Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Einn var handtekinn vegna líkamsárásar í Hafnarfirði og tilkynnt um mann með sveðju utandyra í Kópavogi. Tveir voru handteknir sem óku undir áhrifum á lögreglubíl og reyndu svo að skipta um sæti. Innlent 21.9.2025 07:23
Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hyggst ráðast tilraunaverkefni til tveggja ára þar sem drónar verða notaðir og sendir á vettvang á stöðum í umdæminu þar sem löggæsla er ekki mönnuð allan sólarhringinn. Innlent 21.9.2025 07:03
„Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Afbrotafræðingur segir skiljanlegt að fólki blöskri að maður gangi laus sem sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni á grunnskólaaldri. Maðurinn var látinn laus að loknu þriggja daga gæsluvarðhaldi og fór lögregla ekki fram á lengra varðhald yfir honum. Hún segist ekki muna eftir samskonar máli og að brot gerist ekki alvarlegri. Innlent 20.9.2025 12:03
Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt þegar húsráðandi leitaði aðstoðar vegna einstaklings sem hafði farið inn á heimilið, klætt sig úr fötunum og sofnað í stól. Innlent 19. september 2025 06:32
Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Karlmaður var handtekinn um helgina vegna gruns um að fara inn á heimili fjölskyldu í Hafnarfirði og brjóta þar á barni. Manninum hefur verið sleppt úr haldi. Innlent 18. september 2025 21:36
Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Félag heyrnarlausra biðlar til fólks að taka vel á móti sölumönnum sínum sem ganga þesa dagana milli húsa til selja happdrættismiða. Lögreglan hefur varað við óprúttnum aðilum sem þykjast vera heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé í verslunarmiðstöðvum. Félagið bendir á að sölumenn sínir séu merktir merki félagsins og hafi posa meðferðis. Innlent 18. september 2025 20:48
„Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari segir það hafa reynt á taugakerfið að sitja undir áreiti og hótunum Mohamad Khourani. Hann hafi óttast um líf fjölskyldu sinnar en segist hafa mætt fálæti yfirmanna. Hann óttast að Kourani muni eiga auðvelt með að snúa aftur til landsins. Innlent 18. september 2025 19:20
„Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Erlendir menn hafa að sögn lögreglu verið á kreiki við verslunarmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu þar sem þeir þykjist safna peningum í nafni Félags heyrnarlausra, þrátt fyrir að tengjast ekki félaginu með nokkrum hætti. Innlent 18. september 2025 16:20
Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Þrír selir voru skotnir til bana í Steingrímsfirði á Vestfjörðum nýlega. Hólmvíkingur gekk fram á selina í fjörunni. Selveiði hefur verið bönnuð á Íslandi frá árinu 2019. Innlent 18. september 2025 10:50
Ógnaði öðrum með skærum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum vegna líkamsárása í nótt og þá var einstaklingur handtekinn eftir að hafa viðhaft ógnandi hegðun með skærum á skemmtistað. Innlent 18. september 2025 06:30
Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og prófessor í viðskiptafræði segir stöðu Ríkisendurskoðunar óboðlega. Hann líkir því að ríkisendurskoðandi án löggildingar skrifi undir ársreikninga ríkisfyrirtækja og stofnana við það að lögfræðimenntaður forstjóri Landspítalans færi að skera upp sjúklinga. Lögregla hefur vísað málinu frá. Innlent 17. september 2025 16:07
Tilkynntur til lögreglu Ríkisendurskoðandi telur embættið fara eftir lögum þegar hann skrifar einn undir ársreikninga ríkisfyrirtækja, þó hann sé ekki löggiltur endurskoðandi. Endurskoðendaráð hefur vísað málinu til lögreglu. Innlent 17. september 2025 12:06
Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir það staðreynd að Europol skilgreinir Hell‘s Angels sem skipulögð glæpasamtök og hún styðji því og skilji aðgerðir lögreglunnar í gleðskapi samtakanna um helgina. Fréttamaður ræddi við Þorbjörgu Sigríði að loknum ríkisstjórnarfundi. Innlent 16. september 2025 12:03
Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í nótt og hafði meðal annars afskipti af einstkling sem skemmdi lögreglubifreið með því að slá tösku sinni í vélarhlíf hennar. Innlent 16. september 2025 06:25
Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Fjöldi skipulagðra glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tæpum tíu árum. Þetta segir yfirmaður hjá Ríkislögreglustjóra en aukin umsvif og sýnileiki Hells Angels á Íslandi eru það sem varð til þess að lögregla ákvað að ráðast í aðgerðir um helgina. Innlent 15. september 2025 19:01
Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Lögregla varar við svikapóstum sem beinast að þeim sem „eru helteknir af ólöglegum klámsíðum“. Í póstunum segir að lögregla hafi viðkomandi til rannsóknar vegna heimsókna þeirra á tilteknar klámsíðu. Innlent 15. september 2025 13:55
Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Hells Angels hafa aukið umsvif sín og sýnileika hér á landi að undanförnu að sögn lögreglu og hafa fengið heimsóknir frá meðlimum systursamtaka erlendis frá. Því hafi verið nauðsynlegt að bregðast við af festu á laugardag þegar samtökin boðuðu til hittings á ensku. Lögregla hafi ríkar heimildir til að tryggja almannaöryggi. Innlent 15. september 2025 12:01
Ölvaðir og í annarlegu ástandi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum fjölda útkalla í gærkvöldi og nótt þar sem einstaklingar í annarlegu ástandi komu við sögu og handtók meðal annars tvo grunaða um húsbrot. Innlent 15. september 2025 06:23
Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í umfangsmiklar aðgerðir í gærkvöldi í Auðbrekku í Kópavogi með aðstoð sérsveitar þar sem Hells Angels á Íslandi hélt samkvæmi. Þrír voru handteknir á vettvangi en lögregla hefur varist allra frétta af málinu. Innlent 14. september 2025 19:31
Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Umfangsmikið viðbragð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra var ræst út í gærkvöldi eftir að lögregla frétti af gleðskap vélhjólaklúbbsins Hells Angels við Auðbrekku í Kópavogi. Tökumaður var á vettvangi. Innlent 14. september 2025 13:52
Allir þrír lausir úr haldi Allir þrír sem voru handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi í gær hafa verið látnir lausir. Innlent 14. september 2025 11:08
Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af minnst þremur einstaklingum sem grunaðir eru um ólöglega dvöl í landinu í gærkvöldi og í nótt. Innlent 14. september 2025 07:32
Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í nærri Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. Innlent 13. september 2025 23:41
Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Umfangsmikil aðgerð stendur yfir í Hamraborg í Kópavogi. Lögregla er með nokkra bíla á vettvangi og nýtur auk þess aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Innlent 13. september 2025 22:50