Fundu ekki kórónuveiru á íslenskum minkabúum Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2020 11:58 Alls eru níu minkabú starfandi á Íslandi. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Matvælastofnun hefur tekið sýni á öllum minkabúum landsins vegna kórónuveirunnar og reyndust þau öll neikvæð. Fyrirskipaðar hafa verið hertar sóttvarnir á minkabúum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun, en alls eru níu minkabú starfandi á landinu. Sýni voru send í greiningu á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum og hjá Íslenskri erfðagreiningu. Niðurstöður liggi nú fyrir og hafi þau öll verið neikvæð. „Sýnin voru tekin úr dauðum minkum sem lógað var vegna árvissrar pelsunar. Þegar pelsun lýkur á minkabúum hefur minkastofn landsins minnkað í um 15 þúsund lífdýr sem bíða fram á vorið eftir að pörun hefjist. Matvælastofnun hefur gert áætlun um reglubundnar sýnatökur í vetur á öllum minkabúum. Auk þess verða starfsmenn minkabúa skimaðir samkvæmt fyrirmælum sóttvarnalæknis. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fyrirskipað hertar sóttvarnaraðgerðir á minkabúum, samkvæmt tillögu Matvælastofnunar. Markmið aðgerðanna er að verja minka fyrir smiti með kórónaveirunni sem veldur COVID-19. Í þeim felast m.a. hertar kröfur um persónulegar sóttvarnir starfsmanna, flutningur lifandi minka verður óheimill og ónauðsynlegar heimsóknir í minkahús bannaðar. Einnig verður sýningahald með minka bannað og því verða minkarnir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík ekki til sýnis á opnunartíma garðsins,“ segir í tilkynningunni. Mikið hefur verið fjallað um kórónuveiru í mink síðustu vikurnar eftir að kórónuveira barst í minka og þaðan í mannfólk á miklum fjölda danskra minkabúa. Hefur þar verið ákveðið að lóga öllum minkum á öllum minkabúum landsins. Loðdýrarækt Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. 17. nóvember 2020 12:17 Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. 17. nóvember 2020 12:17 Unnið að skimun minka en ekkert smit greinst enn sem komið er Unnið er að því að skima alla minka á minkabúum landsins en enn hefur ekkert smit greinst. Þetta kemur fram í stöðusýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 17. nóvember 2020 17:48 Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Matvælastofnun hefur tekið sýni á öllum minkabúum landsins vegna kórónuveirunnar og reyndust þau öll neikvæð. Fyrirskipaðar hafa verið hertar sóttvarnir á minkabúum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun, en alls eru níu minkabú starfandi á landinu. Sýni voru send í greiningu á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum og hjá Íslenskri erfðagreiningu. Niðurstöður liggi nú fyrir og hafi þau öll verið neikvæð. „Sýnin voru tekin úr dauðum minkum sem lógað var vegna árvissrar pelsunar. Þegar pelsun lýkur á minkabúum hefur minkastofn landsins minnkað í um 15 þúsund lífdýr sem bíða fram á vorið eftir að pörun hefjist. Matvælastofnun hefur gert áætlun um reglubundnar sýnatökur í vetur á öllum minkabúum. Auk þess verða starfsmenn minkabúa skimaðir samkvæmt fyrirmælum sóttvarnalæknis. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fyrirskipað hertar sóttvarnaraðgerðir á minkabúum, samkvæmt tillögu Matvælastofnunar. Markmið aðgerðanna er að verja minka fyrir smiti með kórónaveirunni sem veldur COVID-19. Í þeim felast m.a. hertar kröfur um persónulegar sóttvarnir starfsmanna, flutningur lifandi minka verður óheimill og ónauðsynlegar heimsóknir í minkahús bannaðar. Einnig verður sýningahald með minka bannað og því verða minkarnir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík ekki til sýnis á opnunartíma garðsins,“ segir í tilkynningunni. Mikið hefur verið fjallað um kórónuveiru í mink síðustu vikurnar eftir að kórónuveira barst í minka og þaðan í mannfólk á miklum fjölda danskra minkabúa. Hefur þar verið ákveðið að lóga öllum minkum á öllum minkabúum landsins.
Loðdýrarækt Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. 17. nóvember 2020 12:17 Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. 17. nóvember 2020 12:17 Unnið að skimun minka en ekkert smit greinst enn sem komið er Unnið er að því að skima alla minka á minkabúum landsins en enn hefur ekkert smit greinst. Þetta kemur fram í stöðusýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 17. nóvember 2020 17:48 Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. 17. nóvember 2020 12:17
Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. 17. nóvember 2020 12:17
Unnið að skimun minka en ekkert smit greinst enn sem komið er Unnið er að því að skima alla minka á minkabúum landsins en enn hefur ekkert smit greinst. Þetta kemur fram í stöðusýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 17. nóvember 2020 17:48
Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00