Fótbolti

Arf­takinn sagður koma frá Hlíðar­enda

Það virðist sem KR sé nú þegar búið að finna arftaka Jóhannes Kristins Bjarnasonar á miðsvæðinu. Sá heitir Orri Hrafn Kjartansson og hefur verið í litlu hlutverki hjá Val, toppliði Bestu deildar karla í knattspyrnu, á leiktíðinni.

Íslenski boltinn

„Bara pæling sem kom frá Caulker“

„Mér líður bara mjög vel. Það er fulllangt síðan við unnum,“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 4-1 sigur liðsins gegn Aftureldingu í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Fótbolti

„Vorum búnir að vera miklu betri“

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var eðlilega svekktur eftir 4-1 tap sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld. Leikurinn litaðist helst af því að Axel Óskar Andrésson, leikmaður Aftureldingar, nældi sér í rautt spjald í fyrri hálfleik.

Fótbolti

Markasúpur í „Ís­lendinga­slögum“

Tveir „Íslendingaslagir“ fóru fram í efstu deildum Danmerkur og Svíþjóðar í knattspyrnu. Midtjylland vann 6-2 sigur á Sönderjyske í Danmörku á meðan Elfsborg vann 4-3 sigur á Gautaborg.

Fótbolti

Tómas Bent nálgast Edin­borg

Miðjumaðurinn Tómas Bent Magnússon er við það að ganga í raðir Hearts sem kemur frá Edinborg og leikur í efstu deild skosku knattspyrnunnar. Tómas Bent var ekki með Val þegar liðið styrkti hirti toppsæti Bestu deildarinnar með 3-1 sigri á FH.

Íslenski boltinn

Nýtt út­lit hjá Guardiola

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ætlar greinilega að bjóða upp á nýtt útlit á komandi tímabili. Hann og fleiri líta á þetta tímabil sem nýja byrjun eftir vandræðin á síðustu leiktíð.

Enski boltinn

Nýtt undra­barn hjá Arsenal

Þetta var góð helgi fyrir Arsenal því félagið er loksins kominn með alvöru níu eftir kaupin á Viktor Gyökeres. Liðið vann líka sigur á Newcastle United og heldur því áfram að vinna leiki sína á undirbúningstímabilinu. Þrátt fyrir þetta eru margir stuðningsmenn Arsenal að ræða allt annað eftir þessa helgi.

Enski boltinn

Sú besta í á­falli og baðst af­sökunar

Spænski miðjumaðurinn Aitana Bonmatí var valin besti leikmaður Evrópumóts kvenna í fótbolta en hún brosti ekki þegar hún sótti verðlaunin eftir tap í vítakeppni í úrslitaleiknum á móti Englandi.

Fótbolti

Spilaði og varð Evrópu­meistari fótbrotin

Lucy Bronze er ein af hetjum enska kvennalandsliðsins sem tryggði sér Evrópumeistartitilinn í gær en hún bjó líklegast til nýja skilgreiningu á því á þessu móti hvað það þýðir að harka af sér.

Fótbolti

Rúnar Kristins­son: Glaðir með stigið

„Víkingur er með ofboðslega gott lið og eftir að þeir skoruðu þá tóku þeir gjörsamlega yfir leikinn,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Víkingum í kvöld.

Fótbolti