Kastljósinu beint að eyðingu smáskilaboða Mette Frederiksen Atli Ísleifsson skrifar 4. nóvember 2021 13:25 Mette Frederiksen segist hafa breytt stillingum í símanum sínum sumarið 2020 þannig að smáskilaboð eyddust þrjátíu dögum eftir að þau eru send. EPA Sérstök rannsóknarnefnd, sem ætlað er að rannsaka ákvörðun danskra stjórnvalda að láta lóga öllum minkum í landinu vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveirunnar, hefur beint sjónum að ákvörðun Mette Frederiksen forsætisráðherra að láta eyða öllum smáskilaboðum í síma sínum, mánuði eftir að þau eru send. Frederiksen segir að um stillingaratriði sé að ræða sem hún hafi ákveðið að notast við, en kveðst þó vona að hægt verði að endurheimta þau skilaboð sem nefndin hefur óskað eftir. DR segir frá því að nefndin hafi óskað eftir gögnum, meðal annars frá forsætisráðherranum, vegna rannsóknarinnar á ákvörðun dönsku stjórnarinnar að láta lóga öllum minkum í landinu. Hafði nefndin óskað eftir afritum af skeytaseningum milli Frederiksen og hennar nánustu samstarfsmönnum um málið. Eftir ráðgjöf frá stjórnanda í ráðuneytinu Frederiksen boðaði til blaðamannafundar í gærkvöldi til að ræða málið. Sagði hún að stillingum í símanum hafi verið breytt sumarið 2020, það er áður en ákvörðunin um að lóga öllum minkunum var tekin. Hún hafi breytt stillingum eftir ráðgjöf frá stjórnanda í forsætisráðuneytinu. „Mér fannst þetta hljóma skynsamlegt. Það var til að tryggja upplýsingaöryggið,“ sagði forsætisráðherrann á blaðamannafundinum í gær. Hvasst og óheflað orðbragð Frederiksen segist vona að hægt verði að endurheimta skilaboðin, bæði til að aðstoða nefndina í sinni vinu og sömuleiðis til að sýna fram á að hvorki henni né ríkisstjórninni væri kunnugt um að slík ákvörðun stangaðist á við lög. Hún fullyrðir að takist að endurheimta smáskilaboðin muni þau ekki sýna fram á neitt nýtt varðandi það hvað hún vissi um málið á þeim tíma. Þau gætu þó mögulega sýnt fram á hvasst og óheflað orðbragð. Fimmtán milljónum minka lógað Danska ríkisstjórnin ákvað haustið 2020 að lóga öllum um fimmtán milljónum minka í landinu eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar hafði greinst á fjölda bæja loðdýraræktenda í landinu. Afbrigðið gat smitast úr dýrum í menn. Skömmu síðar kom í ljós að það bryti gegn stjórnarskrá að lóga öllum minkum sem væru smitaðir af veirunni. Mogens Jensen, ráðherra landbúnaðarmála, sagði af sér í kjölfarið. Rannsóknarnefndin mun næstu daga ræða við 61 mann innan dönsku ríkisstjórnarinnar og stjórnsýslunnar um ákvörðun stjórnvalda að lóga minkum. Frederiksen verður síðust til að mæta fyrir nefndina, 9. desember næstkomandi. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Sjá meira
Frederiksen segir að um stillingaratriði sé að ræða sem hún hafi ákveðið að notast við, en kveðst þó vona að hægt verði að endurheimta þau skilaboð sem nefndin hefur óskað eftir. DR segir frá því að nefndin hafi óskað eftir gögnum, meðal annars frá forsætisráðherranum, vegna rannsóknarinnar á ákvörðun dönsku stjórnarinnar að láta lóga öllum minkum í landinu. Hafði nefndin óskað eftir afritum af skeytaseningum milli Frederiksen og hennar nánustu samstarfsmönnum um málið. Eftir ráðgjöf frá stjórnanda í ráðuneytinu Frederiksen boðaði til blaðamannafundar í gærkvöldi til að ræða málið. Sagði hún að stillingum í símanum hafi verið breytt sumarið 2020, það er áður en ákvörðunin um að lóga öllum minkunum var tekin. Hún hafi breytt stillingum eftir ráðgjöf frá stjórnanda í forsætisráðuneytinu. „Mér fannst þetta hljóma skynsamlegt. Það var til að tryggja upplýsingaöryggið,“ sagði forsætisráðherrann á blaðamannafundinum í gær. Hvasst og óheflað orðbragð Frederiksen segist vona að hægt verði að endurheimta skilaboðin, bæði til að aðstoða nefndina í sinni vinu og sömuleiðis til að sýna fram á að hvorki henni né ríkisstjórninni væri kunnugt um að slík ákvörðun stangaðist á við lög. Hún fullyrðir að takist að endurheimta smáskilaboðin muni þau ekki sýna fram á neitt nýtt varðandi það hvað hún vissi um málið á þeim tíma. Þau gætu þó mögulega sýnt fram á hvasst og óheflað orðbragð. Fimmtán milljónum minka lógað Danska ríkisstjórnin ákvað haustið 2020 að lóga öllum um fimmtán milljónum minka í landinu eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar hafði greinst á fjölda bæja loðdýraræktenda í landinu. Afbrigðið gat smitast úr dýrum í menn. Skömmu síðar kom í ljós að það bryti gegn stjórnarskrá að lóga öllum minkum sem væru smitaðir af veirunni. Mogens Jensen, ráðherra landbúnaðarmála, sagði af sér í kjölfarið. Rannsóknarnefndin mun næstu daga ræða við 61 mann innan dönsku ríkisstjórnarinnar og stjórnsýslunnar um ákvörðun stjórnvalda að lóga minkum. Frederiksen verður síðust til að mæta fyrir nefndina, 9. desember næstkomandi.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Sjá meira