Fótbolti

Þrjár breytingar: Katla fær stórt tæki­færi í loka­leik Ís­lands á EM

Sindri Sverrisson skrifar
Katla Tryggvadóttir hefur átt frísklega innkomu á EM í Sviss og fær nú tækifæri í byrjunarliðinu.
Katla Tryggvadóttir hefur átt frísklega innkomu á EM í Sviss og fær nú tækifæri í byrjunarliðinu. Getty/Pat Elmont

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, gerir þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands frá síðasta leik, fyrir leikinn við Noreg á EM í kvöld.

Þetta er þriðji og síðasti leikur Íslands á mótinu því eftir töpin gegn Finnlandi og Sviss er ljóst að Ísland endar í neðsta sæti A-riðils. Noregur vinnur hins vegar riðilinn.

Katla Tryggvadóttir, hinn tvítugi fyrirliði Kristianstad í Svíþjóð, fær sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði á mótinu. Hún kemur inn í liðið í stað Öglu Maríu Albertsdóttur, væntanlega á hægri kantinn, eftir að hafa komið inn á sem varamaður gegn Finnlandi og Sviss.

Hildur Antonsdóttir snýr aftur í liðið eftir að hafa tekið út leikbann vegna rauða spjaldsins sem hún fékk gegn Finnlandi. Hún kemur á miðjuna í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur.

Þá er Sædís Rún Heiðarsdóttir í byrjunarliðinu í fyrsta sinn á mótinu og kemur í stað Guðnýjar Árnadóttur sem meiddist gegn Sviss. Sædís leysti einmitt Guðnýju af hólmi í þeim leik og hafði áður komið inn á vegna veikinda Glódísar Perlu Viggósdóttur í fyrsta leik.

Byrjunarlið Íslands:

Mark: Cecilía Rán Rúnarsdóttir.

Vörn: Guðrún Arnardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir.

Miðja: Alexandra Jóhannsdóttir, Hildur Antonsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.

Sókn: Katla Tryggvadóttir, Sandra María Jessen, Sveindís Jane Jónsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×