Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar 10. apríl 2025 10:33 Íslenskir framhaldsskólar hafa við innritun nýrra nemenda lengi staðið frammi fyrir þeim vanda að geta ekki almennilega reitt sig á einkunnir úr hverjum grunnskóla fyrir sig. Þær eru ekki samræmdar og þekkt að sums staðar fær fólk almennt hærri einkunnir og sums staðar lægri. Þetta veldur því að grunnskólanemar sitja ekki allir við sama borð í hinni hörðu samkeppni sem ríkir um eftirsóttustu skólana. Stjórnvöld hafa ákveðið að innleiða ekki samræmd lokapróf við lok grunnskóla en sú einkunn hefði m.a. getað nýst við að jafna leikinn við inntöku í framhaldsskóla. Í staðinn hafa stjórnarliðar boðað að óréttlætið skuli í staðinn leiðrétt með sérstöku nýju frumvarpi um framhaldsskóla. Það frumvarp var loks lagt fram á Alþingi í gær. Þar er þó ekkert kveðið á um traustar aðferðir eða nýjar heimildir til þess að kalla fram sanngjarnara mat á árangri nemenda við inntöku í framhaldsskólana. Hins vegar eru kynntir til leiks nýir mælikvarðar sem skólar geti nú samkvæmt lögum litið til við innritun nemenda, nefnilega „sjónarmiða sem miða að því að auka fjölbreytni í nemendahópnum.“ Í frumvarpinu eru nefndar breytur eins og kyn, fötlun og hópar sem hafa íslensku ekki að móðurmáli. Markmiðið er sagt vera að „vinna gegn einsleitni í nemendahópnum“ og „að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi.“ Eins vel og þessi orð öll kunna að hljóma, verður að segjast að efni frumvarpsins eru nokkur vonbrigði. Í stað þess að stjórnvöld boði sanngjarnari leiðir til að meta árangur fólks, líkt og kallað hefur verið eftir, er ákveðið að draga einfaldlega úr vægi árangursins sjálfs. Eins og það er orðað, á beinlínis að auka heimildir skólanna til að taka nemendur inn á „öðrum grundvelli en námsárangri.“ Þetta er gert „í ljósi aukinnar umræðu um inngildingu í skólastarfi“ og væntanlega í víðari skilningi í nafni félagslegs réttlætis. Að mínu mati fælist þó raunverulegt réttlæti í því að hver og einn nemandi í íslensku skólakerfi gæti treyst því að hann verði metinn að verðleikum – óháð ytri þáttum. Það er ekki hugsunin hér, heldur virðist einmitt eiga að lögfesta mismunun eftir þessum ytri þáttum. Sem betur fer hefur slík aðferð hljómfagra yfirskrift: Jákvæð mismunun. Nú þegar er kynjakvóti við lýði í einstaka íslenskum framhaldsskólum og er það gert í þágu þess að drengirnir blessaðir séu nægilega stór hluti nemendahópsins. Í stað þess að lögfesta slíka skammsýna kvótastefnu í öllu kerfinu og í sífellt fleiri atriðum, er vænlegra að tryggja að skólakerfið geti ráðist að rót vandans í ólíkum hópum á fyrri stigum. Ný og ný kvótakerfi gera það ekki, nema síður sé. Þau eru öllu heldur hluti af blekkingarleik um að hér sé allt í himnalagi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Alþingi Grunnskólar Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Íslenskir framhaldsskólar hafa við innritun nýrra nemenda lengi staðið frammi fyrir þeim vanda að geta ekki almennilega reitt sig á einkunnir úr hverjum grunnskóla fyrir sig. Þær eru ekki samræmdar og þekkt að sums staðar fær fólk almennt hærri einkunnir og sums staðar lægri. Þetta veldur því að grunnskólanemar sitja ekki allir við sama borð í hinni hörðu samkeppni sem ríkir um eftirsóttustu skólana. Stjórnvöld hafa ákveðið að innleiða ekki samræmd lokapróf við lok grunnskóla en sú einkunn hefði m.a. getað nýst við að jafna leikinn við inntöku í framhaldsskóla. Í staðinn hafa stjórnarliðar boðað að óréttlætið skuli í staðinn leiðrétt með sérstöku nýju frumvarpi um framhaldsskóla. Það frumvarp var loks lagt fram á Alþingi í gær. Þar er þó ekkert kveðið á um traustar aðferðir eða nýjar heimildir til þess að kalla fram sanngjarnara mat á árangri nemenda við inntöku í framhaldsskólana. Hins vegar eru kynntir til leiks nýir mælikvarðar sem skólar geti nú samkvæmt lögum litið til við innritun nemenda, nefnilega „sjónarmiða sem miða að því að auka fjölbreytni í nemendahópnum.“ Í frumvarpinu eru nefndar breytur eins og kyn, fötlun og hópar sem hafa íslensku ekki að móðurmáli. Markmiðið er sagt vera að „vinna gegn einsleitni í nemendahópnum“ og „að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi.“ Eins vel og þessi orð öll kunna að hljóma, verður að segjast að efni frumvarpsins eru nokkur vonbrigði. Í stað þess að stjórnvöld boði sanngjarnari leiðir til að meta árangur fólks, líkt og kallað hefur verið eftir, er ákveðið að draga einfaldlega úr vægi árangursins sjálfs. Eins og það er orðað, á beinlínis að auka heimildir skólanna til að taka nemendur inn á „öðrum grundvelli en námsárangri.“ Þetta er gert „í ljósi aukinnar umræðu um inngildingu í skólastarfi“ og væntanlega í víðari skilningi í nafni félagslegs réttlætis. Að mínu mati fælist þó raunverulegt réttlæti í því að hver og einn nemandi í íslensku skólakerfi gæti treyst því að hann verði metinn að verðleikum – óháð ytri þáttum. Það er ekki hugsunin hér, heldur virðist einmitt eiga að lögfesta mismunun eftir þessum ytri þáttum. Sem betur fer hefur slík aðferð hljómfagra yfirskrift: Jákvæð mismunun. Nú þegar er kynjakvóti við lýði í einstaka íslenskum framhaldsskólum og er það gert í þágu þess að drengirnir blessaðir séu nægilega stór hluti nemendahópsins. Í stað þess að lögfesta slíka skammsýna kvótastefnu í öllu kerfinu og í sífellt fleiri atriðum, er vænlegra að tryggja að skólakerfið geti ráðist að rót vandans í ólíkum hópum á fyrri stigum. Ný og ný kvótakerfi gera það ekki, nema síður sé. Þau eru öllu heldur hluti af blekkingarleik um að hér sé allt í himnalagi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun