Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Barn fórst í Hvít­á í gær

Banaslys varð í Hvítá í Hrunamannahreppi í gær þegar dráttarvél rann fram af háum bakka og hafnaði ofan í ánni. Ökumaðurinn var tíu ára gamall drengur og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Gæslu­varð­hald fram­lengt um fjórar vikur

Gæsluvarðhald yfir karlmanni um fertugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás í Úlfarsárdal í síðustu viku var framlengt um fjórar vikur á grundvelli almannahagsmuna í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Gómuðu fíkni­efna­sala sem flúði á hlaupahjóli

Maður grunaður um fíkniefnasölu flúði undan lögreglu á hlaupahjóli. Lögreglumenn eltu manninn uppi og reyndist hann vera með nokkuð magn fíkniefna á sér og töluverða fjármuni. Maðurinn reyndist ekki vera með fullnægjandi skilríki og var vistaður í fangaklefa.

Innlent
Fréttamynd

„Það eru alltaf ein­hverjar á­rásir í þessari blokk“

Íbúar við Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í Grafarholti þar sem maður réðst á annan með eggvopni í vikunni, segja að lögreglan hafi margoft þurft að hafa afskipti af mönnum í hverfinu á þessu ári. Meðal annars hafi maður verið handtekinn fyrir að ætla að ráðast inn í íbúð með sveðju í nóvember í fyrra. Íbúarnir vilja ekki koma fram undir nafni öryggis síns vegna.

Innlent
Fréttamynd

Sérsveit hand­tók vopnaðan mann

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í nótt tilkynnt um mann sem ógnaði öðrum manni vopnaður hníf í heimahúsi í Reykjavík. Maðurinn var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra og vistaður í fangaklefa.

Innlent
Fréttamynd

Skiptar skoðanir á „for­ljótum“ varð­turnum gegn vasaþjófnaði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur komið upp varðturnum með eftirlitsmyndavélum við Hallgrímskirkju og á Skólavörðustíg til að sporna gegn aukinni tíðni vasaþjófnaðar. Skiptar skoðanir eru milli íbúa miðborgarinnar á turnunum, sem þykja ljótir þrátt fyrir að gegna göfugum tilgangi. 

Innlent
Fréttamynd

Bensínbrúsar inni í í­búðinni

Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

„Verk­efnið bara hel­tekur okkur“

Lögregla rannsakar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við mannskæðan bruna í Hjarðarhaga í gær og skýrslur verða teknar í dag. Einn lést í gær og sá sem var fluttur alvarlega slasaður á spítala lést í dag. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að gera hefði mátt betur í áfallahjálp á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Skoða hvort eitt­hvað sak­næmt hafi átt sér stað

Ekki er vitað hver upptök mannskæðs eldsvoða voru í fjölbýlishúsi í Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Það er nú til rannsóknar hjá lögreglu sem skoðar meðal annars hvort eitthvað saknæmt hefði átt sér stað.

Innlent
Fréttamynd

NEL tekur fyrir mál fjöl­skyldu Sigurðar Kristófers í júní

Nefnd um eftirlit með lögreglu tekur fyrir í júní mál fjölskyldu sem hefur kvartað til nefndarinnar vegna framkomu lögreglumanns þegar þeir var tilkynnt um andlát sonar síns. Samkvæmt svörum frá nefndinni eru þau að bíða frekari gagna og stefni svo að því að taka málið fyrir í júní. 

Innlent
Fréttamynd

Á­kærður fyrir að ráðast á leigu­bíl­stjóra

Raunveruleikastjarnan Bassi Maraj, réttu nafni Sigurjón Baltasar Vilhjálmsson, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra utan við heimili sitt í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi í febrúar fyrir rúmum tveimur árum. Bassi segir leigubílstjórann hafa tekið af honum símann eftir að hafa ætlað að rukka hann fjórtán þúsund krónur fyrir aksturinn.

Innlent
Fréttamynd

Einn lést í brunanum á Hjarðar­haga

Einn er látinn eftir eldinn sem kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur í morgun. Annar er alvarlega slasaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Ráðist með hníf að ung­menni í Hafnar­firði

Þrír einstaklingar réðust á ungmenni í Hafnarfirði í gærkvöldi eða nótt. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að ungmenninu hafi verið ógnað með hníf og orðið fyrir höggum og spörkum. Í tilkynningu segir að málið sé unnið með barnavernd og foreldrum.

Innlent