Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Aron Guðmundsson skrifar 10. júlí 2025 21:50 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins á blaðamannafundi eftir leik rétt áðan. Vísir/Getty Þorsteinn Halldórsson hefur löngunina og telur sig hafa getuna í að starfa áfram sem landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins en gerir sér grein fyrir því að ákvörðunin er ekki bara hans að taka. Ísland lauk leik á EM í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi í lokaumferð A-riðils. Ísland var langt frá því að ná markmiði sínu á mótinu, sem var að komast í átta liða úrslit, og lýkur leik á botni síns riðils án stiga og tap í öllum þremur leikjum sínum á bakinu. Mikil umræða hefur skapast um framtíð landsliðsþjálfarans sem var inntur svara við því á blaðamannafundi hvort honum langaði að halda áfram sem landsliðsþjálfari. „Mig langar að halda áfram,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leik. „Það er ekkert launungarmál. Ég elska þetta starf, elska að vera í þessu krefjandi starfi. Auðvitað er ég ekkert sáttur með árangurinn undanfarin, langt því frá en samt hef ég löngun til að halda áfram. Ég tel mig hafa getuna í það.“ Hann veit það þó vel að ákvörðunin er ekki bara hans að taka og að löngunin ein og sér nægi ekki. „Það er náttúrulega eitthvað sem verður tekið fyrir og farið yfir þegar að við komum heim. Auðvitað geri ég mér líka grein fyrir því að ég þarf líka að fara yfir mína vinnu, minn undirbúning, hvernig ég nálgast liðið, hvernig ég vel það og allan þennan pakka. Auðvitað þarf ég að greina það allt líka sjálfur, fara yfir mótið og allt það. Það er erfitt fyrir mig að svara öllu nákvæmlega í kringum þetta en þetta er bara framtíðarmál. Ég ræð þessu ekki sjálfur. Ég sest bara niður með mínum yfirmönnum og við förum yfir þetta og svo verður einhver ákvörðun tekin byggt á einhverjum grunni sem menn telja að sé rétt að gera. Hvort menn telji að ég eigi að hætta eða ekki er eitthvað sem verður tekið til skoðunar þegar að fram líða stundir.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks. 10. júlí 2025 17:04 Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. 10. júlí 2025 21:31 Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Ísland tapaði 4-3 fyrir Noregi í kvöld í lokaleik liðsins á EM. Ísland endar því með 0 stig í riðlinum en það var staðfest fyrir leik að við kæmumst ekki upp úr riðlinum. 10. júlí 2025 21:19 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira
Ísland lauk leik á EM í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi í lokaumferð A-riðils. Ísland var langt frá því að ná markmiði sínu á mótinu, sem var að komast í átta liða úrslit, og lýkur leik á botni síns riðils án stiga og tap í öllum þremur leikjum sínum á bakinu. Mikil umræða hefur skapast um framtíð landsliðsþjálfarans sem var inntur svara við því á blaðamannafundi hvort honum langaði að halda áfram sem landsliðsþjálfari. „Mig langar að halda áfram,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leik. „Það er ekkert launungarmál. Ég elska þetta starf, elska að vera í þessu krefjandi starfi. Auðvitað er ég ekkert sáttur með árangurinn undanfarin, langt því frá en samt hef ég löngun til að halda áfram. Ég tel mig hafa getuna í það.“ Hann veit það þó vel að ákvörðunin er ekki bara hans að taka og að löngunin ein og sér nægi ekki. „Það er náttúrulega eitthvað sem verður tekið fyrir og farið yfir þegar að við komum heim. Auðvitað geri ég mér líka grein fyrir því að ég þarf líka að fara yfir mína vinnu, minn undirbúning, hvernig ég nálgast liðið, hvernig ég vel það og allan þennan pakka. Auðvitað þarf ég að greina það allt líka sjálfur, fara yfir mótið og allt það. Það er erfitt fyrir mig að svara öllu nákvæmlega í kringum þetta en þetta er bara framtíðarmál. Ég ræð þessu ekki sjálfur. Ég sest bara niður með mínum yfirmönnum og við förum yfir þetta og svo verður einhver ákvörðun tekin byggt á einhverjum grunni sem menn telja að sé rétt að gera. Hvort menn telji að ég eigi að hætta eða ekki er eitthvað sem verður tekið til skoðunar þegar að fram líða stundir.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks. 10. júlí 2025 17:04 Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. 10. júlí 2025 21:31 Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Ísland tapaði 4-3 fyrir Noregi í kvöld í lokaleik liðsins á EM. Ísland endar því með 0 stig í riðlinum en það var staðfest fyrir leik að við kæmumst ekki upp úr riðlinum. 10. júlí 2025 21:19 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira
Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks. 10. júlí 2025 17:04
Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. 10. júlí 2025 21:31
Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Ísland tapaði 4-3 fyrir Noregi í kvöld í lokaleik liðsins á EM. Ísland endar því með 0 stig í riðlinum en það var staðfest fyrir leik að við kæmumst ekki upp úr riðlinum. 10. júlí 2025 21:19