Fótbolti

EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Aron og Sindri fóru yfir sviðið í næst síðasta þætti EM í dag á leikdegi í Sviss.
Aron og Sindri fóru yfir sviðið í næst síðasta þætti EM í dag á leikdegi í Sviss. Sýn Sport

Þriðji og síðasti leikdagur Íslands á EM í fótbolta í Sviss er í dag. Alla hungrar í sigur en það var einnig ýmislegt annað að ræða í næstsíðasta þættinum af EM í dag.

Aron Guðmundsson og Sindri Sverrisson fóru yfir leikinn við Noreg sem fram fer í Thun í kvöld en búist er við um 1.500 íslenskum stuðningsmönnum. Allir eru hungraðir í sigur eftir töpin gegn Finnlandi og Sviss en áskorunin er mikil fyrir stelpurnar okkar gegn líklega best mannaða liði riðilsins, í leik sem getur ekki lengur fært þeim sæti í 8-liða úrslitunum.

Fyrir utan úrslitin í leikjum Íslands hefur teymi Sýnar notið þess í botn að vera í glæsilegu umhverfinu í Sviss og mótið heppnast afar vel. Glíma við hundfúlan öryggisvörð á æfingasvæði stelpnanna var það eina neikvæða og svo voru strákarnir einnig svekktir að hafa misst af stærsta skúbbi Evrópumótsins.

Þáttinn í heild má sjá hér að neðan.

Klippa: EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins



Fleiri fréttir

Sjá meira


×