Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Hinrik Wöhler skrifar 10. júlí 2025 22:00 Stjarnan - Valur Besta deild karla Sumar 2025 Valur sigraði Flora Tallinn örugglega, 3-0, í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn fór fram á Hlíðarenda og fara Valsmenn með gott veganesti í seinni leikinn í Eistlandi í næstu viku. Valsmenn fengu draumabyrjun þegar Tómas Bent Magnússon kom þeim yfir á 12. mínútu, eftir hornspyrnu frá Tryggva Hrafni Haraldssyni. Evert Grundvald, markvörður Flora, náði ekki að slá hornspyrnuna frá og boltinn hrökk til Tómasar sem kláraði færið af stuttu færi. Meginþorri fyrri hálfleiks fór fram á vallarhelmingi gestanna þar sem Valsmenn pressuðu. Valur fékk aragrúa af hornspyrnum og héldu boltanum vel á milli sín. Gestirnir voru aftarlega á vellinum, biðu átekta og reyndu að beita skyndisóknum. Framherja Flora, Rauno Sappinen, fékk fínt marktækifæri á 27. mínútu eftir aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Vals. Einbeitingarleysi í vörn Vals um stundarsakir en kom ekki að sök og Frederik Schram varði skotið. Tómas Bent var hvergi nærri hættur og bætti við öðru marki á 40. mínútu. Líkt og í fyrsta markinu var Tryggvi Hrafn arkitektinn, hann tók aukaspyrnu rétt utan við vítateig og skrúfaði boltann beint á kollinn á Tómasi. Hann stangaði boltann í netið af stuttu færi og kom Valsmönnum í 2-0. Tómas Bent Magnússon lagði grunninn að góðum sigri á Hlíðarenda í kvöld.Vísir/Anton Valur bætti við þriðja markinu rétt fyrir hálfleik. Eftir glæsilegt samspil lagði Patrick Pedersen boltann á Jónatan Inga Jónsson rétt utan við vítateig og Jónatan skaut viðstöðulausu skoti í bláhornið. Gestirnir voru eflaust fegnir þegar fyrri hálfleikur var loks búinn en Valsmenn höfðu tögl og hagldir á leiknum og leiddu með þremur mörkum í hálfleik. Seinni hálfleikur var ólíkur þeim fyrri en Flora Tallinn menn fengu byr í seglin og sóttu að marki Valsmanna. Þá var hlutskipti Valsmanna að falla aftur á völlinn og verjast. Tryggvi Hrafn Haraldsson lagði upp tvö mörk, úr hornspyrnu og aukaspyrnu.Vísir/Anton Brink Gestirnir áttu ágæta kafla en vörn Vals stóð þétt og hélt eistneska liðinu í skefjum. Valur átti fá færi í seinni hálfleik og virtust sáttir með fenginn hlut. Þrátt fyrir ágæta pressu náðu gestirnir ekki að koma boltanum í netið eða skapa sér nein dauðafæri. Leikurinn fjaraði út og Valsmenn leiða einvígið 3-0. Atvik leiksins Frábær kafli Valsmanna undir lok fyrri hálfleiks kom þeim í góða stöðu. Jónatan Ingi Jónsson gekk frá leiknum með glæsilegu marki rétt áður en fyrri hálfleikur leið undir lok. Stjörnur og skúrkar Tómas Bent Magnússon naut sín í Valsbúningnum í kvöld en hann var réttur maður á réttum stað eftir föst leikatriði og skoraði fyrstu tvö mörkin. Það er ekki á hverjum degi sem Tómas Bent er á skotskónum en hann var í miklu stuði í fyrri hálfleik. Jónatan Ingi Jónsson var líflegur á hægri vængnum og skoraði laglegt mark undir lok fyrri hálfleiks. Það væri hægt að telja upp flesta leikmenn Vals, en í seinni hálfleik dró talsvert af liðinu og þeir náðu ekki að fylgja eftir frábærum fyrri hálfleik Dómarar Norski dómarinn, Marius Hansen Grøtta, dæmdi leikinn í kvöld og gerði það listavel. Það voru ekki mörg vafaatriði og fékk leikurinn að fljóta. Valsmenn voru þó ósáttir með þann norska þegar miðvörður Flora, Mihhail Kolobov, stjakaði við Tryggva Hrafni á 72. mínútu þegar hann var við að komast í gegn. Dómarinn dæmdi ekkert, en spurningarmerki má þó setja við þetta atvik. Stemning og umgjörð Það var Evrópustemning á Hlíðarenda. Valsmenn opnuðu húsið tveimur tímum fyrir leik og leikmenn liðsins sáu til þess að stuðningsmenn fengju sýningu í fyrri hálfleik. Tæplega 1.000 manns mættu á leikinn og eins og við var að búast voru langflestir á bandi Valsmanna, þó mátti sjá nokkra stuðningsmenn Flora í stúkunni. Viðtöl Valur Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn
Valur sigraði Flora Tallinn örugglega, 3-0, í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn fór fram á Hlíðarenda og fara Valsmenn með gott veganesti í seinni leikinn í Eistlandi í næstu viku. Valsmenn fengu draumabyrjun þegar Tómas Bent Magnússon kom þeim yfir á 12. mínútu, eftir hornspyrnu frá Tryggva Hrafni Haraldssyni. Evert Grundvald, markvörður Flora, náði ekki að slá hornspyrnuna frá og boltinn hrökk til Tómasar sem kláraði færið af stuttu færi. Meginþorri fyrri hálfleiks fór fram á vallarhelmingi gestanna þar sem Valsmenn pressuðu. Valur fékk aragrúa af hornspyrnum og héldu boltanum vel á milli sín. Gestirnir voru aftarlega á vellinum, biðu átekta og reyndu að beita skyndisóknum. Framherja Flora, Rauno Sappinen, fékk fínt marktækifæri á 27. mínútu eftir aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Vals. Einbeitingarleysi í vörn Vals um stundarsakir en kom ekki að sök og Frederik Schram varði skotið. Tómas Bent var hvergi nærri hættur og bætti við öðru marki á 40. mínútu. Líkt og í fyrsta markinu var Tryggvi Hrafn arkitektinn, hann tók aukaspyrnu rétt utan við vítateig og skrúfaði boltann beint á kollinn á Tómasi. Hann stangaði boltann í netið af stuttu færi og kom Valsmönnum í 2-0. Tómas Bent Magnússon lagði grunninn að góðum sigri á Hlíðarenda í kvöld.Vísir/Anton Valur bætti við þriðja markinu rétt fyrir hálfleik. Eftir glæsilegt samspil lagði Patrick Pedersen boltann á Jónatan Inga Jónsson rétt utan við vítateig og Jónatan skaut viðstöðulausu skoti í bláhornið. Gestirnir voru eflaust fegnir þegar fyrri hálfleikur var loks búinn en Valsmenn höfðu tögl og hagldir á leiknum og leiddu með þremur mörkum í hálfleik. Seinni hálfleikur var ólíkur þeim fyrri en Flora Tallinn menn fengu byr í seglin og sóttu að marki Valsmanna. Þá var hlutskipti Valsmanna að falla aftur á völlinn og verjast. Tryggvi Hrafn Haraldsson lagði upp tvö mörk, úr hornspyrnu og aukaspyrnu.Vísir/Anton Brink Gestirnir áttu ágæta kafla en vörn Vals stóð þétt og hélt eistneska liðinu í skefjum. Valur átti fá færi í seinni hálfleik og virtust sáttir með fenginn hlut. Þrátt fyrir ágæta pressu náðu gestirnir ekki að koma boltanum í netið eða skapa sér nein dauðafæri. Leikurinn fjaraði út og Valsmenn leiða einvígið 3-0. Atvik leiksins Frábær kafli Valsmanna undir lok fyrri hálfleiks kom þeim í góða stöðu. Jónatan Ingi Jónsson gekk frá leiknum með glæsilegu marki rétt áður en fyrri hálfleikur leið undir lok. Stjörnur og skúrkar Tómas Bent Magnússon naut sín í Valsbúningnum í kvöld en hann var réttur maður á réttum stað eftir föst leikatriði og skoraði fyrstu tvö mörkin. Það er ekki á hverjum degi sem Tómas Bent er á skotskónum en hann var í miklu stuði í fyrri hálfleik. Jónatan Ingi Jónsson var líflegur á hægri vængnum og skoraði laglegt mark undir lok fyrri hálfleiks. Það væri hægt að telja upp flesta leikmenn Vals, en í seinni hálfleik dró talsvert af liðinu og þeir náðu ekki að fylgja eftir frábærum fyrri hálfleik Dómarar Norski dómarinn, Marius Hansen Grøtta, dæmdi leikinn í kvöld og gerði það listavel. Það voru ekki mörg vafaatriði og fékk leikurinn að fljóta. Valsmenn voru þó ósáttir með þann norska þegar miðvörður Flora, Mihhail Kolobov, stjakaði við Tryggva Hrafni á 72. mínútu þegar hann var við að komast í gegn. Dómarinn dæmdi ekkert, en spurningarmerki má þó setja við þetta atvik. Stemning og umgjörð Það var Evrópustemning á Hlíðarenda. Valsmenn opnuðu húsið tveimur tímum fyrir leik og leikmenn liðsins sáu til þess að stuðningsmenn fengju sýningu í fyrri hálfleik. Tæplega 1.000 manns mættu á leikinn og eins og við var að búast voru langflestir á bandi Valsmanna, þó mátti sjá nokkra stuðningsmenn Flora í stúkunni. Viðtöl