NASA reynir aftur á laugardag Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2022 16:41 Artemis I á skotpalli í Flórída. Eftir misheppnaða tilraun á mánudaginn stendur til að skjóta eldflauginni og geimfarinu á loft á laugardaginn. NASA/Bill Ingalls Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) ætla að gera aðra tilraun til að koma geimfari á braut um tunglið á laugardaginn. Hætt var við fyrsta tunglskot Artemis-áætlunarinnar á mánudaginn vegna vandræða með einn af stærstu hreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. Til stóð að skjóta Orion-geimfari á leið til tunglsins með Space Launch System-eldflaug frá Flórída í Bandaríkjunum og verður reynt aftur um helgina. Í yfirlýsingu á vef NASA, sem birt var í gærkvöldi, segir að skotglugginn svokallaði muni opnast klukkan 18:17 á laugardagsmorgun, að íslenskum tíma, og vera opinn í um tvo tíma. Veðurfræðingar segja að aðstæður verði líklegast hagstæðar fyrir geimskot. Fram að þeim tíma munu starfsmenn NASA vinna að því að laga það sem kom í veg fyrir geimskotið á mánudaginn. Það helsta var að ekki gekk að kæla einn af fjórum stærstu hreyflum SLS nægilega fyrir geimskotið en vetnisleiki greindist einnig við tilraunina á mánudaginn og á að bæta hann fyrir laugardaginn. Sjá einnig: Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Þegar Orion-geimfarinu verður skotið á loft verður það ómannað og mun það ferðast rúmlega tvær milljónir kílómetra á rúmum 42 dögum og lenda í Kyrrahafinu. Hér má sjá helstu vendipunkta Artemis-1. Þetta geimskot kallast Artemis-1. Um borð í Orion-geimfarinu verður mikið af vísindabúnaði sem vísindamenn vonast til að geta notað við undirbúning mannaðra geimferða framtíðarinnar. Auk vísindabúnaðar verða þrjár gínur um borð. Þær kallast Commander Moonikin Campos, Helga og Zohar. Campos verður búinn fjölmörgum skynjurum og íklæddur sama búning og geimfarar munu vera í á næstu árum. Sjá einnig: Komin á skotpall fyrir fyrstu tunglferðina Þessum skynjurum er meðal annars ætlað að greina þá þyngdarkrafta sem Campos verður fyrir við geimskotið og geimferðina og einnig verða geislunarskynjarar í gínunni sem ætlað er að varpa ljósi á það hve mikilli geislun geimfarar verða fyrir svo langt frá hlífðarhjúpi jarðarinnar. Um borð eru einnig smáir gervihnettir sem verða meðal annars notaðir til að leita að vatni á tunglinu og kortleggja yfirborð þess. Í næsta geimskoti áætlunarinnar, Artemis-2 verður farin svipuð ferð en þá verða menn um borð. Í Artemis-3 verður svo reynt að lenda mönnum á yfirborði og verður það í fyrsta sinn sem menn fara til tunglsins frá Appollo-17 árið 1972. Vonast er til þess að Artemis-3 fari á loft árið 2025 eða 2026. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður. Geimurinn Tunglið Bandaríkin Artemis-áætlunin Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Til stóð að skjóta Orion-geimfari á leið til tunglsins með Space Launch System-eldflaug frá Flórída í Bandaríkjunum og verður reynt aftur um helgina. Í yfirlýsingu á vef NASA, sem birt var í gærkvöldi, segir að skotglugginn svokallaði muni opnast klukkan 18:17 á laugardagsmorgun, að íslenskum tíma, og vera opinn í um tvo tíma. Veðurfræðingar segja að aðstæður verði líklegast hagstæðar fyrir geimskot. Fram að þeim tíma munu starfsmenn NASA vinna að því að laga það sem kom í veg fyrir geimskotið á mánudaginn. Það helsta var að ekki gekk að kæla einn af fjórum stærstu hreyflum SLS nægilega fyrir geimskotið en vetnisleiki greindist einnig við tilraunina á mánudaginn og á að bæta hann fyrir laugardaginn. Sjá einnig: Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Þegar Orion-geimfarinu verður skotið á loft verður það ómannað og mun það ferðast rúmlega tvær milljónir kílómetra á rúmum 42 dögum og lenda í Kyrrahafinu. Hér má sjá helstu vendipunkta Artemis-1. Þetta geimskot kallast Artemis-1. Um borð í Orion-geimfarinu verður mikið af vísindabúnaði sem vísindamenn vonast til að geta notað við undirbúning mannaðra geimferða framtíðarinnar. Auk vísindabúnaðar verða þrjár gínur um borð. Þær kallast Commander Moonikin Campos, Helga og Zohar. Campos verður búinn fjölmörgum skynjurum og íklæddur sama búning og geimfarar munu vera í á næstu árum. Sjá einnig: Komin á skotpall fyrir fyrstu tunglferðina Þessum skynjurum er meðal annars ætlað að greina þá þyngdarkrafta sem Campos verður fyrir við geimskotið og geimferðina og einnig verða geislunarskynjarar í gínunni sem ætlað er að varpa ljósi á það hve mikilli geislun geimfarar verða fyrir svo langt frá hlífðarhjúpi jarðarinnar. Um borð eru einnig smáir gervihnettir sem verða meðal annars notaðir til að leita að vatni á tunglinu og kortleggja yfirborð þess. Í næsta geimskoti áætlunarinnar, Artemis-2 verður farin svipuð ferð en þá verða menn um borð. Í Artemis-3 verður svo reynt að lenda mönnum á yfirborði og verður það í fyrsta sinn sem menn fara til tunglsins frá Appollo-17 árið 1972. Vonast er til þess að Artemis-3 fari á loft árið 2025 eða 2026. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður.
Geimurinn Tunglið Bandaríkin Artemis-áætlunin Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira