Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest

Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum.

Lífið
Fréttamynd

Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið

Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku.

Lífið
Fréttamynd

Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid

Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 

Innlent
Fréttamynd

Ólafur rekinn frá Esbjerg

Ólafur Kristjánsson hefur verið sagt upp störfum hjá danska B-deildarfélaginu Esbjerg en félagið staðfesti þetta í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Lauf­ey lofuð í Rolling Stone

Fjallað er um fyrstu EP-plötuna sem tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir sendi frá sér á dögunum í bandaríska stórtímaritinu Rolling Stone. Fram kemur í umfjöllun Rolling Stone að mörg laganna á plötu Laufeyjar hafi hún samið á heimavistinni í Berklee-tónlistarskólanum í Boston, þar sem Laufey stundaði nám.

Lífið
Fréttamynd

Daði fær silfurplötu í Bretlandi

Daði Freyr hefur fengið silfurplötu í Bretlandi fyrir lagið Think About Things. Um er að ræða söluviðurkenningu sem vottar að lagið seldist í 200 þúsund eintökum þar í landi.

Tónlist
Fréttamynd

Pale Moon gefur út hjá AU! Records á Spáni

Hljómsveitin Pale Moon var að senda frá sér lagið Parachutes. Lagið er upplífgandi en á sama tíma pínu sljóvgandi. Pale Moon var að skrifa undir samning við AU! Records á Spáni þar sem þau búa og er ný plata væntanleg í haust.

Tónlist
Fréttamynd

Svartur listi rauða drekans

Íslenskur lögfræðingur hefur nú verið settur á svartan lista hjá stjórnvöldum í Kína og í kjölfarið fær maðurinn, Jónas Haraldsson ekki að stíga fæti á kínverska grundu og verða allir þeir fjármunir (sem hann er eflaust með) í Kína einnig frystir.

Skoðun