Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 5. nóvember 2020 16:43 Umfangsmikil skimun í minkabúum landsins framundan. Vísir/Getty Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. „Staðan er sú að það hefur ekki verið neinn grunur,“ segir Sigríður Gísladóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun. Forsætisráðherra Danmerkur greindi frá því í gær að aflífa og farga skyldi öllum minkum í Danmörku, hátt í sautján milljónum, eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. Sagði forsætisráðherrann stöðuna „gríðarlega alvarlega“ og að þessi stökkbreyting gæti reynst væntanlegu bóluefni við kórónuveirunni fjötur um fót. Alls eru um 1.150 minkabú í Danmörku, en staðfest smit höfðu komið upp á rúmlega tvö hundruð þeirra á Jótlandi. „Við höfum fylgst vel með fréttum að utan frá því þær bárust fyrst um smit á minkabúum,“ segir Sigríður. Byrjað var að aflífa og farga minkum í Danmörku í síðasta mánuði eftir að smit komu upp á búum á Jótlandi.AP Þau hafi sent tilmæli um hertar sóttvarnir og brýnt fyrir loðdýrabændum að viðhafa þær eins og hægt sé. Þá var óskað eftir tilkynningum ef minnsti grunur um veikindi vaknaði. Sömuleiðis ef grunur væri á að dýr væri útsett fyrir smiti frá einstaklingi sem síðar hefði greinst. Engar tilkynningar hafi borist en upplýsingaflæðið við bændur sé gott. Hins vegar sé svo að þau tíðindi að vart hafi orðið við stökkbreytingu á veirunni sem tengist smitum í minkabúum á Norður-Jótlandi breyti áhættumati Matvælastofnunar. Sú stökkbreyting, sem er þess eðlis að bóluefni sem eru í þróun virki ekki gegn henni. „Það breytir okkkar áhættumati. Þó við höfum engan grun um að það séu smit hjá íslenskum minkum þá verðum við aðeins að breyta okkar mati og höfum ákveðið að fara út í skimun á minkabúum. Til að kanna hvort það sé smit.“ Framundan er pelsun að sögn Sigríðar, þegar dýr eru aflífuð til að taka af þeim skinnið. Það veiti gott tækifæri til að ná miklum fjölda af sýnum og það ferli er að fara í gang þessa dagana. Haft verði samráð við sérfræðinga á rannsóknarstofunni á Keldum um hvernig staðið verði að því. Á vef MAST kemur fram að litlar líkur séu á smiti yfir í villta minkastofninn þar sem umgengni við menn er í lágmarki. Á Íslandi eru starfrækt 9 minkabú á Norðlandi vestra og Suðurlandi með alls 15.000 eldislæðum. Sigríður ræddi málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Dýraheilbrigði Loðdýrarækt Tengdar fréttir Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00 Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. „Staðan er sú að það hefur ekki verið neinn grunur,“ segir Sigríður Gísladóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun. Forsætisráðherra Danmerkur greindi frá því í gær að aflífa og farga skyldi öllum minkum í Danmörku, hátt í sautján milljónum, eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. Sagði forsætisráðherrann stöðuna „gríðarlega alvarlega“ og að þessi stökkbreyting gæti reynst væntanlegu bóluefni við kórónuveirunni fjötur um fót. Alls eru um 1.150 minkabú í Danmörku, en staðfest smit höfðu komið upp á rúmlega tvö hundruð þeirra á Jótlandi. „Við höfum fylgst vel með fréttum að utan frá því þær bárust fyrst um smit á minkabúum,“ segir Sigríður. Byrjað var að aflífa og farga minkum í Danmörku í síðasta mánuði eftir að smit komu upp á búum á Jótlandi.AP Þau hafi sent tilmæli um hertar sóttvarnir og brýnt fyrir loðdýrabændum að viðhafa þær eins og hægt sé. Þá var óskað eftir tilkynningum ef minnsti grunur um veikindi vaknaði. Sömuleiðis ef grunur væri á að dýr væri útsett fyrir smiti frá einstaklingi sem síðar hefði greinst. Engar tilkynningar hafi borist en upplýsingaflæðið við bændur sé gott. Hins vegar sé svo að þau tíðindi að vart hafi orðið við stökkbreytingu á veirunni sem tengist smitum í minkabúum á Norður-Jótlandi breyti áhættumati Matvælastofnunar. Sú stökkbreyting, sem er þess eðlis að bóluefni sem eru í þróun virki ekki gegn henni. „Það breytir okkkar áhættumati. Þó við höfum engan grun um að það séu smit hjá íslenskum minkum þá verðum við aðeins að breyta okkar mati og höfum ákveðið að fara út í skimun á minkabúum. Til að kanna hvort það sé smit.“ Framundan er pelsun að sögn Sigríðar, þegar dýr eru aflífuð til að taka af þeim skinnið. Það veiti gott tækifæri til að ná miklum fjölda af sýnum og það ferli er að fara í gang þessa dagana. Haft verði samráð við sérfræðinga á rannsóknarstofunni á Keldum um hvernig staðið verði að því. Á vef MAST kemur fram að litlar líkur séu á smiti yfir í villta minkastofninn þar sem umgengni við menn er í lágmarki. Á Íslandi eru starfrækt 9 minkabú á Norðlandi vestra og Suðurlandi með alls 15.000 eldislæðum. Sigríður ræddi málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Dýraheilbrigði Loðdýrarækt Tengdar fréttir Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00 Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00
Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32