Gjöld vegna Covid-19 vottorðs geta margfaldað ferðakostnað Eiður Þór Árnason skrifar 26. janúar 2021 13:11 Sýnatökur einkennalausra fyrir ferðalög fer fram á Suðurlandsbraut. Vísir/vilhelm Fleiri ríki gera nú kröfu um að flugfarþegar framvísi vottorði um neikvæða niðurstöðu úr nýlegu Covid-19 prófi þegar þeir koma til landsins. Frá og með deginum í dag þurfa allir sem koma til Bandaríkjanna að hafa undir höndum slíkt vottorð en fyrr í mánuðinum tók sú breyting til að mynda gildi í Englandi og Danmörku. Nálgast þarf slíkt vottorð hjá heilsugæslu en ólíkt hefðbundinni Covid-19 sýnatöku sem er endurgjaldslaus þurfa einstaklingar sem eru sjúkratryggðir á Íslandi að greiða 13.395 krónur til að útiloka sýkingu og fá afhent vottorð þess efnis. Þá greiða erlendir ríkisborgarar án evrópska sjúkratryggingakortsins og einstaklingar sem eru ekki með fasta búsetu hér á landi og kennitölu 24.475 krónur. Þess fyrir utan getur kostnaðurinn breyst lítillega ef fólk nálgast vottorð utan dagvinnutíma eða þegar um er að ræða börn og eldri borgara. Verslunarþyrstir ferðalangar fá ólíklega mikið út úr því að fara til London þessa daganna þar sem útgöngubann er nú í gildi. Getty/Chris Jackson SMS-skeyti nægir ekki eitt og sér Ef horft er til þess að hægt er að tryggja sér flugsæti aðra leiðina til London í mars fyrir svo lítið sem 2.813 krónur þegar þetta er skrifað er ljóst að skimunargjaldið getur orðið hlutfallslega drjúgur kostnaðarauki fyrir ferðalanga. Fyrst var greint frá gjaldinu á ferðavefnum Túrista en þar var miðað við 15 þúsund króna fargjald Icelandair til London. Samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu eru SMS-skeyti með niðurstöðu ekki tekin gild í flestum löndum og því ekki vænlegt til árangurs að skrá sig frekar í hefðbundna sýnatöku hjá heilsugæslu til að reyna komast hjá gjaldtökunni. Þess ber að geta að þeir farþegar sem einungis millilenda á flugvelli í Danmörku þurfa sömuleiðis að framvísa vottorði. Fréttir af flugi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Farþegar til Englands þurfa að framvísa neikvæðu vottorði Farþegar sem hyggjast ferðast í gegnum England þurfa að framvísa neikvæðu Covid-vottorði til að fá inngöngu í landið frá og með næsta mánudegi, 18. janúar. Vottorðið má ekki vera eldra en þriggja daga. 14. janúar 2021 09:55 Leggur til að fólk þurfi að framvísa vottorði til að komast til landsins Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra nýja tillögu um fyrirkomulag við landamærin í ljósi þess að ráðuneytið hefur tjáð honum að ekki sé lagastoð fyrir tillögum hans, hvorki tillöguna um að öllum verði gert skylt að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli né tillögu hans um tveggja vikna dvöl í farsóttarhúsi. Þórólfur greindi frá þessu í Reykjavík síðdegis. 13. janúar 2021 17:20 Ekki útilokað að grípa til sams konar aðgerða og Danir og Bretar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að krefja fólk um neikvætt vottorð við kórónuveirunni fyrir komu þess til Íslands. Hann segir helstu hættuna sem steðji að Íslendingum vera fjölda smita á landamærunum. 11. janúar 2021 19:26 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Nálgast þarf slíkt vottorð hjá heilsugæslu en ólíkt hefðbundinni Covid-19 sýnatöku sem er endurgjaldslaus þurfa einstaklingar sem eru sjúkratryggðir á Íslandi að greiða 13.395 krónur til að útiloka sýkingu og fá afhent vottorð þess efnis. Þá greiða erlendir ríkisborgarar án evrópska sjúkratryggingakortsins og einstaklingar sem eru ekki með fasta búsetu hér á landi og kennitölu 24.475 krónur. Þess fyrir utan getur kostnaðurinn breyst lítillega ef fólk nálgast vottorð utan dagvinnutíma eða þegar um er að ræða börn og eldri borgara. Verslunarþyrstir ferðalangar fá ólíklega mikið út úr því að fara til London þessa daganna þar sem útgöngubann er nú í gildi. Getty/Chris Jackson SMS-skeyti nægir ekki eitt og sér Ef horft er til þess að hægt er að tryggja sér flugsæti aðra leiðina til London í mars fyrir svo lítið sem 2.813 krónur þegar þetta er skrifað er ljóst að skimunargjaldið getur orðið hlutfallslega drjúgur kostnaðarauki fyrir ferðalanga. Fyrst var greint frá gjaldinu á ferðavefnum Túrista en þar var miðað við 15 þúsund króna fargjald Icelandair til London. Samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu eru SMS-skeyti með niðurstöðu ekki tekin gild í flestum löndum og því ekki vænlegt til árangurs að skrá sig frekar í hefðbundna sýnatöku hjá heilsugæslu til að reyna komast hjá gjaldtökunni. Þess ber að geta að þeir farþegar sem einungis millilenda á flugvelli í Danmörku þurfa sömuleiðis að framvísa vottorði.
Fréttir af flugi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Farþegar til Englands þurfa að framvísa neikvæðu vottorði Farþegar sem hyggjast ferðast í gegnum England þurfa að framvísa neikvæðu Covid-vottorði til að fá inngöngu í landið frá og með næsta mánudegi, 18. janúar. Vottorðið má ekki vera eldra en þriggja daga. 14. janúar 2021 09:55 Leggur til að fólk þurfi að framvísa vottorði til að komast til landsins Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra nýja tillögu um fyrirkomulag við landamærin í ljósi þess að ráðuneytið hefur tjáð honum að ekki sé lagastoð fyrir tillögum hans, hvorki tillöguna um að öllum verði gert skylt að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli né tillögu hans um tveggja vikna dvöl í farsóttarhúsi. Þórólfur greindi frá þessu í Reykjavík síðdegis. 13. janúar 2021 17:20 Ekki útilokað að grípa til sams konar aðgerða og Danir og Bretar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að krefja fólk um neikvætt vottorð við kórónuveirunni fyrir komu þess til Íslands. Hann segir helstu hættuna sem steðji að Íslendingum vera fjölda smita á landamærunum. 11. janúar 2021 19:26 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Farþegar til Englands þurfa að framvísa neikvæðu vottorði Farþegar sem hyggjast ferðast í gegnum England þurfa að framvísa neikvæðu Covid-vottorði til að fá inngöngu í landið frá og með næsta mánudegi, 18. janúar. Vottorðið má ekki vera eldra en þriggja daga. 14. janúar 2021 09:55
Leggur til að fólk þurfi að framvísa vottorði til að komast til landsins Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra nýja tillögu um fyrirkomulag við landamærin í ljósi þess að ráðuneytið hefur tjáð honum að ekki sé lagastoð fyrir tillögum hans, hvorki tillöguna um að öllum verði gert skylt að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli né tillögu hans um tveggja vikna dvöl í farsóttarhúsi. Þórólfur greindi frá þessu í Reykjavík síðdegis. 13. janúar 2021 17:20
Ekki útilokað að grípa til sams konar aðgerða og Danir og Bretar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að krefja fólk um neikvætt vottorð við kórónuveirunni fyrir komu þess til Íslands. Hann segir helstu hættuna sem steðji að Íslendingum vera fjölda smita á landamærunum. 11. janúar 2021 19:26