Fótbolti

Maðurinn sem Óskar Hrafn taldi vinna gegn sér rekinn

Sancheev Manoharan hefur verið rekinn úr starfi þjálfara norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund eftir tap liðsins gegn Brann í gær og afleit úrslit upp á síðkastið. Téður Sancheev tók við þjálfun liðsins eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson hætti sem þjálfari Haugesund á sínum tíma.

Fótbolti

At­hæfi Freys og Eggerts vekur at­hygli í Noregi

Félags­leg færni Ís­lendinganna Freys Alexanders­sonar, þjálfara norska úr­vals­deildar­liðsins Brann í fót­bolta og Eggerts Arons Guð­munds­sonar, leik­manns liðsins hefur vakið at­hygli hjá fjölmiðlum í Noregi og fengu stuðnings­menn Brann að njóta góðs af því eftir sigur­leik í gær.

Fótbolti

Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu

FH vann 2-0 sigur í Kaplakrika í gærkvöldi þegar liðið tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks. Kjartan Kári Halldórsson átti stoðsendinguna í báðum mörkunum, sem „Halli og Laddi“, eða Björn Daníel Sverrisson og Sigurður Bjartur Hallsson, skoruðu.

Íslenski boltinn

Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómara­vals gær­dagsins

Aston Villa hefur lagt fram formlega kvörtun til dómarasambands ensku úrvalsdeildarinnar vegna leiks Manchester United og Aston Villa í gær. Kvörtunin snýr þó ekki að umdeildri ákvörðun Thomas Bramall dómara leiksins heldur að hann hafi verið settur á leikinn til að byrja með.

Fótbolti

Mo Salah jafnaði met tveggja goð­sagna

Mo Salah er markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið með 29 mörk. Salah lét sér þó ekki nægja að skora mörk heldur lagði hann einnig upp 18 slík og kom því að 47 mörkum alls. Aðeins tvisvar áður hefur slíkt verið afrekað í deildinni. 

Fótbolti

Palace tókst næstum að skemma bikar­g­leði Liver­pool

Englandsmeistarar Liverpool fögnuðu titlinum formlega í dag þegar liðið tók á móti Crystal Palace í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Leikmenn Palace voru nálægt því að setja blett á bikargleðina en Mo Salah sá til þess að heimamenn kláruðu tímabilið ekki með tapi.

Fótbolti

Garnacho ekki í hóp

Alejandro Garnacho er ekki í leikmannahópi Manchester United sem tekur á móti Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Hann gæti verið á förum frá félaginu.

Enski boltinn

Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne

Þótt Kevin De Bruyne sé á förum frá Manchester City verður hann væntanlega áfram í ljósbláum búningi því flest bendir til þess að hann sé á förum til nýkrýndra Ítalíumeistara Napoli.

Fótbolti

Ísak Berg­mann hljóp mest allra

Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður Fortune Düsseldorf, er mesti hlaupagikkur þýsku B-deildarinnar þetta tímabilið en alls lagði Ísak að baki 386,1 kílómeter í 32 leikjum í vetur. 

Fótbolti

Bastarður ráðinn til starfa

Fréttir af enska F-deildar liðinu Torquay United vekja alla jafna ekki mikla athygli í fjölmiðlum en frétt af ráðningu nýs tengiliðs stuðningsmanna við félagið fór heldur betur á flug á samfélagsmiðlum.

Fótbolti