Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Lýsa mar­traða­kenndri leigu­bíla­ferð upp í Blá­fjöll

Tvær ástralskar ferðakonur lýsa martraðakenndri leigubílaferð hér á landi, þar sem ekið var með þær upp að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þvert á óskir þeirra. Þær hafi verið rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur, en ferðin hafi átt að kosta um sjö þúsund.

Innlent
Fréttamynd

Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikil­vægari en aðrir

Þingflokksformaður Miðflokksins segir koma sér á óvart að Daði Már Kristófersson starfandi atvinnuvegaráðherra hafi verið á vinnufundi á vegum Viðreisnar í Smiðju meðan stjórnarandstaðan boðaði hann á þingfund á laugardag. Það sé ekki Daða að meta hvaða fundir séu mikilvægari en aðrir þegar hann er boðaður með þessum hætti. 

Innlent
Fréttamynd

Hrærður yfir á­huga stjórnar­and­stöðunnar en hafði annað að gera

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sakar stjórnarandstöðuna um pólitískan leik með því að hafa látið sig hverfa af þingfundi áður en Daði Már Kristófersson starfandi atvinnuvegaráðherra mætti til að svara umræðum þeirra á laugardag. Hann segir það algilda venju að breytingartillögum um nefndarvísan sé frestað milli þingfunda. Daði segist hafa haft öðrum skyldum að gegna. 

Innlent
Fréttamynd

Mál­verk af Græn­landi undir stjórn Trumps vekur at­hygli

Málverk sem danskur listamaður málaði af því hvernig Nuuk gæti litið út ef Donald Trump nær að taka yfir Grænland hefur vakið mikla athygli. Eftirprentanir af myndinni voru til sölu í Nuuk á sama tíma og Friðrik Danakonungur heimsótti höfuðstað Grænlands fyrir tveimur vikum. Greinarhöfundur bandaríska stórblaðsins Wall Street Journal segir myndina dæmi um það hvernig yfirlýsingar Trumps hafa slegið til baka.

Erlent
Fréttamynd

Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyja­manna vill ekki sjá

Listamaðurinn Ólafur Elíasson fær hátt í 88,5 milljónir króna frá ríkinu og Vestmanneyjabæ fyrir minnisvarða um eldgosið í Heimaey sem til stendur að reisa á Eldfelli. Þá er ótalinn kostnaður vegna gerðar göngustígs og annarra framkvæmda sem fyrirhugaðar eru á svæðinu en áætlaður heildarkostnaður gæti numið allt að 220 milljónum. Ríflega sex hundruð manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem minnisvarðanum er mótmælt.

Innlent
Fréttamynd

Reyna enn einu sinni að ræða fram­tíð MÍR á aðal­fundi

Framtíð sögufrægs menningarfélags Íslands og Rússlands og sala á húsnæði félagsins er á dagskrá aðalfundar sem boðað hefur verið til í vikunni. Deilur um félagið hafa komið í veg fyrir að lyktir fáist um hvoru tveggja í þrjú ár en síðasta tilraun til aðalfundar leystist upp í stimpingum.

Innlent
Fréttamynd

„Tákn­rænt sterk“ for­ysta Græn­lands hefst í dag

Danska konungsríkið; Danmörk, Grænland og Færeyjar, taka í dag við formennsku í Norðurskautsráðinu. Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, fer með formennsku í ráðinu næstu tvö árin fyrir hönd ríkissambandsins en þetta er í fyrsta sinn sem Grænlendingar mun leiða ráðið.

Erlent
Fréttamynd

Leggja til rót­tækar breytingar á byggingaeftirliti

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kynnti í dag nýjan vegvísi um breytt byggingareftirlit. Gert er ráð fyrir því að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til óháðra skoðunarstofa. Forstjóri segir núverandi ástand á byggingamarkaði óásættanlegt.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkja­for­seti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“

Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur undirbúið lögfræðiálit um að forseti þeirra megi þiggja lúxusþotu sem er metin á milljarða króna að gjöf frá emírnum í Katar þrátt fyrir að stjórnarskrá banni að forseti taki við gjöfum eða mútum frá erlendum ríkjum. Forsetinn sjálfur er áfjáður í að þiggja þotuna.

Erlent
Fréttamynd

„Of­gnótt af van­nýttum stæðum“

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni KSÍ varðandi áform um nýtt skólaþorp steinsnar frá Laugardalsvelli skiljanlega. Ekkert annað hafi þó verið í stöðunni enda neyðarástand í skólamálum.

Innlent
Fréttamynd

„Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“

Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brim og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir þjóðina ekki eiga fiskinn í sjónum, fiskurinn eigi sig sjálfur. Það gæti mikils misskilnings um gangverk fiskveiðistjórnunarkerfisins á Íslandi. Hann vill að veiðigjöld verði hækkuð í skrefum næstu tíu árin en ekki tvöfölduð í ár eins og frumvarp ríkisstjórnar gerir ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

„Þau á­kváðu ein­fald­lega að hann væri minna fatlaður í Garða­bæ“

„Ég er ekki að segja þessa sögu til að kvarta, heldur af því að þetta er sannleikur sem margir þora ekki að segja upphátt,“ segir Greta Ósk Óskarsdóttir, móðir 19 ára pilts með fötlun, sem hefur nú stigið fram opinberlega til að segja frá því sem hún lýsir sem kerfisbundnu viðnámi gegn lögbundinni þjónustu fyrir son sinn í Garðabæ.

Innlent
Fréttamynd

Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun

Hæð suðsuðvestur í hafi og lægð við norðausturströnd Grænlands mun beina suðvestlægri átt til landsins í dag. Yfirleitt verður vindum átta til átján metrar á sekúndu þar sem hvassast verður í vindstrengjum á norðanverðu landinu.

Veður