Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Fimm til sex kyrrstæðir bílar eru skemmdir eftir að ekið var á þá við bensínstöð Olís við Rauðavatn í morgun. Enginn er alvarlega slasaður. Innlent 17.9.2025 13:30
Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Skýrsla sem fjallaði um ofbeldisverki fjar-hægri öfgamanna í Bandaríkjunum hefur verið fjarlægð af síðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Í skýrslunni kom meðal annars fram að frá 1990 hafa öfgamenn á hægri væng bandarískra stjórnmála framið mun fleiri pólitísk morð en vinstri sinnaðir öfgamenn eða íslamistar. Erlent 17.9.2025 13:27
Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Öryggi farþega í íslenskum leigubílum verður tryggt með innleiðingu stöðvarskyldu að nýju og þá stendur til að meirapróf sem leigubílstjórar þurfi að taka verði alfarið á íslensku. Þetta segir innviðaráðherra sem lagði í gær fram frumvarp um breytingu á lögum um leigubílaakstur. Innlent 17.9.2025 12:31
Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Ekkja Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans heitins, fullyrðir að honum hafi verið ráðinn bani í fangelsi. Niðurstöður rannsókna á lífsýni úr honum sýni að eitrað hafi verið fyrir honum. Erlent 17.9.2025 10:20
Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Rétt rúmur helmingur svarenda í skoðanakönnun Maskínu segist hlynntur því að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýri til framtíðar. Eldra fólk og landsbyggðarbúar eru mun hlynntari staðsetningunni en yngra fólk og höfuðborgarbúar. Innlent 17.9.2025 09:50
Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans Melanía snæða í dag með Karli Bretakonung og öðrum úr konungsfjölskyldunni. Rauði dregillinn hefur verið dreginn út fyrir forsetann og er búist við miklum pomp og prakt vegna heimsóknarinnar. Erlent 17.9.2025 09:43
Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Óeining á meðal aðildarríkja Evrópusambandsins þýðir að það nær ekki að skila uppfærðu markmiði um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á tilsettum tíma fyrir lok mánaðarins. Ríkin eru ekki sammála um hversu metnaðarfullt markmiðið eigi að vera. Erlent 17.9.2025 09:33
Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ræddi olíuleit í Bítinu en flokkurinn vill að það verði sett á stofn ríkisolíufyrirtæki og að ríkið leiti að olíu. Hann telur það geta skipt sköpum fyrir þjóðina finnist olía við Ísland. Innlent 17.9.2025 09:12
Opna tímabundna flóttaleið Ísraelsher tilkynnti í morgun að opnað yrði tímabundið fyrir leið frá Gasa-borg til að gefa íbúum kost á því að flýja það ástand sem skapast hefur í borginni eftir innrás hersins. Erlent 17.9.2025 08:39
Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Danska lögreglan ætlar að hefja nánari rannsókn vegna andláts tveggja ungra danskra kvenna sem létust í Asíulandinu Laos í fyrra. Þær létust báðar vegna metanóleitrunar eftir neyslu á áfengum drykk á farfuglaheimili í bænum Vang Vieng, en nú hyggst danska lögreglan grennslast betur fyrir um málið. Erlent 17.9.2025 08:27
Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Táningur, sem var að opna sinn eigin veitingastað ásamt vinum sínum, hvetur jafnaldra sína til vera virkari og gera eitthvað við líf sitt. Hann segir allt of margt ungt fólk aðgerðarlítið og vonast til að vera öðrum fyrirmynd. Innlent 17.9.2025 07:32
Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Af 993 skráðum rekstrarleyfishöfum á leigubifreiðamarkaðnum reka 188 eigin leigubifreiðastöð án sérstaks leyfis. Alls eru 32 leigubifreiðastöðvar með gilt starfsleyfi frá Samgöngustofu. Innlent 17.9.2025 07:29
Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Veðurstofan spáir suðaustan átta til fimmtán metrum á sekúndu þar sem hvassast verður norðvestantil og á Suðausturlandi. Veður 17.9.2025 07:14
Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins stefna flestir á að taka slaginn í borgarstjórnarkosningunum eftir átta mánuði. Hildur Björnsdóttir stefnir ótrauð á að leiða flokkinn til sigurs. Guðlaugur Þór Þórðarson er orðaður við endurkomu í borginni en segist sem stendur ekki velta öðru fyrir sér en starfi sínu sem þingmaður. Innlent 17.9.2025 07:01
Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Donald Trump Bandaríkjaforseti og eiginkona hans, Melania Trump, lentu á Stansted-flugvelli í Lundúnum í gærkvöldi en í dag hefst tveggja daga opinber heimsókn forsetans til Bretlands. Erlent 17.9.2025 06:45
„Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ „Þarna er einn æðsti embættismaður þjóðarinnar, ráðherra, að dylgja um það að íslenskt fyrirtæki hafi farið á hausinn í síðustu olíuleit hér við land. Þegar þú ert ekki lengur blaðamaður á DV eða Stundinni og verður ráðamaður þjóðarinnar verður þú að skipta um ham og tala af ábyrgð.“ Innlent 17.9.2025 00:04
Ekkert bólaði á ræðumanni Skondin uppákoma varð á Alþingi í vikunni þegar Hildur Sverrisdóttir, varaforseti Alþingis, þurfti að bíða í nokkrar mínútur eftir ræðumanni sem var á leið í pontu. Hildur birti myndband af uppákomunni á samfélagsmiðlum í dag. Innlent 16.9.2025 22:20
Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Foreldri á Seltjarnarnesi þurfti að segja upp vinnu sinni þar sem sonur hennar hefur ekki fengið pláss á leikskóla. Forráðamenn barna á Nesinu upplifa sig ósýnilega vegna skorts á svörum frá bæjaryfirvöldum og segja nýjan leikskóla ekki laga stöðuna. Innlent 16.9.2025 22:06
Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Þingmaður Viðreisnar gerði geðheilbrigðismál að umræðuefni á Alþingi í dag og lýsti hindrunum sem hún mætti í heilbrigðiskerfinu þegar hún var kasólétt með sjálfsvígshugsanir. Hún fagnar áformum heilbrigðisráðherra um auknar fjárveitingar til geðheilbrigðismála á Austurlandi. Innlent 16.9.2025 21:43
Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Stjórnarformaður strætó segir að borið hafi á því að hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir mikilvægt að bregðast við vegna orðræðu sem hún lýsir sem hatursbylgju. Innlent 16.9.2025 21:32
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna segir Ísraelsríki fremja þjóðarmorð á Gaza. Í skýrslu reynir hún að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. Í nótt hóf Ísraelski herinn stórsókn á Gazaborg sem hann hyggst hernema. Utanríkisráðherra segir framferðið hreinlega galið. Erlent 16.9.2025 19:22
Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Hvalveiðimaðurinn Kristján Loftsson gengst við því að hafa sagt „fuck off“ við sænskan fjárfesti á umhverfisþingi í dag. Hann kveðst ekki hafa fengið frið frá „atvinnubetlaranum“ og ekki haft áhuga á að ræða við hann. Innlent 16.9.2025 18:54
Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Ríkissaksóknari í Utah hefur farið fram á dauðarefsingu yfir hinum 22 ára Tyler Robinson sem grunaður er um að hafa banað Charlie Kirk í síðustu viku. Hann hefur verið ákærður í sjö ákæruliðum. Erlent 16.9.2025 18:22
Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Í kvöldfréttum Sýnar verður fjallað um skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem segir Ísraelsríki hafa framið þjóðarmorð á Gasa. Innlent 16.9.2025 18:01