Segja bóluefni AstraZeneca ekki virka fyrir 65 ára og eldri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 23:44 Töf hefur orðið á framleiðslu bóluefnis AstraZeneca sem vonir standa til að fái markaðsleyfi í Evrópu á næstu dögum. Getty/Konstantinos Zilos Bóluefni AstraZeneca er sagt ekki munu fá markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Ástæðan mun vera sú að bóluefnið tryggi eldra fólki ekki næga vörn gegn sjúkdómnum. Þessum fullyrðingum neitar aftur á móti AstraZeneca. Sænska Aftonbladet greinir frá þessu og vitnar í umfjöllun þýskra fjölmiðla sem byggja á heimildum innan úr innsta hring þýskra stjórnvalda. „Þetta er algjörlega rangt,“ segir Christina Mamberg Hägerstrand, fjölmiðlafulltrúi AstraZeneca. Nokkrir þýskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið og segja að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni ekki samþykkja bóluefni fyrirtækisins til nota við bólusetningu þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Vitnað er til heimildamanna sem standa nærri þýsku ríkisstjórninni. Að því er þýski miðillinn Bild greinir frá, veitir bóluefni fyrirtækisins aðeins tíu prósent vörn gegn veirunni í tilfelli þeirra sem eldri eru. Þá hefur blaðið Handelsblatt eftir heimildarmönnum að vörnin fari allt niður í átta prósent. Í umfjöllun beggja miðla segir að á þessum forsendum muni framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mögulega ekki samþykkja notkun bóluefnisins fyrir 65 ára og eldri. Í tölvupósti til Aftonbladet segir fjölmiðlafulltrúi AstraZeneca þetta ekki vera rétt. „Upplýsingar um að virkni bóluefnis AstraZeneca/Oxford sé svo lítil sem 8% í tilfelli fullorðinna yfir 65 ára eru algjörlega rangar,“ segir í bréfinu. Þá er vísað til rannsókna sem gerðar hafi verið á bóluefninu sem fjallað hafi verið um í fræðiritinu Lancet sem sýni fram á mikla virkni bóluefnisins, þar sem eldra fólk hafi í hundrað prósent tilvika myndað mótefni gegn sjúkdómnum eftir að hafa fengið síðari skammt bólusetningar. Fyrirtækið sætir þegar miklum þrýstingi af hálfu Evrópusambandsins vegna tafa sem orðið hafa við framleiðslu efnisins. Þess er vænst að bóluefni AstraZeneca fái markaðsleyfi í Evrópu við lok þessarar viku. Steinar Madsen, framkvæmdastjóri lækninga hjá norsku lyfjastofnuninni vildi ekki tjá sig um efni umfjöllunar þýsku miðlanna þegar norska blaðið VG leitaði viðbragða hans. „Ég held að við ættum að halda ró okkar,“ sagði Madsen við VG og benti á að í vikunni ætti eftir að fjalla um bóluefni AstraZeneca, meðal annars á vettvangi Lyfjastofnunar Evrópu og í vísindasiðanefnd, þar sem fjallað verði um öll álitaefni sem kynnu að koma upp er varða bóluefnið, virkni þess og aukaverkanir. Bólusetningar Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira
Sænska Aftonbladet greinir frá þessu og vitnar í umfjöllun þýskra fjölmiðla sem byggja á heimildum innan úr innsta hring þýskra stjórnvalda. „Þetta er algjörlega rangt,“ segir Christina Mamberg Hägerstrand, fjölmiðlafulltrúi AstraZeneca. Nokkrir þýskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið og segja að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni ekki samþykkja bóluefni fyrirtækisins til nota við bólusetningu þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Vitnað er til heimildamanna sem standa nærri þýsku ríkisstjórninni. Að því er þýski miðillinn Bild greinir frá, veitir bóluefni fyrirtækisins aðeins tíu prósent vörn gegn veirunni í tilfelli þeirra sem eldri eru. Þá hefur blaðið Handelsblatt eftir heimildarmönnum að vörnin fari allt niður í átta prósent. Í umfjöllun beggja miðla segir að á þessum forsendum muni framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mögulega ekki samþykkja notkun bóluefnisins fyrir 65 ára og eldri. Í tölvupósti til Aftonbladet segir fjölmiðlafulltrúi AstraZeneca þetta ekki vera rétt. „Upplýsingar um að virkni bóluefnis AstraZeneca/Oxford sé svo lítil sem 8% í tilfelli fullorðinna yfir 65 ára eru algjörlega rangar,“ segir í bréfinu. Þá er vísað til rannsókna sem gerðar hafi verið á bóluefninu sem fjallað hafi verið um í fræðiritinu Lancet sem sýni fram á mikla virkni bóluefnisins, þar sem eldra fólk hafi í hundrað prósent tilvika myndað mótefni gegn sjúkdómnum eftir að hafa fengið síðari skammt bólusetningar. Fyrirtækið sætir þegar miklum þrýstingi af hálfu Evrópusambandsins vegna tafa sem orðið hafa við framleiðslu efnisins. Þess er vænst að bóluefni AstraZeneca fái markaðsleyfi í Evrópu við lok þessarar viku. Steinar Madsen, framkvæmdastjóri lækninga hjá norsku lyfjastofnuninni vildi ekki tjá sig um efni umfjöllunar þýsku miðlanna þegar norska blaðið VG leitaði viðbragða hans. „Ég held að við ættum að halda ró okkar,“ sagði Madsen við VG og benti á að í vikunni ætti eftir að fjalla um bóluefni AstraZeneca, meðal annars á vettvangi Lyfjastofnunar Evrópu og í vísindasiðanefnd, þar sem fjallað verði um öll álitaefni sem kynnu að koma upp er varða bóluefnið, virkni þess og aukaverkanir.
Bólusetningar Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira