Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Valur Páll Eiríksson skrifar 18. desember 2025 22:19 Stuðningsmenn finnska liðsins KuPS höfðu sannarlega ástæðu til að fagna eftir hetjulegt jafntefli við Crystal Palace í Lundúnum sem skaut þeim finnsku áfram í umspil. Mike Hewitt/Getty Images Deildarkeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta lauk í kvöld með fjölda leikja. Íslendingaliðin riðu ekki feitum hesti en komust mörg hver í umspil. Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í kvöld, að leikmönnum Breiðabliks undantöldum. Blikar töpuðu 3-1 fyrir Strasbourg í Frakklandi eftir hetjulega baráttu en sá sigur tryggði þeim frönsku toppsæti deildarinnar og sæti í 16-liða úrslitum. Rakow Czestochowa frá Póllandi hafnar í öðru sæti eftir sigur í kvöld en Sparta Prag frá Tékklandi, Rayo Vallecano frá Spáni, Shakhtar Donetsk frá Úkraínu, Mainz frá Þýskalandi, AEK Larnaca frá Kýpur og AEK Aþena frá Grikklandi eru einnig á meðal átta efstu liðanna sem fara beint í 16-liða úrslitin. Aþenulið AEK fer beint áfram eftir jöfnunarmark á 98. mínútu og sigur mark á fimmtándu mínútu uppbótartíma gegn Craiova frá Rúmeníu í kvöld. Með þeim sigri fer AEK upp fyrir Lausanne frá Sviss sem fer á móti í umspilið, þrátt fyrir 1-0 sigur á Fiorentina frá Ítalíu. Albert Guðmundsson spilaði síðustu tuttugu mínúturnar fyrir heillum horfið lið Fiorentina sem fer ásamt Lausanne í umspilið. Alls eru það 16 lið á eftir þeim átta efstu, í 9.-24. sæti, sem fara áfram í umspil þar sem keppt er um að mæta áðurnefndum liðum í 16-liða úrslitum keppninnar. Þar á meðal er Samsunspor en Logi Tómasson spilaði allan leikinn í 2-0 tapi fyrir Mainz frá Þýskalandi í kvöld. Guðmundur Þórarinsson var þá í liði Noah frá Armeníu sem tapaði 2-0 fyrir Dýnamó Kíev en Noah fer í umspil, annað en úkraínska liðið. Finnska liðið KuPS, sem gerði markalaust jafntefli við Breiðablik fyrr í haust, gerði sér lítið fyrir og náði í 2-2 jafntefli við Crystal Palace. Þau úrslit gera að verkum að KuPS fer í umspilið og einnig Crystal Palace. KuPS væri úr leik með tapi þar og Palace hefði farið beint í 16-liða úrslit með sigri. Kjartan Már Kjartansson spilaði ekki fyrir Aberdeen í 3-0 tapi fyrir Sparta Prag og Gísli Gottskálk Þórðarson er meiddur og missti af 2-1 sigri Lech Poznan gegn Sigma Olomouc. Liðin sem fara í 16-liða úrslit: Strasbourg Rakow Czestochowa AEK Aþena Sparta Prag Rayo Vallecano Shakhtar Donetsk Mainz frá Þýskalandi AEK Larnaca Liðin sem fara í umspil: Lausanne Crystal Palace Lech Poznan Samsunspor Celje AZ Alkmaar Fiorentina Rijeka Jagiellonia Bialystok Omonia Nicosia Noah Drita KuPS Shkendija Zrinjski Mostar Sigma Olomouc Úrslit kvöldsins AEK Aþena 3-2 Craiova AEK Larnaca 1-0 Shkendija AZ Alkmaar 0-0 Jagiellonia Crystal Palace 2-2 KuPS Dynamo Kíev 2-0 Noah Lausanne 1-0 Fiorentina Legia Varsjá 4-1 Lincoln Red Imps Mainz 2-0 Samsunspor Celje 0-0 Shelbourne Omonia Nicosia 0-1 Rakow Rayo Vallecano 3-0 Drita Sigma Olomouc 1-2 Lech Poznan Shakhtar Donetsk 0-0 Rijeka Shamrock Rovers 2-1 Hamrun Spartans Slovan Bratislava 1-0 Hacken Sparta Prag 3-0 Aberdeen Strasbourg 3-1 Breiðablik Zrinjski Mostar 1-1 Rapid Vín Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í kvöld, að leikmönnum Breiðabliks undantöldum. Blikar töpuðu 3-1 fyrir Strasbourg í Frakklandi eftir hetjulega baráttu en sá sigur tryggði þeim frönsku toppsæti deildarinnar og sæti í 16-liða úrslitum. Rakow Czestochowa frá Póllandi hafnar í öðru sæti eftir sigur í kvöld en Sparta Prag frá Tékklandi, Rayo Vallecano frá Spáni, Shakhtar Donetsk frá Úkraínu, Mainz frá Þýskalandi, AEK Larnaca frá Kýpur og AEK Aþena frá Grikklandi eru einnig á meðal átta efstu liðanna sem fara beint í 16-liða úrslitin. Aþenulið AEK fer beint áfram eftir jöfnunarmark á 98. mínútu og sigur mark á fimmtándu mínútu uppbótartíma gegn Craiova frá Rúmeníu í kvöld. Með þeim sigri fer AEK upp fyrir Lausanne frá Sviss sem fer á móti í umspilið, þrátt fyrir 1-0 sigur á Fiorentina frá Ítalíu. Albert Guðmundsson spilaði síðustu tuttugu mínúturnar fyrir heillum horfið lið Fiorentina sem fer ásamt Lausanne í umspilið. Alls eru það 16 lið á eftir þeim átta efstu, í 9.-24. sæti, sem fara áfram í umspil þar sem keppt er um að mæta áðurnefndum liðum í 16-liða úrslitum keppninnar. Þar á meðal er Samsunspor en Logi Tómasson spilaði allan leikinn í 2-0 tapi fyrir Mainz frá Þýskalandi í kvöld. Guðmundur Þórarinsson var þá í liði Noah frá Armeníu sem tapaði 2-0 fyrir Dýnamó Kíev en Noah fer í umspil, annað en úkraínska liðið. Finnska liðið KuPS, sem gerði markalaust jafntefli við Breiðablik fyrr í haust, gerði sér lítið fyrir og náði í 2-2 jafntefli við Crystal Palace. Þau úrslit gera að verkum að KuPS fer í umspilið og einnig Crystal Palace. KuPS væri úr leik með tapi þar og Palace hefði farið beint í 16-liða úrslit með sigri. Kjartan Már Kjartansson spilaði ekki fyrir Aberdeen í 3-0 tapi fyrir Sparta Prag og Gísli Gottskálk Þórðarson er meiddur og missti af 2-1 sigri Lech Poznan gegn Sigma Olomouc. Liðin sem fara í 16-liða úrslit: Strasbourg Rakow Czestochowa AEK Aþena Sparta Prag Rayo Vallecano Shakhtar Donetsk Mainz frá Þýskalandi AEK Larnaca Liðin sem fara í umspil: Lausanne Crystal Palace Lech Poznan Samsunspor Celje AZ Alkmaar Fiorentina Rijeka Jagiellonia Bialystok Omonia Nicosia Noah Drita KuPS Shkendija Zrinjski Mostar Sigma Olomouc Úrslit kvöldsins AEK Aþena 3-2 Craiova AEK Larnaca 1-0 Shkendija AZ Alkmaar 0-0 Jagiellonia Crystal Palace 2-2 KuPS Dynamo Kíev 2-0 Noah Lausanne 1-0 Fiorentina Legia Varsjá 4-1 Lincoln Red Imps Mainz 2-0 Samsunspor Celje 0-0 Shelbourne Omonia Nicosia 0-1 Rakow Rayo Vallecano 3-0 Drita Sigma Olomouc 1-2 Lech Poznan Shakhtar Donetsk 0-0 Rijeka Shamrock Rovers 2-1 Hamrun Spartans Slovan Bratislava 1-0 Hacken Sparta Prag 3-0 Aberdeen Strasbourg 3-1 Breiðablik Zrinjski Mostar 1-1 Rapid Vín
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira