Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2025 16:19 Svona var umhorfs í geymslum á Fossvegi eftir eldsvoða þar í september. Lögreglan á Suðurlandi segir vonbrigði að gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð er um endurteknar íkveikjur á Selfossi í haust hafi verið fellt úr gildi. Áfram verði vel fylgst með svæðinu þar sem eldsvoðar hafa ítrekað komið upp. Nágrannar konunnar segja um sorglegt mál að ræða, vona að konan fái viðeigandi aðstoð en óttast um leið um öryggi sitt. Íkveikjur í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi í september vöktu óhug íbúa og reyndust lögreglu nokkur ráðgáta. Eftir þrjár íkveikjur í bænum í október fór lögreglu að gruna konu sem býr í fjölbýlishúsinu ásamt fjölskyldu sinni. Hefndaraðgerð eftir vinkonuslit Samkvæmt heimildum fréttastofu töldu íbúar í húsinu að fyrsta íkveikjan væri hefndaraðgerð eftir að konunni sinnaðist við aðra konu í fjölbýlishúsinu. Mun sú kona hafa lagt íbúð grunaðs brennuvargs í rúst og viku síðar kviknaði í geymslu konunnar. Konan sem átti geymsluna mun hafa verið í óreglu, leigjandi hjá leigufélagi sem vísaði henni úr íbúðinni eftir brunann. Hinn grunaði brennuvargur sást sópa úr brunarústum fyrrverandi vinkonu sinnar og undruðust íbúar nokkuð. Það var svo í síðustu viku sem eldur kom upp á þremur stöðum á þremur dögum. Fyrst í verslun Nettó, daginn eftir í Nytjamarkaðnum og loks í stigagangi fjölbýlishúss konunnar. Lögregla handtók konuna, sleppti henni daginn eftir en handtók á ný sama dag eftir að tilkynning barst lögreglu. Meðal gagna lögreglu eru myndbandsupptaka þar sem konan er sögð virðast kveikja eld í hillurekka í verslun Nettó á Selfossi auk þess sem hún var handtekin í fjölbýlishúsinu, eftir að reynt var að kveikja í teppi á stigagangi hússins, með tvo kveikjara á sér auk hnífs. Þá liggur fyrir skoðun á símtæki og dagbók í hennar eigu sem lögregla segir ýta undir aðkomu hennar að íkveikjunni auk þeirrar staðreyndir að í öll skiptin var konan nærri vettvangi. Héraðsdómur Suðurlands samþykkti beiðni lögreglu um vikulangt gæsluvarðhald þann 17. október en Landsréttur felldi úrskurðinn úr gildi í dag. Garðar Már Garðarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi segir að legið hafi þungt á lögreglu að upplýsa málið. „Það eru eðlilega ákveðin vonbrigði að varðhaldið hafi verið fellt úr gildi,“ segir Garðar. Hann segir áfram um forgangsmál að ræða hjá lögreglunni sem stendur föst á skoðun sinni að almenningi geti verið ógnað af hinni grunuðu. „Eins og kemur fram í kröfunni teljum við skilyrði vera fyrir hendi en Landsréttur snýr niðurstöðunni við. Við verðum að una því,“ segir Garðar. Rannsóknin haldi áfram af fullum þunga. Aðspurður um viðbrögð lögreglu í ljósi þess að viðkomandi sé grunuð um endurteknar íkveikjur í geymslum fjölbýlishúss með 22 íbúðum og tæplega sextíu íbúum segist Garðar ekki geta rætt þau í þaula. „Við vitum af þessu og eðlilega fylgjumst við vel með svæðinu þarna án þess að gefa neitt upp hvernig það eftirlit fer fram - upp á bara það að við viljum ekki láta kortleggja okkur heldur.“ Íbúar uggandi Samkvæmt heimildum fréttastofu eru íbúar í fjölbýlishúsinu uggandi vegna þess að konan hafi verið látin laus. Fólk hafi andað léttar þegar hún var í haldi yfir nótt og svo óttast það versta þegar henni var sleppt. Íbúi í fjölbýlishúsinu sem vill ekki koma fram undir nafni af ótta við hefndaraðgerð konunnar segir um sorglegt mál að ræða. Íbúar voni að konan sem býr ásamt manni sínum og barni í fjölbýlinu fái viðeigandi aðstoð. Á sama tíma óttist fjöldi íbúa um líf sitt vitandi af brennuvargi í húsinu. Virkt samtal er á milli íbúa í húsinu sem eru að skoða réttindi sín og stöðu. Ekkert þeirra sé sátt við niðurstöðu Landsréttar. Lögregla hafi unnið vel við rannsókn málsins og sérstakt að Landsréttur telji ekki rétt að halda konunni varðhaldi. Árborg Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Íkveikjur í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi í september vöktu óhug íbúa og reyndust lögreglu nokkur ráðgáta. Eftir þrjár íkveikjur í bænum í október fór lögreglu að gruna konu sem býr í fjölbýlishúsinu ásamt fjölskyldu sinni. Hefndaraðgerð eftir vinkonuslit Samkvæmt heimildum fréttastofu töldu íbúar í húsinu að fyrsta íkveikjan væri hefndaraðgerð eftir að konunni sinnaðist við aðra konu í fjölbýlishúsinu. Mun sú kona hafa lagt íbúð grunaðs brennuvargs í rúst og viku síðar kviknaði í geymslu konunnar. Konan sem átti geymsluna mun hafa verið í óreglu, leigjandi hjá leigufélagi sem vísaði henni úr íbúðinni eftir brunann. Hinn grunaði brennuvargur sást sópa úr brunarústum fyrrverandi vinkonu sinnar og undruðust íbúar nokkuð. Það var svo í síðustu viku sem eldur kom upp á þremur stöðum á þremur dögum. Fyrst í verslun Nettó, daginn eftir í Nytjamarkaðnum og loks í stigagangi fjölbýlishúss konunnar. Lögregla handtók konuna, sleppti henni daginn eftir en handtók á ný sama dag eftir að tilkynning barst lögreglu. Meðal gagna lögreglu eru myndbandsupptaka þar sem konan er sögð virðast kveikja eld í hillurekka í verslun Nettó á Selfossi auk þess sem hún var handtekin í fjölbýlishúsinu, eftir að reynt var að kveikja í teppi á stigagangi hússins, með tvo kveikjara á sér auk hnífs. Þá liggur fyrir skoðun á símtæki og dagbók í hennar eigu sem lögregla segir ýta undir aðkomu hennar að íkveikjunni auk þeirrar staðreyndir að í öll skiptin var konan nærri vettvangi. Héraðsdómur Suðurlands samþykkti beiðni lögreglu um vikulangt gæsluvarðhald þann 17. október en Landsréttur felldi úrskurðinn úr gildi í dag. Garðar Már Garðarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi segir að legið hafi þungt á lögreglu að upplýsa málið. „Það eru eðlilega ákveðin vonbrigði að varðhaldið hafi verið fellt úr gildi,“ segir Garðar. Hann segir áfram um forgangsmál að ræða hjá lögreglunni sem stendur föst á skoðun sinni að almenningi geti verið ógnað af hinni grunuðu. „Eins og kemur fram í kröfunni teljum við skilyrði vera fyrir hendi en Landsréttur snýr niðurstöðunni við. Við verðum að una því,“ segir Garðar. Rannsóknin haldi áfram af fullum þunga. Aðspurður um viðbrögð lögreglu í ljósi þess að viðkomandi sé grunuð um endurteknar íkveikjur í geymslum fjölbýlishúss með 22 íbúðum og tæplega sextíu íbúum segist Garðar ekki geta rætt þau í þaula. „Við vitum af þessu og eðlilega fylgjumst við vel með svæðinu þarna án þess að gefa neitt upp hvernig það eftirlit fer fram - upp á bara það að við viljum ekki láta kortleggja okkur heldur.“ Íbúar uggandi Samkvæmt heimildum fréttastofu eru íbúar í fjölbýlishúsinu uggandi vegna þess að konan hafi verið látin laus. Fólk hafi andað léttar þegar hún var í haldi yfir nótt og svo óttast það versta þegar henni var sleppt. Íbúi í fjölbýlishúsinu sem vill ekki koma fram undir nafni af ótta við hefndaraðgerð konunnar segir um sorglegt mál að ræða. Íbúar voni að konan sem býr ásamt manni sínum og barni í fjölbýlinu fái viðeigandi aðstoð. Á sama tíma óttist fjöldi íbúa um líf sitt vitandi af brennuvargi í húsinu. Virkt samtal er á milli íbúa í húsinu sem eru að skoða réttindi sín og stöðu. Ekkert þeirra sé sátt við niðurstöðu Landsréttar. Lögregla hafi unnið vel við rannsókn málsins og sérstakt að Landsréttur telji ekki rétt að halda konunni varðhaldi.
Árborg Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira