Skilríkjalaus og með fíkniefni Lögregluþjónar höfðu í gærkvöldi afskipti af manni sem grunaður var um vörslu fíkniefna. Hann var ekki með skilríki og var því ekki hægt að staðfesta hver hann væri. Var hann því vistaður í fangageymslu á meðan mál hans er rannsakað. Innlent 9.5.2025 06:47
Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þrír karlmenn hafa verið sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir frelsissviptingu sem stóð yfir í tvær og hálfa klukkustund og ofbeldi henni tengdri. Einn þeirra hlýtur þriggja ára fangelsisdóm og annar tveggja og hálfs árs fangelsi. Innlent 8.5.2025 15:00
„Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm í Stím-málinu svokallaða, kallar eftir því að dómsmálaráðherra gangist í opinbera rannsókn á starfsháttum og embættisfærslum innan Sérstaks saksóknara á árunum 2009 til 2020 og draga menn til ábyrgðar. Hann spyr hvort uppgjör á uppgjöri við Hrunið sé kannski loksins byrjað? Innlent 8.5.2025 10:02
Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi eða nótt tilkynning um að brotist hefði verið inn í bílskúr í Kópavogi og tveimur byssum stolið þaðan. Einnig barst tilkynning um hópslagsmál barna í Breiðholti en það mál var, samkvæmt dagbók lögreglu, afgreitt á vettvangi. Innlent 6. maí 2025 06:23
Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Faðir konu sem á að bera út úr íbúð Félagsbústaða segir aðra konu sem býr í fjölbýlishúsinu halda nágrönnum í heljargreipum. Hann furðar sig á takmörkuðum viðbrögðum yfirvalda. Innlent 5. maí 2025 21:21
Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Óviðræðuhæfur einstaklingur í mjög annarlegu ástandi rambaði inn á lögreglustöðina á Hlemmi í dag. Hann var um leið handtekinn og vistaður í fangaklefa. Innlent 5. maí 2025 17:06
Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Lögregluþjónar handtóku í gærkvöldi mann sem hafði skallað annan í miðbænum. Farið var með manninn á lögreglustöð til að reyna að ræða við manninn en það gekk hins vegar ekki vegna ölvunar mannsins og dónaskaps hans í garð lögregluþjóna. Innlent 5. maí 2025 06:22
„Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Grímur Grímsson alþingismaður og fyrrverandi lögreglumaður segir umfjöllun Kveiks um njósnir starfandi lögreglumanns að undirlagi Björgólfs Thors hafa verið sér mikil vonbrigði. Hann segir þáttinn hafa verið erfiðan að horfa á. Innlent 4. maí 2025 12:18
Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Lögregla og sjúkralið voru kölluð að skemmtistað vegna manns sem svaf ölvunarsvefni inni á baðherbergi. Þegar reynt var að ræða við manninn brást hann ókvæða við og reyndi að slást við viðbragðsaðila. Maðurinn var handtekinn og settur í fangaklefa. Innlent 4. maí 2025 07:40
Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Karlmaður sigldi í dag ölvaður utan í annan bát og svo í grjótgarð. Maðurinn var handtekinn og málið afgreitt á lögreglustöð. Frá þessu er greint í dagbók lögreglu. Ekki er tekið fram hvar atvikið átti sér stað en lögreglumenn á stöð í Kópavogi og Breiðholti sinntu erindinu. Innlent 3. maí 2025 17:25
Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Lögreglan veitti ökumanni eftirför eftir að hann ók yfir hámarkshraða og hlýddi ekki stöðvunarskiltum. Eftir stutta eftirför reyndist viðkomandi „víðáttuölvaður“ og gat ekki gert grein fyrir sér. Hann var því handtekinn og vistaður í fangaklefa. Innlent 3. maí 2025 07:39
„Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Íslenskur karlmaður var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær grunaður um hafa frelsissvipt erlendan ferðamann. Verjandi mannsins hefur kært úrskurðinn og segir manninn ekki hafa haft ásetning til að gera illt. Maðurinn glími við geðræn vandamál og eigi ekki heima í fangelsi. Innlent 2. maí 2025 20:01
Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Töluverður erill hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Alls voru 122 mál skráð í kerfi lögreglu frá klukkan fimm í morgun þar til klukkan fimm síðdegis. Þrír gista fangageymslur eftir daginn. Innlent 2. maí 2025 19:52
Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Búið er að innsigla Kastrup. Jón Mýrdal vert á Kastrup var heima þegar hann fékk óvænt og sér til mikillar hrellingar boð um að það væri búið að loka staðnum hans. Innlent 2. maí 2025 17:23
Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Íslenskur karlmaður sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann í húsnæði á Hverfisgötunni hefur endurtekið komið við sögu lögreglu. Hann er með þroskaskerðingu og hefur við afplánun fyrri dóma verið vistaður í einangrun á öryggisgöngum, fjarri öðrum föngum. Innlent 2. maí 2025 15:45
„Vona að þú sofir vel“ „Vona að þú sofir vel“. Þessi skilaboð bárust Helga Seljan blaðamanni á Messenger Facebook í kjölfar Kveiks-þáttar sem fjallaði um njósnir sem fyrirtækið PPP ehf. stóð fyrir að undirlagi Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis 2012. Innlent 2. maí 2025 14:23
Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Íslenskur karlmaður um fertugt var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann aðfaranótt fimmtudags. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort maðurinn hafi ætlað að kúga fé úr ferðamanninum. Innlent 2. maí 2025 12:27
Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt og var meðal annars kölluð út vegna líkamsárása, innbrots og slagsmála ungmenna við verslunarmiðstöð. Innlent 2. maí 2025 06:12
Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Maður um fertugt er grunaður um að hafa haldið erlendum ferðamanni í gíslingu í nokkrar klukkustundir auk þess sem hann hafi verið vopnaður byssu. Hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrr í dag af Héraðsdómi Reykjavíkur samkvæmt umfjöllun RÚV. Innlent 1. maí 2025 23:09
Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann vopnaðan skotvopni á Hverfisgötu og var því sérsveitin kölluð út. Einn hefur verið handtekinn og er málið enn í rannsókn. Innlent 1. maí 2025 08:39
Líkamsárás á veitingastað Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás á veitingastað í miðborginni í nótt og er málið nú til rannsóknar. Innlent 1. maí 2025 07:25
Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og eitt viðfang njósna sem hafa verið á allra vörum síðan fjallað var um þær í gærkvöldi, furðar sig á tali ríkissaksóknara um að meint brot kunni að vera fyrnd. Innlent 30. apríl 2025 21:41
Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir að mál Lúðvíks Kristinssonar lögreglumanns sem leystur hefur verið frá störfum vegna njósna sé litið alvarlegum augum. Ríkislögreglustjóri telur ástæðu til að endurskoða reglur um aukastörf lögreglumanna en forstjóri Persónuverndar segist ekki telja að heimildir til slíks eftirlits yrðu gefnar. F Innlent 30. apríl 2025 20:21
Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Pálmi Gestsson leikari segir að oft hafi Spaugstofumenn klæjað í lófana að komast í hin og þessi málin en sjaldan sem nú. Lífið 30. apríl 2025 16:18