Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2025 10:38 Lokað verður á leikskólum Reykjavíkurborgar vegna kvennfrídagsins á föstudag. Vísir/Vilhelm Leikskólar Reykjavíkurborgar verða sumir lokaðir allan daginn á föstudag vegna kvennafrídagsins. Foreldrum barna á leikskólunum var tilkynnt í síðustu viku að þeir yrðu lokaðir seinni hluta dags. Síðast lögðu konur niður störf allan daginn á kvennafrídeginum árið 2023. Í fyrra hófst hann klukkan 13:30. Ríkið hefur gefið út leiðbeiningar um að konur og kvár geti farið úr vinnu nú á föstudag þá án þess að tapa launum. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar sendi foreldrum tölvupóst föstudaginn 17. október þar sem kom fram að leikskóladagurinn yrði „skertur“ vegna þess að stór hluti starfsmanna leikskólanna væri konur og kvár. Leikskólastjórar upplýstu síðan foreldra um hvernig starfsemin yrði. Sumir leikskólanna sendu svo út tölvupóst í morgun um að þeir yrðu lokaðir allan daginn vegna kvennafrídagsins. Haustfrí er hjá grunnskólum borgarinnar á föstudag og þurftu foreldrar að skrá leikskólabörn sín sérstaklega í vistun þann dag. Ólafur Brynjar Bjarkason, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, áréttaði eftir að frétt Vísis um lokanirnar birtist í morgun að það væri misjafnt á milli leikskóla hvort þeir lokuðu allan daginn eða hluta úr degi, sérstaklega hvað varðandi fjölda karlmanna að störfum þennan dag. „Verið er að taka saman hversu margir leikskólar loka alveg og hve margir verða opnir alveg eða hluta úr degi,“ sagði hann í athugasemd við fréttina. Ekki kom fram á vefsíðu kvennafrídagsins fyrr en í gær að ætlunin væri að leggja niður störf allan daginn. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ákall hefði verið um heilsdagsverkfall í ár og því væri boðað til þess nú. Uppfært 12:20 Fréttin var uppfærð með athugasemd skrifstofustjóra leikskólamála hjá Reykjavíkurborg um að ekki yrðu allir leikskólar lokaðir á föstudaginn eins og skilja mátti af upphaflegri útgáfu fréttarinnar. Hvernig snertir kvennaverkfallið þig? Hefurðu sögu að segja? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is eða ábendingu með fréttaskoti hér. Kvennafrídagurinn Leikskólar Reykjavík Jafnréttismál Kjaramál Rekstur hins opinbera Kvennaverkfall Skóla- og menntamál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Síðast lögðu konur niður störf allan daginn á kvennafrídeginum árið 2023. Í fyrra hófst hann klukkan 13:30. Ríkið hefur gefið út leiðbeiningar um að konur og kvár geti farið úr vinnu nú á föstudag þá án þess að tapa launum. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar sendi foreldrum tölvupóst föstudaginn 17. október þar sem kom fram að leikskóladagurinn yrði „skertur“ vegna þess að stór hluti starfsmanna leikskólanna væri konur og kvár. Leikskólastjórar upplýstu síðan foreldra um hvernig starfsemin yrði. Sumir leikskólanna sendu svo út tölvupóst í morgun um að þeir yrðu lokaðir allan daginn vegna kvennafrídagsins. Haustfrí er hjá grunnskólum borgarinnar á föstudag og þurftu foreldrar að skrá leikskólabörn sín sérstaklega í vistun þann dag. Ólafur Brynjar Bjarkason, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, áréttaði eftir að frétt Vísis um lokanirnar birtist í morgun að það væri misjafnt á milli leikskóla hvort þeir lokuðu allan daginn eða hluta úr degi, sérstaklega hvað varðandi fjölda karlmanna að störfum þennan dag. „Verið er að taka saman hversu margir leikskólar loka alveg og hve margir verða opnir alveg eða hluta úr degi,“ sagði hann í athugasemd við fréttina. Ekki kom fram á vefsíðu kvennafrídagsins fyrr en í gær að ætlunin væri að leggja niður störf allan daginn. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ákall hefði verið um heilsdagsverkfall í ár og því væri boðað til þess nú. Uppfært 12:20 Fréttin var uppfærð með athugasemd skrifstofustjóra leikskólamála hjá Reykjavíkurborg um að ekki yrðu allir leikskólar lokaðir á föstudaginn eins og skilja mátti af upphaflegri útgáfu fréttarinnar. Hvernig snertir kvennaverkfallið þig? Hefurðu sögu að segja? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is eða ábendingu með fréttaskoti hér.
Hvernig snertir kvennaverkfallið þig? Hefurðu sögu að segja? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is eða ábendingu með fréttaskoti hér.
Kvennafrídagurinn Leikskólar Reykjavík Jafnréttismál Kjaramál Rekstur hins opinbera Kvennaverkfall Skóla- og menntamál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira