Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Íslenskir flugumferðarstjórar á vegum Isavia hafa undanfarinn áratug annast flugumferðarþjónustu fyrir Grænlendinga. Með breytingum á flugvallakerfi landsins eru horfur á að ekki verði lengur þörf fyrir Íslendingana. Innlent 21.9.2025 20:40
Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Netárás á erlent innritunarkerfi gæti komið til með hafa áhrif á flugferðir Icelandair. Forstöðumaður samskipta segir að allir ferðalangar verða látnir vita verði breytingar á ferðum þeirra. Innlent 20.9.2025 15:54
Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Stórir alþjóðaflugvellir í Evrópu geta ekki innritað farþega rafrænt vegna netárásar. Árásin hefur leitt til mikilla tafa á flugferðum vítt og breitt um álfuna. Erlent 20.9.2025 09:44
Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Farmur af flugvélaeldsneyti sem barst Icelandair nýlega uppfylldi ekki tilskylda gæðastaðla þegar það var prófað. Innlent 14. september 2025 23:48
Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Tæplega fimmtíu manns sem ætluðu að fljúga með Icelandair frá Kaupmannahöfn til Íslands klukkan 14 í dag verður ekki hleypt um borð í vélina vegna öryggisráðstafanna þar sem neyðarrenna í vél Icelandair var óvart virkjuð við lendingu í Kaupmannahöfn fyrr í dag og því er ekki allur öryggisbúnaður virkur. Innlent 14. september 2025 14:28
„Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Fulltrúar Íslenska flugstéttafélagsins funda með forsvarsmönnum Play síðar í dag í von um niðurstöðu í kjaraviðræðum félaganna vegna flugmanna Play. Formaður ÍFF segir fullan samningsvilja beggja vegna borðs og er bjartsýnn á samkomulag. Innlent 13. september 2025 14:47
Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Flugmaðurinn Greg Fletcher, sem nauðlenti Douglas Dakota-flugvél á Sólheimasandi árið 1973 og bjargaði þannig lífi allra um borð, heimsótti í gær gamlar heimaslóðir á Ásbrú í Reykjanesbæ. Með honum í för var Halla Tómasdóttir forseti Íslands. Innlent 13. september 2025 11:27
Play sé ekki að fara á hausinn Heimildir fréttastofu herma að flugmenn Play hafi ráðist í óformlega verkfallsaðgerð í morgun. Forstjórinn segir fund í kjölfar aðgerðanna eingöngu hefðbundinn starfsmannafund. Sérfræðingur skilur að starfsmenn félagsins hafi áhyggjur af stöðu mála. Viðskipti innlent 12. september 2025 20:02
Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, boðaði til starfsmannafundar í morgun þar sem hann fór yfir starfsmannamál og þær breytingar sem þegar hafa verið boðaðar á rekstri félagsins. Hann segir í sjálfu sér ekkert markvert hafa komið fram á fundinum. Aflýsing flugs til Parísar með fimmtán mínútna fyrirvara í morgun var vegna veikinda áhafnarmeðlims og tengist fundinum ekki. Viðskipti innlent 12. september 2025 11:23
Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Stærsta sprengjueyðingaræfing sinnar tegundar fer nú fram hér á landi. Yfirliðsforingi frá Bretlandi segir Íslendinga í fremstu röð þegar kemur að slíkum aðgerðum, og danskur majór segir engu máli skipta þótt Íslendingar séu herlaus þjóð. Innlent 11. september 2025 23:02
Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Íslendingar eiga enn eftir að uppgötva Grænland sem ferðamannaland en yfirgnæfandi meirihluti farþega Icelandair þangað eru útlendingar. Innlent 11. september 2025 21:41
Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Icelandair hefur gert nýja leigusamninga við flugvélaleigusalann CALC um tvær glænýjar Airbus A321LR flugvélar. Þetta markar upphaf nýs langtímasamstarfs milli Icelandair og CALC, sem byggir á sameiginlegri framtíðarsýn og langtímasamstarfi. Viðskipti innlent 11. september 2025 16:49
Fyrrverandi forstjóri Icelandair fer fyrir samninganefnd félagsins við flugmenn Fyrrverandi forstjóri Icelandair til margra á ára hefur nýlega tekið við formennsku í samninganefnd Icelandair við flugmenn en kjarasamningar allra flugstétta félagsins eru að renna út núna á næstunni. Innherjamolar 11. september 2025 15:11
Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Íslenskum flugmálayfirvöldum bárust fyrst tilkynningar um afskipti af staðsetningarbúnaði flugvéla árið 2023. Þá var tilkynnt um sex atvik en tilkynningum hefur fjölgað verulega síðan. Innlent 11. september 2025 10:54
Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Herrafataverslunin Kormákur og Skjöldur hverfur úr Leifsstöð síðustu mánaðamót eftir þriggja ára veru. Verslunin hefur verið með svokallað „pop-up“ á þremur ólíkum stöðum á flugstöðinni frá júlí 2022. Viðskipti innlent 10. september 2025 14:30
Kæmi „verulega á óvart“ ef fjármögnunin hjá Play væri ekki sú síðasta í langan tíma Play er ekki að fara draga saman seglin frekar en það sem kynnt hefur verið samhliða umbreytingu á viðskiptalíkani félagsins, að sögn forstjórans, sem telur að „mikill“ afkomubati sé í kortunum og það kæmi honum því „verulega á óvart“ ef nýafstaðin fjármögnun væri ekki sú síðasta í langan tíma. Hann viðurkennir að það hefðu verið margir kostir við að afskrá flugfélagið úr Kauphöllinni, eins og meðal annars færri ástæður til að skrifa fréttir um fyrirtækið oft byggðar á „litlum og jafnvel úreltum“ upplýsingum, en hins vegar var skýr krafa meðal lykilfjárfesta að Play yrði áfram á markaði. Innherji 9. september 2025 14:09
Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Icelandair flutti alls 608 þúsund farþega í ágústmánuði sem er eins prósenta aukning miðað við ágúst 2024. Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent á milli ára og um fimm prósent á markaðinum frá Íslandi. Viðskipti innlent 8. september 2025 08:15
Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Fyrsta áætlunarflug rafknúinnar flugvélar í Noregi var farið síðastliðinn fimmtudag í tilraunaskyni. Flogið var milli Stafangurs og Björgvinjar á rafmagnsflugvélinni Alia, sem framleidd er af bandaríska fyrirtækinu Beta Technologies. Flugið er liður í þróunarverkefni í átt að kolefnislausum flugsamgöngum. Erlent 7. september 2025 14:28
Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Yfirvöld í Svíþjóð hafa sakað Rússa um að standa að baki verulegri fjölgun atvika þar sem staðsetningarbúnaður er gerður óvirkur. Þau séu að verða daglegur viðburður. Erlent 5. september 2025 07:22
Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir forstjóra Play hafa gerst sekan um tilraun til þöggunar á eðlilegri og nauðsynlegri umræðu, þegar hann gagnrýndi formanninn fyrir fullyrðingar um yfirvofandi gjaldþrot Play. Viðskipti innlent 4. september 2025 15:46
Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Fimmtán ára samstarf Icelandair og Alaska Airlines verður aukið enn frekar þegar viðskiptavinir Alaska Airlines munu geta bókað tengiflug til fjölda áfangastaða Icelandair í Evrópu. Þá mun fjölga þeim áfangastöðum sem viðskiptavinum íslenska flugfélagsins geta bókað í tengiflugi til vesturstrandar Banaríkjanna og annarra áfangastaða Alaska Airlines. Viðskipti innlent 4. september 2025 09:38
Óheflaður formaður og ráðherra í gjörgæslu Orð Formanns félags íslenskra atvinnuflugmanna um rekstur og framtíðarhorfur Play benda til þess að viðkomandi valdi ekki þeirri ábyrgð sem honum hefur verið falin. Innherji 3. september 2025 12:14
Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Rúmlega fjögur hundruð sprengjusérfræðingar frá átján löndum hafa í vikunni streymt til landsins vegna árlegrar sprengjueyðingaræfingar. Íslendingar munu verða varir við ökutæki og búnað á vegum sprengjusérfræðinganna frá Þorlákshöfn að Reykjanesi og frá Reykjanesi að Hvalfirði. Innlent 3. september 2025 11:28
Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum „Ég er almennt ekki vanur að svara einhverju svona sem fólk segir um félagið okkar út um bæinn. Maður hefði þá ekki annað að gera. En þetta tal í þessum manni var svo yfirgengilegt að það var nú ekki hjá því komist að bregðast við.“ Viðskipti innlent 3. september 2025 09:37