„Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Hinrik Wöhler skrifar 10. júlí 2025 22:49 Besti fyrri hálfleikur Vals í sumar að mati þjálfara liðsins, Srdjan Tufegdzic. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, fagnaði 3-0 sigri á Hlíðarenda í kvöld en Valur lagði eistneska liðið Flora Tallinn í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Hann var einkar ánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik. „Mér finnst fyrri hálfleikur hjá okkur sá besti í sumar og þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt. Mjög sanngjarnt, yfir með þremur mörkum og gátum alveg bætt við fleirum í fyrri hálfleik,“ sagði Tufegdzic skömmu eftir leik. Leikmenn Vals féllu aftar á völlinn í seinni hálfleik og pressuðu gestirnir frá Eistlandi mun meira en þeir gerðu í fyrri hálfleik. Tufegdzic segir að leikplanið hafi breyst í seinni hálfleik. „Seinni hálfleikur, þá breyttu þeir og komu hærra á okkur. Við hættum aðeins að gera þetta sem við gerðum í fyrri hálfleik og hvernig við vorum að leggja leikinn upp. Við misstum aðeins stjórnina á þá en án þess að þeir voru að skapa færi, sem er líka styrkleiki. Við höldum áfram með varnarleikinn þó þeir séu að skapa. Heilt yfir er ég ánægður með sigurinn en í rauninni er bara 45 mínútur búnar.“ Hann segir að það voru ákveðin atriði sem klikkuðu í seinni hálfleik og þjálfarateymi Vals mun fara yfir málin á næstu dögum. „Pressan þeirra var þannig að við náðum ekki lesa í og hættum að gera það sem við gerðum vel í fyrri hálfleik. Hreyfing án bolta, hlaup í ákveðin svæði og allt það. Nú fáum við heila viku og við förum vel yfir þetta.“ Föst leikatriði skiluðu tveimur mörkum Tómas Bent Magnússon skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik. Hið fyrra kom úr hornspyrna en hið seinna úr aukaspyrnu. Tufegdzic þakkar Hauki Páli Sigurðssyni fyrir vinnuna kringum föstu leikatriðin og það skilaði tveimur mörkum. „Við erum að æfa þetta mikið. Haukur Páll sér um föstu leikatriðin og við erum að legga mikla áherslu á það. Alltaf ánægjulegt að skora fyrsta markið svona og opna leikinn, það hjálpar með spilamennskuna,“ sagði Tufegdzic Jónatan Ingi Jónsson var á skotskónum í kvöld.Vísir/Anton Þriðja mark Valsmanna var einkar glæsilegt, eftir flott samspil rak Jónatan Ingi Jónsson smiðshöggið á laglega sókn. „Jónatan á þetta mark skilið. Upp á síðkastið hefur hann kannski ekki skorað eins mikið og hann gerði í upphafi tímabils. Varnarleikur, ákefð og vinnusemi sem hann er búinn að sýna. Ég sagði við hann fyrir nokkrum vikum að hann myndi fá þetta til baka og nú er hann að uppskera,“ sagði Tufegdzic um þriðja markið. Gott veganesti inn í seinni leikinn Valsarar mæta fullir sjálfstrausts til Eistlands eftir viku og með þriggja marka forskot sem veganesti. „Bara eins og við mættum í dag. Það breytist ekkert, góður fyrri hálfleikur en seinni hálfleikurinn þurfum að skoða vel. Höfum heila viku til að fara yfir þessa hluti og vera klárir í 90 mínútur í Eistlandi,“ sagði Tufegdzic að lokum. Valur Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
„Mér finnst fyrri hálfleikur hjá okkur sá besti í sumar og þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt. Mjög sanngjarnt, yfir með þremur mörkum og gátum alveg bætt við fleirum í fyrri hálfleik,“ sagði Tufegdzic skömmu eftir leik. Leikmenn Vals féllu aftar á völlinn í seinni hálfleik og pressuðu gestirnir frá Eistlandi mun meira en þeir gerðu í fyrri hálfleik. Tufegdzic segir að leikplanið hafi breyst í seinni hálfleik. „Seinni hálfleikur, þá breyttu þeir og komu hærra á okkur. Við hættum aðeins að gera þetta sem við gerðum í fyrri hálfleik og hvernig við vorum að leggja leikinn upp. Við misstum aðeins stjórnina á þá en án þess að þeir voru að skapa færi, sem er líka styrkleiki. Við höldum áfram með varnarleikinn þó þeir séu að skapa. Heilt yfir er ég ánægður með sigurinn en í rauninni er bara 45 mínútur búnar.“ Hann segir að það voru ákveðin atriði sem klikkuðu í seinni hálfleik og þjálfarateymi Vals mun fara yfir málin á næstu dögum. „Pressan þeirra var þannig að við náðum ekki lesa í og hættum að gera það sem við gerðum vel í fyrri hálfleik. Hreyfing án bolta, hlaup í ákveðin svæði og allt það. Nú fáum við heila viku og við förum vel yfir þetta.“ Föst leikatriði skiluðu tveimur mörkum Tómas Bent Magnússon skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik. Hið fyrra kom úr hornspyrna en hið seinna úr aukaspyrnu. Tufegdzic þakkar Hauki Páli Sigurðssyni fyrir vinnuna kringum föstu leikatriðin og það skilaði tveimur mörkum. „Við erum að æfa þetta mikið. Haukur Páll sér um föstu leikatriðin og við erum að legga mikla áherslu á það. Alltaf ánægjulegt að skora fyrsta markið svona og opna leikinn, það hjálpar með spilamennskuna,“ sagði Tufegdzic Jónatan Ingi Jónsson var á skotskónum í kvöld.Vísir/Anton Þriðja mark Valsmanna var einkar glæsilegt, eftir flott samspil rak Jónatan Ingi Jónsson smiðshöggið á laglega sókn. „Jónatan á þetta mark skilið. Upp á síðkastið hefur hann kannski ekki skorað eins mikið og hann gerði í upphafi tímabils. Varnarleikur, ákefð og vinnusemi sem hann er búinn að sýna. Ég sagði við hann fyrir nokkrum vikum að hann myndi fá þetta til baka og nú er hann að uppskera,“ sagði Tufegdzic um þriðja markið. Gott veganesti inn í seinni leikinn Valsarar mæta fullir sjálfstrausts til Eistlands eftir viku og með þriggja marka forskot sem veganesti. „Bara eins og við mættum í dag. Það breytist ekkert, góður fyrri hálfleikur en seinni hálfleikurinn þurfum að skoða vel. Höfum heila viku til að fara yfir þessa hluti og vera klárir í 90 mínútur í Eistlandi,“ sagði Tufegdzic að lokum.
Valur Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira