Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar 17. nóvember 2025 10:03 Ferðamannaiðnaðurinn hefur verið kallaður lyftistöng íslensks efnahagslífs. En hvað ef stór hluti þessa hagvaxtar er í raun gervihagvöxtur, byggður á stanslausri veltu sem þjónar fáum, á sama tíma og hann étur upp innviði okkar, velferð og möguleika ungs fólks? Það er kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann. Þrátt fyrir glansandi hagvaxtartölur, stendur hagvöxtur á mann nánast í stað á meðan innviðir samfélagsins rotna og grotna niður. Rotnir innviðir og þrælalaunabólan Þessi „góði“ vöxtur krefst stöðugs innflutnings á tugþúsundum einstaklinga sem vinna á launum langt undir því sem þarf til að stofna heimili og fjölskyldu á Íslandi. Þetta láglaunafólk er nauðsynlegt til að halda uppi iðnaði sem er fastur í magni fremur en gæðum. Við erum stöðugt að heyra ríkisbubba tala niður til Íslendinga og segja að þeir nenni ekki að vinna þessi „frábæru“ störf. Sannleikurinn er hins vegar sá að enginn með framtíðarsýn á Íslandi getur eða vill vinna störf sem greiða langt undir framfærslukostnaði. Vandamálið er ekki leti, heldur launamunur og framfærslukostnaður. Húsnæðiskreppan – Bein afleiðing fjöldaferðamennsku Þensluáhrif ferðamannabólunnar hafa sannanlega eyðilagt húsnæðismarkaðinn. Verð á húsnæði er orðið langt umfram getu ungs fólks til að koma sér þaki yfir höfuðið. Á sama tíma og fjárfestar kaupa upp miðbæinn fyrir skammtímaleigu eykst íbúðaverð umfram getu ungs fólks og samfélagsins alls. Til að bæta gráu ofan á svart þá virðist sem meirihluti nýbygginga sé gallaður. Af hverju? Vegna þess að nauðsynlegt er að flytja inn láglauna vinnuafl til að halda byggingarkostnaði niðri. Íslenskir iðnaðarmenn, með margra ára nám, geta ekki fengið laun sem dugar til framfærslu í keppni við námskeiðssnepla fá A-Evrópu. Að snúa við blaðinu Eina fljótvirka og raunhæfa lausnin er að breyta algjörlega um stefnu – frá magni yfir í gæði – og knýja fram hærri laun með aðhaldi ríkisins. 1. Upptaka gjalda Við eigum að hætta fjöldaferðamennsku með því að innleiða mjög há gjöld sem dregur strax úr fjölda ferðamanna um helming. Þessi aðgerð myndi þó á sama tíma tvöfalda tekjur landsins af hverjum ferðamanni. 2. Hágæða, tæknivædd ferðaþjónusta Með fækkun ferðamanna getur iðnaðurinn einbeitt sér að því að veita hágæða, tæknivædda ferðaþjónustu sem er eingöngu á færi efnameiri ferðamanna að kaupa. Þetta myndi krefjast meiri kunnáttu, færri starfsmanna en afburða þjónustu. Þessi breyting myndi skapa efnahagslegt svigrúm þar sem ferðaþjónustan gæti greitt 1.1 sinnum meðallaun í landinu. Þegar laun eru sambærileg við önnur störf, mun ungir og vel menntaðir Íslendingar sjá framtíð í því að vinna þessi störf. Það væri loksins hægt að stofna heimili og eignast börn á þeim launum. Aðhald Ríkisins Til að þetta virki er nauðsynlegt að ríkið stígi inn af fullum krafti. Aðhald myndi felast í að takmarka útgáfu leyfa til að reka ferðaþjónustu við þá aðila sem geta sannað að þeir ætli að bjóða upp á hágæða þjónustu og greiða laun í samræmi við það. Við getum ekki lengur leyft að okkur sé stjórnað af gervihagvexti sem gengur á innviði okkar og hrekur ungt fólk frá því að eiga framtíð í eigin landi. Með því að taka stjórnina aftur og velja gæði fram yfir magn getum við byggt upp hagkerfi sem styður við raunverulega velferð Íslendinga. Tími ruglsins er liðinn. Stjórnmálamenn verða að velja hvort þeir ætla að halda áfram með fjöldaferðamennsku og rotnandi hagkerfi, eða innleiða gjaldtöku og aðhald sem tryggir velferð til framtíðar. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Ferðamannaiðnaðurinn hefur verið kallaður lyftistöng íslensks efnahagslífs. En hvað ef stór hluti þessa hagvaxtar er í raun gervihagvöxtur, byggður á stanslausri veltu sem þjónar fáum, á sama tíma og hann étur upp innviði okkar, velferð og möguleika ungs fólks? Það er kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann. Þrátt fyrir glansandi hagvaxtartölur, stendur hagvöxtur á mann nánast í stað á meðan innviðir samfélagsins rotna og grotna niður. Rotnir innviðir og þrælalaunabólan Þessi „góði“ vöxtur krefst stöðugs innflutnings á tugþúsundum einstaklinga sem vinna á launum langt undir því sem þarf til að stofna heimili og fjölskyldu á Íslandi. Þetta láglaunafólk er nauðsynlegt til að halda uppi iðnaði sem er fastur í magni fremur en gæðum. Við erum stöðugt að heyra ríkisbubba tala niður til Íslendinga og segja að þeir nenni ekki að vinna þessi „frábæru“ störf. Sannleikurinn er hins vegar sá að enginn með framtíðarsýn á Íslandi getur eða vill vinna störf sem greiða langt undir framfærslukostnaði. Vandamálið er ekki leti, heldur launamunur og framfærslukostnaður. Húsnæðiskreppan – Bein afleiðing fjöldaferðamennsku Þensluáhrif ferðamannabólunnar hafa sannanlega eyðilagt húsnæðismarkaðinn. Verð á húsnæði er orðið langt umfram getu ungs fólks til að koma sér þaki yfir höfuðið. Á sama tíma og fjárfestar kaupa upp miðbæinn fyrir skammtímaleigu eykst íbúðaverð umfram getu ungs fólks og samfélagsins alls. Til að bæta gráu ofan á svart þá virðist sem meirihluti nýbygginga sé gallaður. Af hverju? Vegna þess að nauðsynlegt er að flytja inn láglauna vinnuafl til að halda byggingarkostnaði niðri. Íslenskir iðnaðarmenn, með margra ára nám, geta ekki fengið laun sem dugar til framfærslu í keppni við námskeiðssnepla fá A-Evrópu. Að snúa við blaðinu Eina fljótvirka og raunhæfa lausnin er að breyta algjörlega um stefnu – frá magni yfir í gæði – og knýja fram hærri laun með aðhaldi ríkisins. 1. Upptaka gjalda Við eigum að hætta fjöldaferðamennsku með því að innleiða mjög há gjöld sem dregur strax úr fjölda ferðamanna um helming. Þessi aðgerð myndi þó á sama tíma tvöfalda tekjur landsins af hverjum ferðamanni. 2. Hágæða, tæknivædd ferðaþjónusta Með fækkun ferðamanna getur iðnaðurinn einbeitt sér að því að veita hágæða, tæknivædda ferðaþjónustu sem er eingöngu á færi efnameiri ferðamanna að kaupa. Þetta myndi krefjast meiri kunnáttu, færri starfsmanna en afburða þjónustu. Þessi breyting myndi skapa efnahagslegt svigrúm þar sem ferðaþjónustan gæti greitt 1.1 sinnum meðallaun í landinu. Þegar laun eru sambærileg við önnur störf, mun ungir og vel menntaðir Íslendingar sjá framtíð í því að vinna þessi störf. Það væri loksins hægt að stofna heimili og eignast börn á þeim launum. Aðhald Ríkisins Til að þetta virki er nauðsynlegt að ríkið stígi inn af fullum krafti. Aðhald myndi felast í að takmarka útgáfu leyfa til að reka ferðaþjónustu við þá aðila sem geta sannað að þeir ætli að bjóða upp á hágæða þjónustu og greiða laun í samræmi við það. Við getum ekki lengur leyft að okkur sé stjórnað af gervihagvexti sem gengur á innviði okkar og hrekur ungt fólk frá því að eiga framtíð í eigin landi. Með því að taka stjórnina aftur og velja gæði fram yfir magn getum við byggt upp hagkerfi sem styður við raunverulega velferð Íslendinga. Tími ruglsins er liðinn. Stjórnmálamenn verða að velja hvort þeir ætla að halda áfram með fjöldaferðamennsku og rotnandi hagkerfi, eða innleiða gjaldtöku og aðhald sem tryggir velferð til framtíðar. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun