Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Valur Páll Eiríksson skrifar 18. desember 2025 22:19 Stuðningsmenn finnska liðsins KuPS höfðu sannarlega ástæðu til að fagna eftir hetjulegt jafntefli við Crystal Palace í Lundúnum sem skaut þeim finnsku áfram í umspil. Mike Hewitt/Getty Images Deildarkeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta lauk í kvöld með fjölda leikja. Íslendingaliðin riðu ekki feitum hesti en komust mörg hver í umspil. Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í kvöld, að leikmönnum Breiðabliks undantöldum. Blikar töpuðu 3-1 fyrir Strasbourg í Frakklandi eftir hetjulega baráttu en sá sigur tryggði þeim frönsku toppsæti deildarinnar og sæti í 16-liða úrslitum. Rakow Czestochowa frá Póllandi hafnar í öðru sæti eftir sigur í kvöld en Sparta Prag frá Tékklandi, Rayo Vallecano frá Spáni, Shakhtar Donetsk frá Úkraínu, Mainz frá Þýskalandi, AEK Larnaca frá Kýpur og AEK Aþena frá Grikklandi eru einnig á meðal átta efstu liðanna sem fara beint í 16-liða úrslitin. Aþenulið AEK fer beint áfram eftir jöfnunarmark á 98. mínútu og sigur mark á fimmtándu mínútu uppbótartíma gegn Craiova frá Rúmeníu í kvöld. Með þeim sigri fer AEK upp fyrir Lausanne frá Sviss sem fer á móti í umspilið, þrátt fyrir 1-0 sigur á Fiorentina frá Ítalíu. Albert Guðmundsson spilaði síðustu tuttugu mínúturnar fyrir heillum horfið lið Fiorentina sem fer ásamt Lausanne í umspilið. Alls eru það 16 lið á eftir þeim átta efstu, í 9.-24. sæti, sem fara áfram í umspil þar sem keppt er um að mæta áðurnefndum liðum í 16-liða úrslitum keppninnar. Þar á meðal er Samsunspor en Logi Tómasson spilaði allan leikinn í 2-0 tapi fyrir Mainz frá Þýskalandi í kvöld. Guðmundur Þórarinsson var þá í liði Noah frá Armeníu sem tapaði 2-0 fyrir Dýnamó Kíev en Noah fer í umspil, annað en úkraínska liðið. Finnska liðið KuPS, sem gerði markalaust jafntefli við Breiðablik fyrr í haust, gerði sér lítið fyrir og náði í 2-2 jafntefli við Crystal Palace. Þau úrslit gera að verkum að KuPS fer í umspilið og einnig Crystal Palace. KuPS væri úr leik með tapi þar og Palace hefði farið beint í 16-liða úrslit með sigri. Kjartan Már Kjartansson spilaði ekki fyrir Aberdeen í 3-0 tapi fyrir Sparta Prag og Gísli Gottskálk Þórðarson er meiddur og missti af 2-1 sigri Lech Poznan gegn Sigma Olomouc. Liðin sem fara í 16-liða úrslit: Strasbourg Rakow Czestochowa AEK Aþena Sparta Prag Rayo Vallecano Shakhtar Donetsk Mainz frá Þýskalandi AEK Larnaca Liðin sem fara í umspil: Lausanne Crystal Palace Lech Poznan Samsunspor Celje AZ Alkmaar Fiorentina Rijeka Jagiellonia Bialystok Omonia Nicosia Noah Drita KuPS Shkendija Zrinjski Mostar Sigma Olomouc Úrslit kvöldsins AEK Aþena 3-2 Craiova AEK Larnaca 1-0 Shkendija AZ Alkmaar 0-0 Jagiellonia Crystal Palace 2-2 KuPS Dynamo Kíev 2-0 Noah Lausanne 1-0 Fiorentina Legia Varsjá 4-1 Lincoln Red Imps Mainz 2-0 Samsunspor Celje 0-0 Shelbourne Omonia Nicosia 0-1 Rakow Rayo Vallecano 3-0 Drita Sigma Olomouc 1-2 Lech Poznan Shakhtar Donetsk 0-0 Rijeka Shamrock Rovers 2-1 Hamrun Spartans Slovan Bratislava 1-0 Hacken Sparta Prag 3-0 Aberdeen Strasbourg 3-1 Breiðablik Zrinjski Mostar 1-1 Rapid Vín Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Fleiri fréttir Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Sjá meira
Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í kvöld, að leikmönnum Breiðabliks undantöldum. Blikar töpuðu 3-1 fyrir Strasbourg í Frakklandi eftir hetjulega baráttu en sá sigur tryggði þeim frönsku toppsæti deildarinnar og sæti í 16-liða úrslitum. Rakow Czestochowa frá Póllandi hafnar í öðru sæti eftir sigur í kvöld en Sparta Prag frá Tékklandi, Rayo Vallecano frá Spáni, Shakhtar Donetsk frá Úkraínu, Mainz frá Þýskalandi, AEK Larnaca frá Kýpur og AEK Aþena frá Grikklandi eru einnig á meðal átta efstu liðanna sem fara beint í 16-liða úrslitin. Aþenulið AEK fer beint áfram eftir jöfnunarmark á 98. mínútu og sigur mark á fimmtándu mínútu uppbótartíma gegn Craiova frá Rúmeníu í kvöld. Með þeim sigri fer AEK upp fyrir Lausanne frá Sviss sem fer á móti í umspilið, þrátt fyrir 1-0 sigur á Fiorentina frá Ítalíu. Albert Guðmundsson spilaði síðustu tuttugu mínúturnar fyrir heillum horfið lið Fiorentina sem fer ásamt Lausanne í umspilið. Alls eru það 16 lið á eftir þeim átta efstu, í 9.-24. sæti, sem fara áfram í umspil þar sem keppt er um að mæta áðurnefndum liðum í 16-liða úrslitum keppninnar. Þar á meðal er Samsunspor en Logi Tómasson spilaði allan leikinn í 2-0 tapi fyrir Mainz frá Þýskalandi í kvöld. Guðmundur Þórarinsson var þá í liði Noah frá Armeníu sem tapaði 2-0 fyrir Dýnamó Kíev en Noah fer í umspil, annað en úkraínska liðið. Finnska liðið KuPS, sem gerði markalaust jafntefli við Breiðablik fyrr í haust, gerði sér lítið fyrir og náði í 2-2 jafntefli við Crystal Palace. Þau úrslit gera að verkum að KuPS fer í umspilið og einnig Crystal Palace. KuPS væri úr leik með tapi þar og Palace hefði farið beint í 16-liða úrslit með sigri. Kjartan Már Kjartansson spilaði ekki fyrir Aberdeen í 3-0 tapi fyrir Sparta Prag og Gísli Gottskálk Þórðarson er meiddur og missti af 2-1 sigri Lech Poznan gegn Sigma Olomouc. Liðin sem fara í 16-liða úrslit: Strasbourg Rakow Czestochowa AEK Aþena Sparta Prag Rayo Vallecano Shakhtar Donetsk Mainz frá Þýskalandi AEK Larnaca Liðin sem fara í umspil: Lausanne Crystal Palace Lech Poznan Samsunspor Celje AZ Alkmaar Fiorentina Rijeka Jagiellonia Bialystok Omonia Nicosia Noah Drita KuPS Shkendija Zrinjski Mostar Sigma Olomouc Úrslit kvöldsins AEK Aþena 3-2 Craiova AEK Larnaca 1-0 Shkendija AZ Alkmaar 0-0 Jagiellonia Crystal Palace 2-2 KuPS Dynamo Kíev 2-0 Noah Lausanne 1-0 Fiorentina Legia Varsjá 4-1 Lincoln Red Imps Mainz 2-0 Samsunspor Celje 0-0 Shelbourne Omonia Nicosia 0-1 Rakow Rayo Vallecano 3-0 Drita Sigma Olomouc 1-2 Lech Poznan Shakhtar Donetsk 0-0 Rijeka Shamrock Rovers 2-1 Hamrun Spartans Slovan Bratislava 1-0 Hacken Sparta Prag 3-0 Aberdeen Strasbourg 3-1 Breiðablik Zrinjski Mostar 1-1 Rapid Vín
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Fleiri fréttir Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Sjá meira