Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. janúar 2021 23:54 Sóttvarnalæknir og landlæknir segja mikilvægt að vera áfram á varðbergi. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. Ástæðan er ekki síst ný afbrigði kórónuveirunnar, sem hafa náð mikilli útbreiðslu erlendis. Hið svokallaða breska afbrigði hefur nú greinst í yfir sextíu ríkjum og suðurafríska afbrigðið í tuttugu. Brasilíska afbrigðið hefur aðeins greinst innanlands og hjá einstaka ferðamanni. Afbrigðin þrjú virðast meira smitandi og þá eru spurningar uppi um hvort þau séu ónæmari fyrir bóluefnum en greint var frá því í dag að bóluefni Moderna virðist veita vörn gegn breska afbrigðinu og því suðurafríska. Sóttvarnalæknir hefur verið varkár í svörum inntur eftir mögulegum afléttingum aðgerða en hann segir það meðal annars helgast af þróuninni erlendis. Það þurfi að leggja allt kapp á að koma í veg fyrir að smit berist inn í landið og ekki síður að það dreifi sér í samfélaginu. „Það er líka ástæða til að reyna að fara varlega núna þegar við erum að auka bólusetningar; við viljum ekki missa faraldurinn úr höndunum núna þegar við erum að reyna að bólusetja sem flesta,“ segir Þórólfur. Undir þetta tók Alma D. Möller landlæknir á upplýsingafundi dagsins. „Aðgerðirnar á landamærunum miða vissulega að því að lágmarka áhættu á að smit, til dæmis með þessum afbrigðum, berist hingað til landsins en þær koma ekki algjörlega í veg fyrir það. Og því verðum við að halda vöku okkar á landamærunum og fylgja reglum í hvívetna en líka fylgja reglum vel hér innanlands.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29 Nýleg dæmi um að fólk sé á ferðinni með einkenni Covid-19 Nýleg dæmi eru um að fólk sé á ferðinni í sínum daglegu störfum með einkenni Covid-19. Þess vegna hvetja almannavarnir og sóttvarnayfirvöld almenning áfram til þess að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. 25. janúar 2021 11:28 Einn greindist innanlands Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sá sem greindist var í sóttkví. 25. janúar 2021 10:42 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Ástæðan er ekki síst ný afbrigði kórónuveirunnar, sem hafa náð mikilli útbreiðslu erlendis. Hið svokallaða breska afbrigði hefur nú greinst í yfir sextíu ríkjum og suðurafríska afbrigðið í tuttugu. Brasilíska afbrigðið hefur aðeins greinst innanlands og hjá einstaka ferðamanni. Afbrigðin þrjú virðast meira smitandi og þá eru spurningar uppi um hvort þau séu ónæmari fyrir bóluefnum en greint var frá því í dag að bóluefni Moderna virðist veita vörn gegn breska afbrigðinu og því suðurafríska. Sóttvarnalæknir hefur verið varkár í svörum inntur eftir mögulegum afléttingum aðgerða en hann segir það meðal annars helgast af þróuninni erlendis. Það þurfi að leggja allt kapp á að koma í veg fyrir að smit berist inn í landið og ekki síður að það dreifi sér í samfélaginu. „Það er líka ástæða til að reyna að fara varlega núna þegar við erum að auka bólusetningar; við viljum ekki missa faraldurinn úr höndunum núna þegar við erum að reyna að bólusetja sem flesta,“ segir Þórólfur. Undir þetta tók Alma D. Möller landlæknir á upplýsingafundi dagsins. „Aðgerðirnar á landamærunum miða vissulega að því að lágmarka áhættu á að smit, til dæmis með þessum afbrigðum, berist hingað til landsins en þær koma ekki algjörlega í veg fyrir það. Og því verðum við að halda vöku okkar á landamærunum og fylgja reglum í hvívetna en líka fylgja reglum vel hér innanlands.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29 Nýleg dæmi um að fólk sé á ferðinni með einkenni Covid-19 Nýleg dæmi eru um að fólk sé á ferðinni í sínum daglegu störfum með einkenni Covid-19. Þess vegna hvetja almannavarnir og sóttvarnayfirvöld almenning áfram til þess að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. 25. janúar 2021 11:28 Einn greindist innanlands Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sá sem greindist var í sóttkví. 25. janúar 2021 10:42 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29
Nýleg dæmi um að fólk sé á ferðinni með einkenni Covid-19 Nýleg dæmi eru um að fólk sé á ferðinni í sínum daglegu störfum með einkenni Covid-19. Þess vegna hvetja almannavarnir og sóttvarnayfirvöld almenning áfram til þess að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. 25. janúar 2021 11:28
Einn greindist innanlands Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sá sem greindist var í sóttkví. 25. janúar 2021 10:42