Fótbolti

Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur

Arnar Skúli Atlason skrifar
Ágúst Orri Þorsteinsson á ferðinni með boltann í leiknum í kvöld.
Ágúst Orri Þorsteinsson á ferðinni með boltann í leiknum í kvöld. Vísir/Anton Brink

Ágúst Orri Þorsteinsson, leikmaður Breiðabliks, var sáttur eftir leikinn á móti Samsunspor í kvöld og svekktur að þeir hafi ekki klárað þetta.

„Fyrir fram ætluðum við að vinna þennan leik. Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur og vindkælingu á Laugardalsvelli. Eftir 90 mínútur er ég svekktur að hafa ekki fengið þrjú stigin,“ sagði Ágúst Orri við Andra Má Eggertsson eftir leik.

Breiðablik var fyrsta liðið sem er búið að skora á Samsunspor í Sambandsdeildinni í ár og Ágúst Orri bjó það mark til.

„Anton Logi sendir boltann í gegn og ég tek gott hlaup inn fyrir. Set gæjann nánast á rassgatið og set hann inn í og Davíð skilar þessu í markið,“ sagði Ágúst

Breytingarnar hjá Ólafi Inga voru góðar í kvöld og skoraði Kristófer Ingi tveimur mínútum eftir að hann kom inn á.

„Við erum með ógeðslega góðan hóp. Hver einasti maður gerir sitt þegar hann kemur inn á. Ég treysti öllum í þessu liði.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×