Fundu ekki kórónuveiru á íslenskum minkabúum Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2020 11:58 Alls eru níu minkabú starfandi á Íslandi. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Matvælastofnun hefur tekið sýni á öllum minkabúum landsins vegna kórónuveirunnar og reyndust þau öll neikvæð. Fyrirskipaðar hafa verið hertar sóttvarnir á minkabúum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun, en alls eru níu minkabú starfandi á landinu. Sýni voru send í greiningu á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum og hjá Íslenskri erfðagreiningu. Niðurstöður liggi nú fyrir og hafi þau öll verið neikvæð. „Sýnin voru tekin úr dauðum minkum sem lógað var vegna árvissrar pelsunar. Þegar pelsun lýkur á minkabúum hefur minkastofn landsins minnkað í um 15 þúsund lífdýr sem bíða fram á vorið eftir að pörun hefjist. Matvælastofnun hefur gert áætlun um reglubundnar sýnatökur í vetur á öllum minkabúum. Auk þess verða starfsmenn minkabúa skimaðir samkvæmt fyrirmælum sóttvarnalæknis. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fyrirskipað hertar sóttvarnaraðgerðir á minkabúum, samkvæmt tillögu Matvælastofnunar. Markmið aðgerðanna er að verja minka fyrir smiti með kórónaveirunni sem veldur COVID-19. Í þeim felast m.a. hertar kröfur um persónulegar sóttvarnir starfsmanna, flutningur lifandi minka verður óheimill og ónauðsynlegar heimsóknir í minkahús bannaðar. Einnig verður sýningahald með minka bannað og því verða minkarnir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík ekki til sýnis á opnunartíma garðsins,“ segir í tilkynningunni. Mikið hefur verið fjallað um kórónuveiru í mink síðustu vikurnar eftir að kórónuveira barst í minka og þaðan í mannfólk á miklum fjölda danskra minkabúa. Hefur þar verið ákveðið að lóga öllum minkum á öllum minkabúum landsins. Loðdýrarækt Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. 17. nóvember 2020 12:17 Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. 17. nóvember 2020 12:17 Unnið að skimun minka en ekkert smit greinst enn sem komið er Unnið er að því að skima alla minka á minkabúum landsins en enn hefur ekkert smit greinst. Þetta kemur fram í stöðusýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 17. nóvember 2020 17:48 Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Matvælastofnun hefur tekið sýni á öllum minkabúum landsins vegna kórónuveirunnar og reyndust þau öll neikvæð. Fyrirskipaðar hafa verið hertar sóttvarnir á minkabúum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun, en alls eru níu minkabú starfandi á landinu. Sýni voru send í greiningu á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum og hjá Íslenskri erfðagreiningu. Niðurstöður liggi nú fyrir og hafi þau öll verið neikvæð. „Sýnin voru tekin úr dauðum minkum sem lógað var vegna árvissrar pelsunar. Þegar pelsun lýkur á minkabúum hefur minkastofn landsins minnkað í um 15 þúsund lífdýr sem bíða fram á vorið eftir að pörun hefjist. Matvælastofnun hefur gert áætlun um reglubundnar sýnatökur í vetur á öllum minkabúum. Auk þess verða starfsmenn minkabúa skimaðir samkvæmt fyrirmælum sóttvarnalæknis. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fyrirskipað hertar sóttvarnaraðgerðir á minkabúum, samkvæmt tillögu Matvælastofnunar. Markmið aðgerðanna er að verja minka fyrir smiti með kórónaveirunni sem veldur COVID-19. Í þeim felast m.a. hertar kröfur um persónulegar sóttvarnir starfsmanna, flutningur lifandi minka verður óheimill og ónauðsynlegar heimsóknir í minkahús bannaðar. Einnig verður sýningahald með minka bannað og því verða minkarnir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík ekki til sýnis á opnunartíma garðsins,“ segir í tilkynningunni. Mikið hefur verið fjallað um kórónuveiru í mink síðustu vikurnar eftir að kórónuveira barst í minka og þaðan í mannfólk á miklum fjölda danskra minkabúa. Hefur þar verið ákveðið að lóga öllum minkum á öllum minkabúum landsins.
Loðdýrarækt Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. 17. nóvember 2020 12:17 Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. 17. nóvember 2020 12:17 Unnið að skimun minka en ekkert smit greinst enn sem komið er Unnið er að því að skima alla minka á minkabúum landsins en enn hefur ekkert smit greinst. Þetta kemur fram í stöðusýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 17. nóvember 2020 17:48 Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. 17. nóvember 2020 12:17
Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. 17. nóvember 2020 12:17
Unnið að skimun minka en ekkert smit greinst enn sem komið er Unnið er að því að skima alla minka á minkabúum landsins en enn hefur ekkert smit greinst. Þetta kemur fram í stöðusýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 17. nóvember 2020 17:48
Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00