Starfið venst vel og strákarnir klárir Valur Páll Eiríksson skrifar 11. desember 2025 10:02 Ólafur Ingi segir sína menn klára í að taka fyrsta sigurinn í Sambandsdeildinni í kvöld. „Við erum mjög vel stemmdir. Við erum spenntir fyrir verkefninu. Við byggjum á góðri frammistöðu í síðasta leik og viljum ná í þrjú stig,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, um verkefni dagsins er liðið mætir Shamrock Rovers í Sambandsdeildinni á Laugardalsvelli klukkan 17:45. Ólafur nefnir að Blikar vilji byggja ofan á góða frammistöðu en þeir gerðu 2-2 jafntefli við Samsunspor frá Tyrklandi frá því í síðasta leik. Þá skoruðu Blikar loks fyrstu mörkin í deildarkeppninni í ár og má færa rök fyrir því að það hafi verið þeirra besta frammistaða til þessa. Tvær vikur eru hins vegar liðnar síðan. Hvernig hafa menn nýtt tímann? „Við höfum splæst inn æfingaleikjum inn á milli og keyrt á þessum vikurytma. Við höfum bæði nýtt æfingasvæðið vel og reynt að viðhalda ferskleika. Við höfum gefið frí inn á milli svo menn haldist líkamlega og andlega eins ferskir og hægt er. Mér finnst það hafa tekist mjög vel og allir eru klárir í slaginn,“ Ólafur Ingi tók við þjálfarastarfi Blika í haust og beið hans það verkefni að stýra liðinu á stóra sviðinu í Evrópuboltanum. Um er að ræða hans fyrsta aðalþjálfarastarf hjá félagsliði en hann segist starfið hafa vanist vel í vetur. „Þetta hefur verið alveg geggjað. Þetta er virkilega skemmtilegt. Félagið algjörlega frábært, það er tekið vel á móti manni og sama með leikmannahópinn, þetta er virkilega flottur hópur. Þetta hefur verið krefjandi á köflum en virkilega skemmtilegt,“ segir Ólafur. Tímabært að ná í fyrsta sigurinn Blikar hefðu hæglega getað nælt í þrjú stig þegar finnska liðið KuPS kom í heimsókn fyrr í haust en þeim leik lauk með markalausu jafntefli þar sem Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins, klúðraði vítaspyrnu. Blikar leita fyrsta sigursins á þessu stigi keppninnar og það er sannarlega tækifæri til þess í kvöld. „Fyrirfram er þetta auðvitað leikur sem menn horfa til, eðlilega. Segjandi það, þá er þetta lið með gríðarlega reynslu og eru írskir meistarar. Eins og allir Evrópuleikir eru erfiðir. Við þurfum að spila þennan leik vel, á okkar forsendum. En það er klárt mál að ef við gerum það sem við getum og náum góðri frammistöðu, þá eigum við góðan möguleika á að ná í þrjú stig,“ segir Ólafur. Klippa: Ólafur ræðir leikinn við Shamrock Hann gerir þá ráð fyrir að Blikar stýri ferðinni í kvöld. „ Mér finnst það líklegt. Þeir hafa verið frekar þéttir og í 5-3-2 mikið. Við höfum undirbúið bæði, það getur verið að þeir horfi á þetta sem leik sem þeir vilji stíga ofar og gera eitthvað. Við þurfum að vera klárir á því líka. Mér finnst það líklegt að við stýrum umferðinni aðeins sem er bara jákvætt. Við þurfum á sama tíma að vera aggressívir í hlaupum, að teygja á þeim og láta boltann ganga hratt til að finna opnanir. Þeir eru mjög þéttir,“ segir Ólafur. Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik mætir Shamrock Rovers klukkan 17:45. Bein útsending hefst klukkan 17:35 á Sýn Sport Viaplay. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Fleiri fréttir Aston Villa - Nott. Forest | Hefja heimamenn nýja sigurgöngu? „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Sjá meira
Ólafur nefnir að Blikar vilji byggja ofan á góða frammistöðu en þeir gerðu 2-2 jafntefli við Samsunspor frá Tyrklandi frá því í síðasta leik. Þá skoruðu Blikar loks fyrstu mörkin í deildarkeppninni í ár og má færa rök fyrir því að það hafi verið þeirra besta frammistaða til þessa. Tvær vikur eru hins vegar liðnar síðan. Hvernig hafa menn nýtt tímann? „Við höfum splæst inn æfingaleikjum inn á milli og keyrt á þessum vikurytma. Við höfum bæði nýtt æfingasvæðið vel og reynt að viðhalda ferskleika. Við höfum gefið frí inn á milli svo menn haldist líkamlega og andlega eins ferskir og hægt er. Mér finnst það hafa tekist mjög vel og allir eru klárir í slaginn,“ Ólafur Ingi tók við þjálfarastarfi Blika í haust og beið hans það verkefni að stýra liðinu á stóra sviðinu í Evrópuboltanum. Um er að ræða hans fyrsta aðalþjálfarastarf hjá félagsliði en hann segist starfið hafa vanist vel í vetur. „Þetta hefur verið alveg geggjað. Þetta er virkilega skemmtilegt. Félagið algjörlega frábært, það er tekið vel á móti manni og sama með leikmannahópinn, þetta er virkilega flottur hópur. Þetta hefur verið krefjandi á köflum en virkilega skemmtilegt,“ segir Ólafur. Tímabært að ná í fyrsta sigurinn Blikar hefðu hæglega getað nælt í þrjú stig þegar finnska liðið KuPS kom í heimsókn fyrr í haust en þeim leik lauk með markalausu jafntefli þar sem Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins, klúðraði vítaspyrnu. Blikar leita fyrsta sigursins á þessu stigi keppninnar og það er sannarlega tækifæri til þess í kvöld. „Fyrirfram er þetta auðvitað leikur sem menn horfa til, eðlilega. Segjandi það, þá er þetta lið með gríðarlega reynslu og eru írskir meistarar. Eins og allir Evrópuleikir eru erfiðir. Við þurfum að spila þennan leik vel, á okkar forsendum. En það er klárt mál að ef við gerum það sem við getum og náum góðri frammistöðu, þá eigum við góðan möguleika á að ná í þrjú stig,“ segir Ólafur. Klippa: Ólafur ræðir leikinn við Shamrock Hann gerir þá ráð fyrir að Blikar stýri ferðinni í kvöld. „ Mér finnst það líklegt. Þeir hafa verið frekar þéttir og í 5-3-2 mikið. Við höfum undirbúið bæði, það getur verið að þeir horfi á þetta sem leik sem þeir vilji stíga ofar og gera eitthvað. Við þurfum að vera klárir á því líka. Mér finnst það líklegt að við stýrum umferðinni aðeins sem er bara jákvætt. Við þurfum á sama tíma að vera aggressívir í hlaupum, að teygja á þeim og láta boltann ganga hratt til að finna opnanir. Þeir eru mjög þéttir,“ segir Ólafur. Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik mætir Shamrock Rovers klukkan 17:45. Bein útsending hefst klukkan 17:35 á Sýn Sport Viaplay.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Fleiri fréttir Aston Villa - Nott. Forest | Hefja heimamenn nýja sigurgöngu? „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Sjá meira