Fréttir

Fréttamynd

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjar­lægur og Trump missir móðinn

Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sé hægt að gera byltingu í ís­lensku heil­brigðis­kerfi

Fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að hægt sé að gera byltingu í íslenska heilbrigðiskerfinu með einstaklingsmiðaðri heilbrigðisþjónustu. Hver einstaklingur þurfi að bera meiri ábyrgð á að afla sér upplýsinga um sig sjálfan. Vinna að þess konar heilbrigðisþjónustu sé þegar hafin en ekki á þeim grundvelli að allir hafi jafnan aðgang.

Innlent
Fréttamynd

Faðir plokksins kenndi ráð­herra að plokka

Maðurinn á bak við plokk hreyfinguna er kominn hingað til lands til að hvetja Íslendinga til að taka upp rusl á göngu og hlaupum. Hann skellti sér í kajaksiglingu með umhverfisráðherra í tilefni þessa og minnti á að þeir plokka sem róa.

Innlent
Fréttamynd

Kári Stefáns­son í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt

Hægt er að stórefla forvarnir, greiningar og meðferðir sjúkdóma með því að nýta upplýsingar úr stórum gagna- og lífsýnasöfnum. Heilbrigðisráðherra telur að Ísland geti orðið leiðandi á sviðinu og undirbýr þingsályktun. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við konu sem fékk vitneskju um erfðasjúkdóm með slíkri aðferð og leggur áherslu á að þjónusta fylgi með. Þá mætir Kári Stefánsson í beina útsendingu og ræðir þessa mögulegu byltingu í heilbrigðisþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Glímdi við veikindi fyrir and­látið sem breyttu per­sónu­leika hans

Lækn­ir hjá minn­is­mót­töku Land­spít­alans segir Hjörleif Hauk Guðmundsson, manninn sem lét lífið í Gufunesmálinu svokallaða, hafa glímt við veikindi í aðdraganda andlátsins. Þetta kom fram í framburði læknisins sem gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suður­lands í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hraðbankaþjófur játar sök

Karlmaður á fimmtugsaldri, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku, hefur játað sök og hefur hann verið úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu til 24. september að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Mann­skæð skot­á­rás í skóla í Banda­ríkjunum

Að minnsta kosti tvö börn voru skotin til bana og sautján eru særðir eftir að maður á þrítugsaldri hóf skothríð inn um glugga á kirkju þar sem fjöldi skólabarna hafði komið saman í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir að hann var króaður af.

Erlent
Fréttamynd

Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina ör­laga­ríku

Maður sem er bæði grunaður um stuld á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku og í Hamraborgarmálinu svokallaða gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað við aðalmeðferð Gufunesmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hann sagði að honum hefði verið boðið með til Þorlákshafnar kvöldið fyrir nóttina örlagaríku þegar atburðir málsins áttu sér stað.

Innlent
Fréttamynd

Með mikla á­verka og mjög kaldur þegar hann fannst

Réttarmeinafræðingur, sem framkvæmdi réttarkrufningu á Hjörleifi Hauki Guðmundssyni, gaf skýrslu við aðalmeðferð Gufunesmálsins svokallaða í dag. Hann sagði dánarorsökina hafa verið skaða á öndunarfærum Hjörleifs og að ofkæling hafi ekki bætt úr skák.

Innlent
Fréttamynd

Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt í gær fordæmalausan rúmlega þriggja tíma ríkisstjórnarfund sem sýnt var frá í beinni útsendingu. Þar sagðist hann meðal annars hafa rétt, sem forseti, til að gera hvað sem hann vildi en ítrekaði að hann væri ekki einræðisherra.

Erlent
Fréttamynd

Móðirin á­fram í haldi og hús­leit á Ír­landi

Gæsluvarðhald yfir frönsku konunni, sem grunuð er um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana, hefur verið framlengt um fjórar vikur. Að þeim tíma liðnum mun hún hafa mátt dúsa í gæsluvarðhaldi lengur en lög gera almennt ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta í raun stað­festir það sem að flestir bjuggust við“

Bandaríkjamenn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta eru grunaðir um að stunda njósnir og áróðursherferðir á Grænlandi. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir fréttirnar ekki koma á óvart. Markmiðið sé að grafa undan sambandi Grænlands og Danmerkur með það að leiðarljósi að auka stuðning við áform forsetans um að eignast Grænland.

Erlent
Fréttamynd

Til skoðunar að flytja Sjálf­stæðis­flokkinn úr Val­höll

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins samþykkti í gærkvöldi tillögu Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns flokksins, um að skipa þriggja manna húsnæðisnefnd til þess að skoða framtíðartilhögun húsnæðismála flokksins. Heimildir Vísis herma að til skoðunar sé að flytja höfuðstöðvar flokksins úr Valhöll.

Innlent
Fréttamynd

Bylting í heil­brigðis­þjónustu og á­róður Banda­ríkja­manna

Mögulegt er að efla forvarnir, sjúkdómsgreiningar og meðferðir með heilbrigðisþjónustu sem er sniðin að hverjum og einum. Til þess er hægt að nota upplýsingar úr lífsýnasöfnum og gagnagrunnum sem Íslensk erfðagreining hefur til að mynda byggt upp. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Kára Stefánsson og heilbrigðisráðherra sem mun beita sér fyrir því að þetta verði tekið upp og telur að Íslendingar geti orðið leiðandi á sviðinu.

Innlent
Fréttamynd

Tilraunaskotið heppnaðist loksins

Tíunda tilraunaskot starfsmanna SpaceX með Starship geimfarið heppnaðist í nótt. Var það eftir nokkurra daga tafir og misheppnaðar fyrri tilraunir. Að þessu sinni líkti geimskipið sjálft eftir lendingu á Indlandshafi og Super Heavy eldflaugin sem bar geimskipið á loft líkti eftir lendingu á Mexíkóflóa.

Erlent
Fréttamynd

Raðsund­laugar­kúkari gengur laus í Oulu

Borgaryfirvöldum í finnsku borginni Oulu er nóg boðið vegna þess að ítrekað hefur verið kúkað í almenningssundlaug í borginni í sumar. Þau hafa kært athæfið til lögreglu en á meðan gengur raðkúkarinn laus.

Erlent
Fréttamynd

Stefna Open AI vegna sjálfs­vígs sonarins

Foreldrar sextán ára pilts í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa stefnt gervigreindarfyrirtækinu Open AI vegna sjálfsvígs sonar síns. Foreldrarnir saka gervigreind fyrirtækisins, ChatGPT, um að hafa hvatt hann til að svipta sig lífi.

Erlent