Árborg

Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem mun hafa átt sér stað í klefa í fangelsinu Litla-Hrauni á Eyrarbakka í byrjun febrúar í fyrra.

Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað?
Teslu-eigandi hefur ítrekað lent í því að Teslan hans blakar öðrum hliðarspeglinum á nákvæmlega sama staðnum á Austurveginum á Selfossi. Aðrir Telsu-eigendur hafa lent í svipuðu á hinum ýmsu stöðum. En er þetta hönnunargalli, bilun eða stillingaratriði?

Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn
Íbúar í Árborg hafa verið beðnir um að fara sparlega með vatn vegna mikils álags á vatnsveitukerfið í miklu blíðviðri í dag. Hákon Garðar Þorvaldsson, veitustjóri Selfossveitna, segir að fólk ætti að bíða með að vökva garðana og að passa að vatnið renni ekki ef þess er ekki þörf.

Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi
Bæjaryfirvöld í Árborg leita nú logandi ljósi af nýrri framtíðarstaðsetningu fyrir nýjan kirkjugarði á Selfoss en núverandi kirkjugarður mun aðeins duga í fjögur til fimm ár í viðbót.

Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi
Það var mikil hátíð við Olís á Arnbergi á Selfossi í morgun þegar sjálfvirk þvottastöð fyrir bíla var opnuð formlega en um er að ræða Glans þvottastöð í eigu Olís.

Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni
Heiðursgrillarar á árlegri kótelettusölu Kótelettunnar til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra verða Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, Sveinn Ægir Birgisson, forseti bæjarstjórnar í Árborg, Þórir Erlingasson, forseti klúbbs matreiðslumeistara og Einar Bárðarsonm-, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.

Falsaði fleiri bréf
Verktaki á vegum Tripical falsaði bréf frá fleiri en einum skólastjóra í Frakklandi. Staðfestingabréfin voru meðal annars grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferðir.

Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni
Stjórn Kítón - kvenna í tónlist, lýsir yfir vonbrigðum vegna skorts á tónlistarkonum á auglýstri dagskrá Kótelettunnar á Selfossi í ár. Tvær konur koma fram á hátíðinni, Bríet og Klara Einars, og 28 karlmenn eða hljómsveitir sem skipaðar eru karlmönnum. Skipuleggjendur segja konurnar fleiri en það og tilraunir hafi verið gerðar til að fá enn fleiri.

Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land
Ein stærsta ferðahelgi ársins er framundan og stórir viðburðir haldnir víða um land. Goslokahátíð í Vestmannaeyjum nær hápunkti á morgun og þá er búist við fjölmenni á Akranesi í tengslum við Írska daga.

Lægri gjöld, fleiri tækifæri
Sveitarfélagið Árborg er lifandi sveitarfélag í alfaraleið. Uppbygging hefur verið veruleg á undanförnum árum og bæði íbúða- og atvinnuuppbygging hefur sett sterkan svip á bæjarbraginn. Ný íbúðahverfi hafa risið hratt og íbúum fjölgað um 53 prósent frá 2016.

Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi
Um helgina eru síðustu forvöð að sjá ljósmyndasýninguna „Veiðidagur í Óseyrarnesi 1993“ í Gömlu kartöflugeymslunni við Búðarstíg á Eyrarbakka.

Björguðu stjórnvana bát í Faxaflóa
Björgunarmenn hjálpuðu í morgun stjórnvana bát norður af Syðra-Hrauni í Faxaflóa. Í gær aðstoðuðu björgunarsveitir slasaðan göngumann ofan við Grímkelsstaði.

Nýtt dæluhús veldur óánægju á Selfossi
Formanni sóknarnefndar Selfosskirkju dauðbrá þegar mótin voru tekin utan af nýrri byggingu, sem er nú risin í grennd við kirkjuna en byggingin er miklu stærri en formaðurinn hafði áttað sig á. Ljósmyndari á staðnum er líka mjög ósáttur við nýju bygginguna, sem er á vegum Selfossveitna.

Oft langar og miklar tafir við Ölfusárbrú á Selfossi
Bæjarfulltrúi í Árborg hvetur ökumenn, sem eru að fara austur fyrir fjall að fara frekar þrengslin og yfir Óseyrarbrú á álagstímum í stað þess að fara yfir Ölfusárbrú á Selfossi því þar myndast oft miklar umferðarteppur. Dæmi er um að fólk þurfi að bíða allt upp í hálftíma til fjörutíu og fimm mínútur í röð í bílum sínum til að komast yfir brúna.

Umferðarslys austan Selfoss
Tveggja bíla árekstur varð við Þingborg austan Selfoss á fjórða tímanum í dag. Bílarnir eru óökuhæfir og verða dregnir af vettvangi. Slys á fólki eru ekki talin alvarleg. Búið er að opna fyrir umferð um veginn.

Vann gullverðlaun fyrir sykurblómaskreytingu
Bakari á Selfoss gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna í alþjóðlegri keppni í sykurblómagerð. Blómvöndur með lúpínu úr sykri og öðrum blómum var sú skreyting, sem landaði gullinu.

Selfosskirkjugarður að fyllast
Fimm til sex ár eru í að Selfosskirkjugarður verði fullnýttur og hefur Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra Árborgar, verið falið að funda með sóknarnefnd Selfosskirkju um mögulega framtíðarstaðsetningu nýs kirkjugarðs.

Veitingamaður með langan brotaferil hlaut þunga sekt
Gísli Ingi Gunnarsson, veitingamaður sem hlotið hefur nokkurn fjölda refsidóma, hefur verið dæmdur til sextán mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu tæplega 200 milljóna króna sektar fyrir stórfelld skattalagabrot.

Nýr verslunarkjarni opnaður á Selfossi
Austurgarður er nafn nýs verslunarkjarna á Selfossi, sem hefur verið opnaður austast í bæjarfélaginu. Þar eru verslunareigendur meðal annars að horfa til staðsetningar nýrrar Ölfusárbrúar, sem verður ekki langt frá nýja kjarnanum.

Nikótínþurfi guðsbarn braust inn í Bjarnabúð
Maður í hettupeysu með textanum „Child of God“ braust inn í Bjarnabúð í Reykholti í nótt. Guðsbarnið var svangt og nikótínþurfi samkvæmt eigendum Bjarnabúðar.

Sektaðar fyrir að trassa með verðmerkingar á Selfossi
Neytendastofa hefur sektað sex fyrirtæki á Selfossi eftir að þau höfðu ekki gert fullnægjandi úrbætur á verðmerkingum eftir að hafa áður fengið ábendingar um að kippa því í liðinn.

Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi
Búsetuóskir um sérbýli, einkagarð og fjölskylduvænt umhverfi er meginástæður flutnings fólks af höfuðborgarsvæðinu út á land. Fólk sættir sig við lengri ferðatíma til vinnu á höfuðborgarsvæðinu til að uppfylla þessar óskir og einfalda daglegt líf.

Margrét Hauksdóttir er látin
Margrét Hauksdóttir, húsmóðir og fyrrverandi ráðherrafrú, varð bráðkvödd í sumarhúsi sínu á Hallandaengjum í Flóa í fyrradag, sjötíu ára að aldri. Hún lætur eftir sig eiginmanninn Guðna Ágústsson, dæturnar Brynju, Agnesi og Sigurbjörgu og sjö barnabörn.

Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi
Brauðtertan „Skonsuterta með hangikjöti“ og ostakan„Sumarsæla“, ásamt frumlegustu kökunni, „Rabarbara- og engifer ostakaka“ voru sigur kökurnar í kökukeppni Kaffi Krúsar og Konungs Kaffis, sem fór fram á Selfossi um helgina. Þrettán ostakökur og átta brauðtertur tóku þátt í keppninni.

Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi
Sviðakjammar eru í miklu uppáhaldi hjá húsmóður á Selfossi en ástæðan er sú að hún galdrar fram dýrindis súkkulaði kökur, sem líta út alveg eins og sviðakjammi. Húsmóðirin hefur varla undan að baka kjammana enda smakkast þeir ótrúlega vel.

32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun
Alls sóttu 32 einstaklingar um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun en 7 umsækjendur drógu umsóknar sínar til baka vegna opinberar nafnbirtingar á umsækjendum.

Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi
„Lykilinn“ var þema á bíódögum nemenda í níunda og tíunda bekk í Sunnulækjarskóla á Selfossi þegar þau spreyttu sig á kvikmyndagerð og veittu sín eigin óskarsverðlaun á uppskeruhátíð, sem fór fram í Bíóhúsinu á Selfossi.

Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu
Brunavarnir Árnessýslu standa fyrir æfingu á Lækjamótavegi sunnan við Selfoss í kvöld. Kveikt var í gömlu húsi í þágu æfingarinnar.

Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi
Hver vill ekki hafa helst allt í röð og reglu á heimilinu. Líklega flestir vilja hafa þokkalega skipulagt heimili.

Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi
Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku tillögu dómsmálaráðherra um að ráðast í byggingu öryggisfangelsis að Stóra Hrauni. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði byggð rými fyrir 92 fanga og er áætlaður kostnaður við hann 17,8 milljarðar króna.