
Sambandsdeild Evrópu

Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings
Nú er orðið ljóst að næstu bikarmeistarar Íslands í fótbolta karla fara í undankeppni Evrópudeildarinnar, næstbestu Evrópukeppninnar, í stað Sambandsdeildar Evrópu. Liðið sem endar í 2. sæti Bestu deildarinnar í ár sleppur auk þess við fyrsta stig undankeppni Sambandsdeildarinnar.

Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út
Í gærkvöld kláruðust 16-liða úrslit í Evrópudeild og Sambandsdeild karla í fótbolta og ljóst hvernig átta liða úrslitin líta út í öllum þremur Evrópukeppnum UEFA.

Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum
Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina eru komnir áfram í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar eftir 3-1 sigur í seinni leiknum á móti Panathinaikos.

Chelsea vann en Tottenham tapaði
Lundúnaliðin Chelsea og Tottenham voru bæði í eldlínunni í Evrópukeppnunum í kvöld en niðurstaðan var ólík.

Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni
Víkingsbanarnir í Panathinaikos fögnuðu í kvöld naumum 3-2 sigri á móti Fiorentina í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í fótbolta.

Víkingar skipta um gír
Sölvi Geir Ottesen gengur stoltur frá fyrsta verkefni sínu sem þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta. Evrópudraumurinn er nú úti og leikmenn liðsins skipta um gír. Þeir snúa sér að undirbúningi fyrir komandi Íslandsmót.

Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed
Knattspyrnumaðurinn Pablo Punyed sýndi lygileg tilþrif á æfingu Víkings í Aþenu fyrir seinni leikinn gegn Panathinaikos í síðustu viku.

Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna
Írinn Michael Noonan varð á dögunum næstyngsti leikmaðurinn til að skora í Evrópukeppnum karla. Þetta mark stráksins fékk menn til að fletta upp í sögubókunum og setja saman lista yfir þá allra yngstu.

Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti
Líkt og hjá Meistaradeildinni og Evrópudeildinni þá var einnig dregið í sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í dag.

Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga
Víkingar eru úr leik í Sambandsdeild Evrópu eftir 2-0 tap í seinni leiknum á móti gríska liðinu Panathinaikos í Aþenu í gær.

„Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“
„Þetta var gríðarlega svekkjandi tap og okkur líður ekki vel með þetta. Okkur fannst við hafa spilað frábæran leik,“ sagði Sölvi Geir Ottesen eftir tap í einvígi Víkings gegn Panathinaikos. Hann var gríðarlega stoltur af frammistöðu sinna manna en svekktur með ákvarðanir dómara í einvíginu.

Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi
Víkingur er úr leik í Sambandsdeildinni eftir 2-0 tap í seinni leiknum gegn Panathinaikos. Víkingur var með 2-1 forystu eftir fyrri leikinn og hélt þeirri stöðu út fyrri hálfleikinn í kvöld, en gríska liðið setti tvö mörk í seinni hálfleik og tryggði sig áfram í sextán liða úrslit með 3-2 sigri í einvíginu. Tímabili Víkinga er lokið, en nýtt tímabil hefst í næstu viku.

Rómverjar og FCK sneru við dæminu
Nú er ljóst hvaða lið eru komin í 16-liða úrslit Evrópu- og Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu.

Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, treystir sömu ellefu og byrjuðu fyrri leik Víkinga við gríska stórliðið Panathinaikos. Víkingar leiða með einu þegar liðin mætast í Aþenu en sigurvegari einvígisins fer í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu.

Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins
Víkingur mætir Panathinaikos ytra í síðari leik liðanna í umpili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Til að koma leikmönnum liðsins í gírinn fengu þeir fallegar kveðjur að heiman.

Býst við Grikkjunum betri í kvöld
Víkingar geta skrifað sögu íslenskra liða í Evrópukeppni enn frekar í kvöld þegar síðari umspilsleikur liðsins við Panathinaikos fer fram í Aþenu. Víkingur leiðir einvígið 2-1 eftir frækinn sigur í Helsinki fyrir viku síðan. Þjálfari liðsins er spenntur fyrir kvöldinu.

Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna
Panathinaikos verður án sterkra leikmanna þegar liðið mætir Víkingi í Aþenu í síðari umspilsleik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Stjarna liðsins mætir hins vegar fersk til leiks.

Víkingar kæmust í 960 milljónir
Ef Víkingum tekst að skrá enn einn nýja kaflann í fótboltasögu Íslands í kvöld, með því að slá út gríska stórveldið Panathinaikos, verður félagið búið að tryggja sér hátt í 960 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA.

„Þetta er einstakur strákur“
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, segir sjónarsvipti vera af Danijeli Djuric sem yfirgaf félagið í vikunni. Þar með fækkar um einn í leikmannahópi Víkinga fyrir stórleik kvöldsins við Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Sölvi endurheimtir hins vegar tvo aðra.

Barðist við tárin þegar hann kvaddi
Danijel Djuric var með leikmannahópi Víkings í Aþenu í vikunni þegar hann þurfti skyndilega að hverfa frá. Hann samdi við lið Istra í Króatíu og við tóku viðburðarríkir tveir sólarhringar.

„Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, er ánægður með nýjustu kaup Víkinga. Gylfi Þór Sigurðsson varð leikmaður liðsins í gær. Hann er þó með fullan hug við stórleik morgundagsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildar Evrópu.

Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni
Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki geta spilað með Víkingi í Sambandsdeild Evrópu á yfirstandandi leiktíð. Víkingur mætir Panathinaikos í síðari umspilsleik liðanna á fimmtudag.

„Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“
Danijel Dejan Djuric var staddur út í Grikklandi með Víkingsliðinu þegar það var staðfest að félagið hafði selt hann til króatíska félagsins NK Istra.

Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum
Eigandi Panathinaikos er allt annað en sáttur eftir tap þessa gríska stórveldis gegn Víkingi, í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í Helsinki á fimmtudaginn. Nú hefur hann sektað eigin leikmenn.

Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari og fyrrverandi þjálfari Víkings Reykjavíkur fylgdist stoltur með liðinu ná í einn af stærstu sigrum íslensks félagsliðs í Evrópu í er liðið lagði Panathinaikos af velli, 2-1 í Sambandsdeildinni. Arnar segir arftaka sinn hafa gert liðið að sínu strax í fyrsta leik.

Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni
Táningurinn Michael Noonan var hetja írska liðsins Shamrock Rovers í Sambandsdeildinni í gærkvöldi en hann skoraði þá sigurmark liðsins í fyrri leiknum á móti Molde í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar.

Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti
Víkingar unnu frækinn 2-1 sigur gegn gríska stórveldinu Panathinaikos í gærkvöld en samt voru margir svekktir eftir leik því mark Panathinaikos kom eftir ansi vafasaman vítaspyrnudóm undir lokin. Dóminn og vítið má nú sjá á Vísi.

Fá að heyra það eftir tap gegn Víkingum: „Óásættanlegt og óafsakanlegt“
Víkingur Reykjavík vann sögulegan 2-1 sigur á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspilum um laust sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í Helsinki í gær. Sögulegur sigur Víkinga sem fer ekki vel í Grikkina, leikmenn Panathinaikos fá að heyra það heima fyrir.

Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá
Víkingar fengu á sig umdeilt víti í kvöld í 2-1 sigri á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar.

Antony skoraði þegar lið Andra Lucasar tapaði stórt á heimavelli
Lánsmaður frá Manchester United skoraði mikilvægt mark fyrir spænska liðið Real Betis í stórsigri á Íslendingaliði í fyrri leik í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar.