Fótbolti

Ítalskur deildar­leikur í Ástralíu í febrúar?

Siggeir Ævarsson skrifar
Leikmenn AC Milan gætu verið á leið í langt flug til Ástralíu
Leikmenn AC Milan gætu verið á leið í langt flug til Ástralíu Vísir/Getty

Forsvarsmenn ítalska knattspyrnusambandsins stefna að því að leikur í Seríu A verði spilaður í Ástralíu á komandi tímabili en það yrði í fyrsta sinn sem leikur í evrópskri deild yrði utan heimalands viðkomandi deildar.

Stefnan er að leikur AC Milan og Como í febrúar fari fram í Perth í Ástralíu í febrúar. Ýmislegt þarf þó að ganga upp en samþykki þarf frá FIFA, UEFA, Knattspyrnusambandi Ástralíu og Knattspyrnusambandi Asíu (AFC). 

Reglugerðir FIFA gera ekki ráð fyrir að deildarleikir séu leiknir utan heimalands en sambandið setti í fyrra á laggirnar vinnuhóp sem hefur verið að skoða breytingar á reglunum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona hugmynd kemur upp. Spænska deildin hefur tvisvar reynt að koma á leikjum með Barcelona í Bandaríkjunum, bæði í fyrra og árið 2019, en í bæði skiptin voru þær hugmyndir gefnar upp á bátinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×