Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar 18. nóvember 2025 14:00 Næstu mánaðamót eftir að opinber starfsmaður nær sjötugsaldri er hann talinn einskis nýtur. Honum er fleygt út eins og gömlum skrjóði á leið til förgunar. Gildir þá einu hvort viðkomandi hafi löngun til að starfa áfram, hafi færni til að sinna starfinu og búi að vel metinni reynslu og þekkingu. Þessi lögbundnu starfslok opinberra starfsmanna við sjötugt eru auðvitað hrein tímaskekkja. Rökin áttu á sínum tíma rætur í allt öðrum heimi þar sem fólk var útslitið og lúið af erfiði dagsins þegar komið var fram undir sjötugt, búið að vinna sér til óbóta um aldur fram. Að viðhalda árum saman þeirri reglu að líta á sjötíu ára afmælisdag opinberra starfsmanna sem eðlilega lokastöð starfsævinnar er skólabókardæmi um íslenska þvermóðsku. Það mætti jafnvel ganga lengra og segja það vera einhliða valdbeitingu. Engum blöðum er um það að fletta að þegar reglurnar tóku gildi fyrir áratugum voru lífslíkur styttri og heilsufar almennt lakara. En mergurinn málsins er samt þessi: brottrekstur vegna kennitölu getur haft bein neikvæð áhrif á líf og heilsu fólks þótt það sé sjaldan rætt. Í sumum tilvikum er þessari breytingu best lýst sem áfalli. Þegar einstaklingur er sendur heim gegn vilja sínum, án þess að líkamleg eða vitsmunaleg geta hafi dvínað, verður breyting á verulegan hluta daglegs lífs: félagslegum tengslum, hlutverki, ábyrgð og andlegri örvun. Ég ímynda mér að þetta séu allt þættir sem rannsóknir á öldrun sýni að séu meðal þeirra mikilvægustu til að draga úr hröðun ellinnar. Það kann að þykja langt seilst að segja að afleiðingar títtnefndrar reglu kunni að leiða til aukinnar fjárhagslegrar byrði á samfélaginu borið saman við að gefa fólki kost á því að vinna lengur. Iðjuleysi getur flýtt verulega fyrir elliglöpum. Heilinn þarf áskoranir til að viðhalda vitsmunalegri getu, takast á við aðrar og meiri áskoranir en þær að róa fram í gráðið, leggja kapal og telja strætisvagnana sem framhjá fara. Kyrrseta og fábreytni eru ekki góðir leikfélagar. Jafnvel þótt elliglöp komi ekki fram alveg strax hjá þeim sem hefur glatað starfi sínu vegna kennitölunnar er deginum ljósara að forsendurnar fyrir þeim vanda sem heilbrigðisyfirvöld vilja afstýra eru fyrir hendi: hröðun ellinnar, aukin hætta á kvíða og þunglyndi og vitræn skerðing. Heilsutap, með öðrum orðum. Enn eitt: það er óskynsamlegt út frá hagsmunum ríkisins sjálfs að senda reynslumikla starfsmenn heim um leið og þeir verða sjötugir. Sérfræðiþekking, innsæi og áratugalöng starfsreynsla er ekki endurnýjuð á fáeinum dögum eða vikum. Að frábiðja sér starfskrafta einstaklings vegna fæðingarárs er fásinna, en líka óhagkvæmt og ósanngjarnt. Það er löngu tímabært að endurskoða þessa reglu. Opinberir starfsmenn eiga að geta valið sjálfir hvenær þeir hætta, líkt og þúsundir Íslendinga á almennum vinnumarkaði. Þvinguð starfslok eiga ekki heima í samfélagi sem á að byggja á jafnrétti, mannhelgi og virðingu fyrir einstaklingnum. Það sem skiptir máli er hvað hann hefur fram að færa, ekki tölustafur í kennitölu. Höfundur er fyrrverandi opinber starfsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Rekstur hins opinbera Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun Skoðun Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Sjá meira
Næstu mánaðamót eftir að opinber starfsmaður nær sjötugsaldri er hann talinn einskis nýtur. Honum er fleygt út eins og gömlum skrjóði á leið til förgunar. Gildir þá einu hvort viðkomandi hafi löngun til að starfa áfram, hafi færni til að sinna starfinu og búi að vel metinni reynslu og þekkingu. Þessi lögbundnu starfslok opinberra starfsmanna við sjötugt eru auðvitað hrein tímaskekkja. Rökin áttu á sínum tíma rætur í allt öðrum heimi þar sem fólk var útslitið og lúið af erfiði dagsins þegar komið var fram undir sjötugt, búið að vinna sér til óbóta um aldur fram. Að viðhalda árum saman þeirri reglu að líta á sjötíu ára afmælisdag opinberra starfsmanna sem eðlilega lokastöð starfsævinnar er skólabókardæmi um íslenska þvermóðsku. Það mætti jafnvel ganga lengra og segja það vera einhliða valdbeitingu. Engum blöðum er um það að fletta að þegar reglurnar tóku gildi fyrir áratugum voru lífslíkur styttri og heilsufar almennt lakara. En mergurinn málsins er samt þessi: brottrekstur vegna kennitölu getur haft bein neikvæð áhrif á líf og heilsu fólks þótt það sé sjaldan rætt. Í sumum tilvikum er þessari breytingu best lýst sem áfalli. Þegar einstaklingur er sendur heim gegn vilja sínum, án þess að líkamleg eða vitsmunaleg geta hafi dvínað, verður breyting á verulegan hluta daglegs lífs: félagslegum tengslum, hlutverki, ábyrgð og andlegri örvun. Ég ímynda mér að þetta séu allt þættir sem rannsóknir á öldrun sýni að séu meðal þeirra mikilvægustu til að draga úr hröðun ellinnar. Það kann að þykja langt seilst að segja að afleiðingar títtnefndrar reglu kunni að leiða til aukinnar fjárhagslegrar byrði á samfélaginu borið saman við að gefa fólki kost á því að vinna lengur. Iðjuleysi getur flýtt verulega fyrir elliglöpum. Heilinn þarf áskoranir til að viðhalda vitsmunalegri getu, takast á við aðrar og meiri áskoranir en þær að róa fram í gráðið, leggja kapal og telja strætisvagnana sem framhjá fara. Kyrrseta og fábreytni eru ekki góðir leikfélagar. Jafnvel þótt elliglöp komi ekki fram alveg strax hjá þeim sem hefur glatað starfi sínu vegna kennitölunnar er deginum ljósara að forsendurnar fyrir þeim vanda sem heilbrigðisyfirvöld vilja afstýra eru fyrir hendi: hröðun ellinnar, aukin hætta á kvíða og þunglyndi og vitræn skerðing. Heilsutap, með öðrum orðum. Enn eitt: það er óskynsamlegt út frá hagsmunum ríkisins sjálfs að senda reynslumikla starfsmenn heim um leið og þeir verða sjötugir. Sérfræðiþekking, innsæi og áratugalöng starfsreynsla er ekki endurnýjuð á fáeinum dögum eða vikum. Að frábiðja sér starfskrafta einstaklings vegna fæðingarárs er fásinna, en líka óhagkvæmt og ósanngjarnt. Það er löngu tímabært að endurskoða þessa reglu. Opinberir starfsmenn eiga að geta valið sjálfir hvenær þeir hætta, líkt og þúsundir Íslendinga á almennum vinnumarkaði. Þvinguð starfslok eiga ekki heima í samfélagi sem á að byggja á jafnrétti, mannhelgi og virðingu fyrir einstaklingnum. Það sem skiptir máli er hvað hann hefur fram að færa, ekki tölustafur í kennitölu. Höfundur er fyrrverandi opinber starfsmaður.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun