Kastljósinu beint að eyðingu smáskilaboða Mette Frederiksen Atli Ísleifsson skrifar 4. nóvember 2021 13:25 Mette Frederiksen segist hafa breytt stillingum í símanum sínum sumarið 2020 þannig að smáskilaboð eyddust þrjátíu dögum eftir að þau eru send. EPA Sérstök rannsóknarnefnd, sem ætlað er að rannsaka ákvörðun danskra stjórnvalda að láta lóga öllum minkum í landinu vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveirunnar, hefur beint sjónum að ákvörðun Mette Frederiksen forsætisráðherra að láta eyða öllum smáskilaboðum í síma sínum, mánuði eftir að þau eru send. Frederiksen segir að um stillingaratriði sé að ræða sem hún hafi ákveðið að notast við, en kveðst þó vona að hægt verði að endurheimta þau skilaboð sem nefndin hefur óskað eftir. DR segir frá því að nefndin hafi óskað eftir gögnum, meðal annars frá forsætisráðherranum, vegna rannsóknarinnar á ákvörðun dönsku stjórnarinnar að láta lóga öllum minkum í landinu. Hafði nefndin óskað eftir afritum af skeytaseningum milli Frederiksen og hennar nánustu samstarfsmönnum um málið. Eftir ráðgjöf frá stjórnanda í ráðuneytinu Frederiksen boðaði til blaðamannafundar í gærkvöldi til að ræða málið. Sagði hún að stillingum í símanum hafi verið breytt sumarið 2020, það er áður en ákvörðunin um að lóga öllum minkunum var tekin. Hún hafi breytt stillingum eftir ráðgjöf frá stjórnanda í forsætisráðuneytinu. „Mér fannst þetta hljóma skynsamlegt. Það var til að tryggja upplýsingaöryggið,“ sagði forsætisráðherrann á blaðamannafundinum í gær. Hvasst og óheflað orðbragð Frederiksen segist vona að hægt verði að endurheimta skilaboðin, bæði til að aðstoða nefndina í sinni vinu og sömuleiðis til að sýna fram á að hvorki henni né ríkisstjórninni væri kunnugt um að slík ákvörðun stangaðist á við lög. Hún fullyrðir að takist að endurheimta smáskilaboðin muni þau ekki sýna fram á neitt nýtt varðandi það hvað hún vissi um málið á þeim tíma. Þau gætu þó mögulega sýnt fram á hvasst og óheflað orðbragð. Fimmtán milljónum minka lógað Danska ríkisstjórnin ákvað haustið 2020 að lóga öllum um fimmtán milljónum minka í landinu eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar hafði greinst á fjölda bæja loðdýraræktenda í landinu. Afbrigðið gat smitast úr dýrum í menn. Skömmu síðar kom í ljós að það bryti gegn stjórnarskrá að lóga öllum minkum sem væru smitaðir af veirunni. Mogens Jensen, ráðherra landbúnaðarmála, sagði af sér í kjölfarið. Rannsóknarnefndin mun næstu daga ræða við 61 mann innan dönsku ríkisstjórnarinnar og stjórnsýslunnar um ákvörðun stjórnvalda að lóga minkum. Frederiksen verður síðust til að mæta fyrir nefndina, 9. desember næstkomandi. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Frederiksen segir að um stillingaratriði sé að ræða sem hún hafi ákveðið að notast við, en kveðst þó vona að hægt verði að endurheimta þau skilaboð sem nefndin hefur óskað eftir. DR segir frá því að nefndin hafi óskað eftir gögnum, meðal annars frá forsætisráðherranum, vegna rannsóknarinnar á ákvörðun dönsku stjórnarinnar að láta lóga öllum minkum í landinu. Hafði nefndin óskað eftir afritum af skeytaseningum milli Frederiksen og hennar nánustu samstarfsmönnum um málið. Eftir ráðgjöf frá stjórnanda í ráðuneytinu Frederiksen boðaði til blaðamannafundar í gærkvöldi til að ræða málið. Sagði hún að stillingum í símanum hafi verið breytt sumarið 2020, það er áður en ákvörðunin um að lóga öllum minkunum var tekin. Hún hafi breytt stillingum eftir ráðgjöf frá stjórnanda í forsætisráðuneytinu. „Mér fannst þetta hljóma skynsamlegt. Það var til að tryggja upplýsingaöryggið,“ sagði forsætisráðherrann á blaðamannafundinum í gær. Hvasst og óheflað orðbragð Frederiksen segist vona að hægt verði að endurheimta skilaboðin, bæði til að aðstoða nefndina í sinni vinu og sömuleiðis til að sýna fram á að hvorki henni né ríkisstjórninni væri kunnugt um að slík ákvörðun stangaðist á við lög. Hún fullyrðir að takist að endurheimta smáskilaboðin muni þau ekki sýna fram á neitt nýtt varðandi það hvað hún vissi um málið á þeim tíma. Þau gætu þó mögulega sýnt fram á hvasst og óheflað orðbragð. Fimmtán milljónum minka lógað Danska ríkisstjórnin ákvað haustið 2020 að lóga öllum um fimmtán milljónum minka í landinu eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar hafði greinst á fjölda bæja loðdýraræktenda í landinu. Afbrigðið gat smitast úr dýrum í menn. Skömmu síðar kom í ljós að það bryti gegn stjórnarskrá að lóga öllum minkum sem væru smitaðir af veirunni. Mogens Jensen, ráðherra landbúnaðarmála, sagði af sér í kjölfarið. Rannsóknarnefndin mun næstu daga ræða við 61 mann innan dönsku ríkisstjórnarinnar og stjórnsýslunnar um ákvörðun stjórnvalda að lóga minkum. Frederiksen verður síðust til að mæta fyrir nefndina, 9. desember næstkomandi.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira