Fótbolti

Al­gjörir yfir­burðir PSG gegn Real Madrid

Siggeir Ævarsson skrifar
Markaskorarar PSG, Fabian Ruiz og Ousmane Dembele, fagna öðru af tveimur mörkum Ruiz í kvöld.
Markaskorarar PSG, Fabian Ruiz og Ousmane Dembele, fagna öðru af tveimur mörkum Ruiz í kvöld. Vísir/Getty

Undanúrslitaleikur PGS og Real Madrid á heimsmeistaramóti félagsliða í kvöld varð aldrei spennandi þar sem PSG gekk frá leiknum með þremur mörkum á fyrstu 24 mínútum hans.

Þeir Fabian Ruiz og Ousmane Dembele skoruðu sitt markið hvor á 6. og 9. mínútu og Ruiz bætti svo við öðru marki á 24. mínútu. Madridingar voru í raun stálheppnir að vera ekki fimm jafnvel sex mörkum undir í hálfleik en það stóð ekki steinn yfir steini í þeirra leik í kvöld.

Goncalo Ramos innsiglaði svo öruggan og þægilegan sigur PSG með marki undir lok leiks, lokatölur 4-0.

PSG er komið í úrslit þar sem liðið mætir Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×