Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Aron Guðmundsson skrifar 10. júlí 2025 21:50 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins á blaðamannafundi eftir leik rétt áðan. Vísir/Getty Þorsteinn Halldórsson hefur löngunina og telur sig hafa getuna í að starfa áfram sem landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins en gerir sér grein fyrir því að ákvörðunin er ekki bara hans að taka. Ísland lauk leik á EM í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi í lokaumferð A-riðils. Ísland var langt frá því að ná markmiði sínu á mótinu, sem var að komast í átta liða úrslit, og lýkur leik á botni síns riðils án stiga og tap í öllum þremur leikjum sínum á bakinu. Mikil umræða hefur skapast um framtíð landsliðsþjálfarans sem var inntur svara við því á blaðamannafundi hvort honum langaði að halda áfram sem landsliðsþjálfari. „Mig langar að halda áfram,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leik. „Það er ekkert launungarmál. Ég elska þetta starf, elska að vera í þessu krefjandi starfi. Auðvitað er ég ekkert sáttur með árangurinn undanfarin, langt því frá en samt hef ég löngun til að halda áfram. Ég tel mig hafa getuna í það.“ Hann veit það þó vel að ákvörðunin er ekki bara hans að taka og að löngunin ein og sér nægi ekki. „Það er náttúrulega eitthvað sem verður tekið fyrir og farið yfir þegar að við komum heim. Auðvitað geri ég mér líka grein fyrir því að ég þarf líka að fara yfir mína vinnu, minn undirbúning, hvernig ég nálgast liðið, hvernig ég vel það og allan þennan pakka. Auðvitað þarf ég að greina það allt líka sjálfur, fara yfir mótið og allt það. Það er erfitt fyrir mig að svara öllu nákvæmlega í kringum þetta en þetta er bara framtíðarmál. Ég ræð þessu ekki sjálfur. Ég sest bara niður með mínum yfirmönnum og við förum yfir þetta og svo verður einhver ákvörðun tekin byggt á einhverjum grunni sem menn telja að sé rétt að gera. Hvort menn telji að ég eigi að hætta eða ekki er eitthvað sem verður tekið til skoðunar þegar að fram líða stundir.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks. 10. júlí 2025 17:04 Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. 10. júlí 2025 21:31 Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Ísland tapaði 4-3 fyrir Noregi í kvöld í lokaleik liðsins á EM. Ísland endar því með 0 stig í riðlinum en það var staðfest fyrir leik að við kæmumst ekki upp úr riðlinum. 10. júlí 2025 21:19 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Ísland lauk leik á EM í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi í lokaumferð A-riðils. Ísland var langt frá því að ná markmiði sínu á mótinu, sem var að komast í átta liða úrslit, og lýkur leik á botni síns riðils án stiga og tap í öllum þremur leikjum sínum á bakinu. Mikil umræða hefur skapast um framtíð landsliðsþjálfarans sem var inntur svara við því á blaðamannafundi hvort honum langaði að halda áfram sem landsliðsþjálfari. „Mig langar að halda áfram,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leik. „Það er ekkert launungarmál. Ég elska þetta starf, elska að vera í þessu krefjandi starfi. Auðvitað er ég ekkert sáttur með árangurinn undanfarin, langt því frá en samt hef ég löngun til að halda áfram. Ég tel mig hafa getuna í það.“ Hann veit það þó vel að ákvörðunin er ekki bara hans að taka og að löngunin ein og sér nægi ekki. „Það er náttúrulega eitthvað sem verður tekið fyrir og farið yfir þegar að við komum heim. Auðvitað geri ég mér líka grein fyrir því að ég þarf líka að fara yfir mína vinnu, minn undirbúning, hvernig ég nálgast liðið, hvernig ég vel það og allan þennan pakka. Auðvitað þarf ég að greina það allt líka sjálfur, fara yfir mótið og allt það. Það er erfitt fyrir mig að svara öllu nákvæmlega í kringum þetta en þetta er bara framtíðarmál. Ég ræð þessu ekki sjálfur. Ég sest bara niður með mínum yfirmönnum og við förum yfir þetta og svo verður einhver ákvörðun tekin byggt á einhverjum grunni sem menn telja að sé rétt að gera. Hvort menn telji að ég eigi að hætta eða ekki er eitthvað sem verður tekið til skoðunar þegar að fram líða stundir.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks. 10. júlí 2025 17:04 Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. 10. júlí 2025 21:31 Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Ísland tapaði 4-3 fyrir Noregi í kvöld í lokaleik liðsins á EM. Ísland endar því með 0 stig í riðlinum en það var staðfest fyrir leik að við kæmumst ekki upp úr riðlinum. 10. júlí 2025 21:19 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks. 10. júlí 2025 17:04
Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. 10. júlí 2025 21:31
Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Ísland tapaði 4-3 fyrir Noregi í kvöld í lokaleik liðsins á EM. Ísland endar því með 0 stig í riðlinum en það var staðfest fyrir leik að við kæmumst ekki upp úr riðlinum. 10. júlí 2025 21:19