilaboðum í síma sínum, mánuði eftir að þau eru send.

Milljarða samkomulag í höfn um greiðslu bóta til minkabænda
Samkomulag er í höfn milli dönsku ríkisstjórnarinnar og meirihluta flokka á þingi um greiðslu bóta vegna minkamálsins svokallaða. Samkomulagið tókst loksins í kvöld eftir ríflega tveggja mánaða viðræður og hljóðar það upp á 18,7 milljarða danskra króna, eða sem nemur tæpum 396 milljörðum íslenskra króna.

Bréf um mannúðlega meðferð minka
Sæll og blessaður, Kristján Þór. Sl. fimmtudag, 17. desember, sendum við þér áskorun um, að þú myndir beita þér fyrir því, að minkahald yrði stöðvað og bannað á Íslandi, eins og hjá flestum öðrum vestrænum þjóðum.

Danska þingið samþykkir bann við minkarækt út næsta ár
Meirihluti danska þingsins samþykkti í morgun frumvarp sem felur í sér bann við alla minkarækt í landinu út næsta ár.

Krefjast þess að minkarnir verði grafnir upp
Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Danmörku hafa kallað eftir því að milljónir minka, sem aflífaðir voru eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar fannst í þeim, verði grafnir upp og færðir annað.

Írar fylgja í fótspor Dana
Landbúnaðarráðherra Írlands hefur tilkynnt eigendum minkabúa í landinu að öllum minkum verði lógað til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

Fundu ekki kórónuveiru á íslenskum minkabúum
Matvælastofnun hefur tekið sýni á öllum minkabúum landsins vegna kórónuveirunnar og reyndust þau öll neikvæð. Fyrirskipaðar hafa verið hertar sóttvarnir á minkabúum.

Unnið að skimun minka en ekkert smit greinst enn sem komið er
Unnið er að því að skima alla minka á minkabúum landsins en enn hefur ekkert smit greinst. Þetta kemur fram í stöðusýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað
Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu.

Átta milljónir minka á skilgreindum áhættusvæðum þegar verið aflífaðir
Stökkbreytt afbrigði kórónuveiru kom upp á minkabúum á Jótlandi fyrr í þessum mánuði og ákváðu dönsk stjórnvöld að allir minkar í Danmörku, um sautján milljónir talsins, skyldu aflífaðir.

Danskir minkabændur ósáttir
Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis.

Vissu að minkatilskipunin var ólögleg
Að minnsta kosti viku áður en danski forsætisráðherrann Mette Frederiksen tilkynnti um að allir minkar í landinu yrðu drepnir, vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru sem greindist i dýrunum, höfðu embættismenn komist að því að slík fyrirskipun væri ólögleg.

Mette baðst afsökunar á ólöglegri fyrirskipun
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, baðst í dag afsökunar og sagði að danska dýra- og matvælaeftirlitið hefði gert mistök með því að krefjast þess að allir minkar landsins verði drepnir.

Minkabóndi á alls ekki von á að íslensk stjórnvöld fari sömu leið og dönsk
Það kæmi Einari E. Einarssyni, formanni Sambands íslenskra loðdýrabænda stórlega á óvart ef íslensk stjórnvöld færu sömu leið og dönsk og fyrirskipuðu um aflífun minka hér á landi. Ekki sé hægt að bera Ísland saman við ástandið í Danmörku. Hann finnur til með kollegum sínum í Danmörku sem sjá nú fram á að missa ævistarfið.

Ekkert neyðarfrumvarp um minkana
Ríkisstjórn Danmerkur hætti í dag við um að leggja fram neyðarfrumvarp, sem fengi skjótari meðferð á þingi, um að drepa alla minka í landinu.

Kominn tími á það viðbjóðslega dýrahald, sem loðdýraræktin er!
Síðustu daga hefur mátt sjá í sjónvarpsfréttum viðbjóðslegan aðbúnað og hald minka m.a. hjá íslenzkum minkabændum. Búin munu vera 9, og læðurnar 15.000, en hver þeirra mun eiga 6 hvolpa að meðaltali á ári.

„Óábyrgt að gera lítið úr sóttvarnaráðstöfunum vegna eiginhagsmuna“
Formaður Dýraverndarsambands Íslands segist vona að lærdómurinn sem við drögum úr tilfellum stökkbreyttrar kórónuveiru í minkum sem komið hafa upp í Danmörku verði að hætt veðri að halda minka í kjölfarið.

Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins
Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku.

Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin
Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast.

Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru
Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk.