Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 17. nóvember 2025 14:03 Það er heitt og svitinn perlar á andlitum. Á hliðarviðburði keppast fjárfestar við að segjast vera jákvæðir. Tala um að fjármagnið muni leita í rétta átt þegar það verður ódýrara að byggja sólarsellur og þegar tryggingarfyrirtæki hætta að tryggja starfsemi sem er skaðleg umhverfinu. Það þarf bara að tryggja efnahagslegan stöðugleika og fjármagna verkefnin. Þó ég efist ekki um góðan vilja hjá þeim sem segjast vera bjartsýnir í dag tel ég ákveðna firringu felast í því að tala um bjartsýni á tímum þar sem æ fleiri fellibylir, skriður, þurrkar, ofsadembur og fleiri náttúruleg vandamál skella á, á meðan okkur gengur afskaplega illa að draga úr losun og bakslag má finna í málaflokknum. Frumbyggjar skógarins réðust á inngang ráðstefnusvæðisins með skilti sem á stendur: skógurinn okkar er ekki til sölu. Þegar horft er til hlaðvarpsins góða, Reiði og bjartsýni (outrage and optimism) sem er opinbert COP30 hlaðvarp og kemur út á hverjum degi, þá er tilfinnanlega meiri reiði hér en bjartsýni í hjörtum margra. Því þótt að Parísarsamningurinn hafi án efa skilað miklum árangri, þá hefur hann ekki náð markmiðum sínum. Nú segja vísindamenn potsdam stofnunarinnar að binda verði 10 milljarða tonna af CO2 árlega ásamt því að draga miklu-miklu hraðar úr losun með miklum afleiðingum á fólk og efnahag til þess að hitastigshækkunin verði á bilinu 1,6-1,8°C. Stofnunin segir að áhrifin á daglegt líf fólks yrðu mikil en það væri samt ódýrara en að gera það ekki þar sem afleiðingar 2,4 gráðu hlýnunnar, sem við stefnum í nú, séu að mörgu leyti óafturkræfar og dýrari því farið verði yfir marga vendipunkta. Til dæmis fyrir kóralrif. Líklegt er að við séum með síðustu kynslóðum sem fá að vera til á sama tíma og kóralrif á jörðinni. Hversu sorglegt er það? Það er ekki nóg að kaupa og selja kolefniseiningar, bíða eftir að tækninýjungar verði innleiddar, og halda að við komumst upp með alla þá neyslu og lúxus og endalausan vöxt. Ástandið kallar á stórar og alvarlegar aðgerðir, sem hljóma samt sem áður svo fjarri raunveruleikanum miðað við það hvernig samfélagið er að bregðast við. Reiði, ekki uppgjöf Er þá ekki best að gefast bara upp? Þetta er eitthvað sem er líklegt að þið séuð að hugsa nú ásamt: til hvers að fljúga alla þessa leið (með tilheyrandi kolefnislosun) ef það skiptir hvort sem er engu? Það er mjög réttmætt að spyrja þessa spurninga. Hvert er hlutverk mitt í stóra samhenginu og hef ég eitthvað erindi hingað? Þetta ættu í raun allir sem mæta á ráðstefnuna að spyrja sig. Þetta er núna annað loftslags-COPið sem ég fer á og mér hefur þótt mikilvægt að geta sagt frá því sem er að gerast á meðan enginn fjölmiðill frá Íslandi sendir fulltrúa á ráðstefnuna. Ég tel einnig að mikilvægt sé að öll sem frá Íslandi fara, sanki að sér fróðleik um hvað aðrir eru að gera sem virkar og finna alvarleikann beint í æð. Þetta kemur allavega til með að gagnast í mínu aðhaldshlutverki. Ég hef lært margt eins og það hvernig markaðir með kolefniseiningar milli ríkja virka, hvar óvissan liggur og hvað önnur lönd, sem einnig eru ekki að ná markmiðum sínum eru að gera. Bæði sem hægt er að hafa eftir og annað sem ber að forðast. Ég hef sömuleiðis fengið kynningu frá Panama á því hvernig þau tvinna saman öllum umhverfismálum í eina náttúrustefnu eða náttúrusáttmála. Þannig tvinna þau saman loftslagsmál, mengunarmál, líffræðilega fjölbreytni, eyðimerkurmyndun, málefni fartegunda og eflaust fleiri mál sem öll hafa sérstaka samninga, inn í eina stefnu. Dæmi eins og þetta fyllir mig miklum innblæstri svo ég held áfram að nota reiðina til gagns. Því það að vera reiður er ekki það sama og svartsýni. Umhverfisráðherra Brasilíu, Marina Silva, komst mjög vel að orði í áðurnefndu hlaðvarpi. „Ég er hvorki svartsýn, né bjartsýn. Ég er þrautseig.“ Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er heitt og svitinn perlar á andlitum. Á hliðarviðburði keppast fjárfestar við að segjast vera jákvæðir. Tala um að fjármagnið muni leita í rétta átt þegar það verður ódýrara að byggja sólarsellur og þegar tryggingarfyrirtæki hætta að tryggja starfsemi sem er skaðleg umhverfinu. Það þarf bara að tryggja efnahagslegan stöðugleika og fjármagna verkefnin. Þó ég efist ekki um góðan vilja hjá þeim sem segjast vera bjartsýnir í dag tel ég ákveðna firringu felast í því að tala um bjartsýni á tímum þar sem æ fleiri fellibylir, skriður, þurrkar, ofsadembur og fleiri náttúruleg vandamál skella á, á meðan okkur gengur afskaplega illa að draga úr losun og bakslag má finna í málaflokknum. Frumbyggjar skógarins réðust á inngang ráðstefnusvæðisins með skilti sem á stendur: skógurinn okkar er ekki til sölu. Þegar horft er til hlaðvarpsins góða, Reiði og bjartsýni (outrage and optimism) sem er opinbert COP30 hlaðvarp og kemur út á hverjum degi, þá er tilfinnanlega meiri reiði hér en bjartsýni í hjörtum margra. Því þótt að Parísarsamningurinn hafi án efa skilað miklum árangri, þá hefur hann ekki náð markmiðum sínum. Nú segja vísindamenn potsdam stofnunarinnar að binda verði 10 milljarða tonna af CO2 árlega ásamt því að draga miklu-miklu hraðar úr losun með miklum afleiðingum á fólk og efnahag til þess að hitastigshækkunin verði á bilinu 1,6-1,8°C. Stofnunin segir að áhrifin á daglegt líf fólks yrðu mikil en það væri samt ódýrara en að gera það ekki þar sem afleiðingar 2,4 gráðu hlýnunnar, sem við stefnum í nú, séu að mörgu leyti óafturkræfar og dýrari því farið verði yfir marga vendipunkta. Til dæmis fyrir kóralrif. Líklegt er að við séum með síðustu kynslóðum sem fá að vera til á sama tíma og kóralrif á jörðinni. Hversu sorglegt er það? Það er ekki nóg að kaupa og selja kolefniseiningar, bíða eftir að tækninýjungar verði innleiddar, og halda að við komumst upp með alla þá neyslu og lúxus og endalausan vöxt. Ástandið kallar á stórar og alvarlegar aðgerðir, sem hljóma samt sem áður svo fjarri raunveruleikanum miðað við það hvernig samfélagið er að bregðast við. Reiði, ekki uppgjöf Er þá ekki best að gefast bara upp? Þetta er eitthvað sem er líklegt að þið séuð að hugsa nú ásamt: til hvers að fljúga alla þessa leið (með tilheyrandi kolefnislosun) ef það skiptir hvort sem er engu? Það er mjög réttmætt að spyrja þessa spurninga. Hvert er hlutverk mitt í stóra samhenginu og hef ég eitthvað erindi hingað? Þetta ættu í raun allir sem mæta á ráðstefnuna að spyrja sig. Þetta er núna annað loftslags-COPið sem ég fer á og mér hefur þótt mikilvægt að geta sagt frá því sem er að gerast á meðan enginn fjölmiðill frá Íslandi sendir fulltrúa á ráðstefnuna. Ég tel einnig að mikilvægt sé að öll sem frá Íslandi fara, sanki að sér fróðleik um hvað aðrir eru að gera sem virkar og finna alvarleikann beint í æð. Þetta kemur allavega til með að gagnast í mínu aðhaldshlutverki. Ég hef lært margt eins og það hvernig markaðir með kolefniseiningar milli ríkja virka, hvar óvissan liggur og hvað önnur lönd, sem einnig eru ekki að ná markmiðum sínum eru að gera. Bæði sem hægt er að hafa eftir og annað sem ber að forðast. Ég hef sömuleiðis fengið kynningu frá Panama á því hvernig þau tvinna saman öllum umhverfismálum í eina náttúrustefnu eða náttúrusáttmála. Þannig tvinna þau saman loftslagsmál, mengunarmál, líffræðilega fjölbreytni, eyðimerkurmyndun, málefni fartegunda og eflaust fleiri mál sem öll hafa sérstaka samninga, inn í eina stefnu. Dæmi eins og þetta fyllir mig miklum innblæstri svo ég held áfram að nota reiðina til gagns. Því það að vera reiður er ekki það sama og svartsýni. Umhverfisráðherra Brasilíu, Marina Silva, komst mjög vel að orði í áðurnefndu hlaðvarpi. „Ég er hvorki svartsýn, né bjartsýn. Ég er þrautseig.“ Höfundur er formaður Landverndar.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun