Íslenskur úrslitaleikur á 167 liða alþjóðlegu móti Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 10:31 Stjarnan vann Gothia Cup síðast þegar mótið var haldið, árið 2019, í flokki 15 ára drengja. Í liðinu voru til að mynda Adolf Daði Birgisson, Ísak Andri Sigurgeirsson, Óli Valur Ómarsson og Eggert Aron Guðmundsson sem allir leika með Stjörnunni í Bestu deildinni í dag. Gothia Cup Íslensk lið gera það gott á Gothia Cup í Gautaborg í Svíþjóð, en um er að ræða stærsta unglingamót heims í fótbolta. Þriðja flokks lið Stjörnunnar og Víkings munu mætast í úrslitum í U16 ára flokki í kvöld. Fjölmörg íslensk félög sendu lið á mótið sem er haldið í fyrsta sinn frá árinu 2019 vegna kórónuveirufaraldursins. Breiðablik, FH, Fjölnir, Fylkir, Grótta, HK, ÍBV, KA, Keflavík, KR, Leiknir R., Njarðvík, Stjarnan og Víkingur R. sendu öll lið til að keppa í aldurflokknum 13 til 16 ára í bæði karla- og kvennaflokki. Alls fóru yfir 1.200 íslenskir leikmenn, þjálfarar og fararstjórar á mótið og gert er ráð fyrir að yfir 2.000 Íslendingar hafi mætt á mótið ef foreldrar og aðrir fjölskyldumeðlimir eru taldir með. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er á meðal þeirra sem lét sjá sig á mótinu en sonur hans er á meðal keppenda. Íslensku liðin eru þó ekki aðeins mætt til að taka þátt. Einar Guðnason, fyrrum yfirþjálfari yngri flokka hjá Víkingi, bendir á það á Twitter-síðu sinni að Víkingur og Stjarnan muni eigast við úrslitaleik U16 móts karla í Gautaborg. Liðin eru því best í þessum flokki af þeim 167 liðum sem skráð voru til leiks. Stjarnan fagnaði sigri á mótinu í flokknum síðast þegar það var haldið, en þá voru núverandi meistaraflokksleikmenn á vvið Adolf Daða Birgisson, Ísak Andra Sigurgeirsson og Eggert Aron Guðmundsson allir í liðinu. Af 167 liðum í 16 ára liðum drengja á Gothiacup eru Víkingur og Stjarnan að fara að spila úrslitaleikinn— Einar Guðnason (@EinarGudna) July 23, 2022 Stjarnan getur því varið titil sinn þegar liðin mætast klukkan 19:00 í kvöld en hvernig sem fer er ljóst að íslenskt lið mun taka bikarinn heim að móti loknu. Íþróttir barna Íslendingar erlendis Stjarnan Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Yfir 2.000 Íslendingar á Gothia Cup Mikill fjöldi ungra, íslenskra fótboltaiðkenda er á leið í langþráða ferð á Gothia Cup í Svíþjóð í næsta mánuði. Þetta vinsæla fótboltamót hefur ekki verið haldið í tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. 16. júní 2022 11:02 Forsetinn segir Íslendingana óvana hitanum á Gothia Cup Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er mættur til Svíþjóðar þar sem knattspyrnumótið Gothia Cup fer fram. Duncan, sonur forsetans, er meðal keppenda á mótinu en alls fóru um 2000 íslensk ungmenni á mótið. 21. júlí 2022 12:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Sjá meira
Fjölmörg íslensk félög sendu lið á mótið sem er haldið í fyrsta sinn frá árinu 2019 vegna kórónuveirufaraldursins. Breiðablik, FH, Fjölnir, Fylkir, Grótta, HK, ÍBV, KA, Keflavík, KR, Leiknir R., Njarðvík, Stjarnan og Víkingur R. sendu öll lið til að keppa í aldurflokknum 13 til 16 ára í bæði karla- og kvennaflokki. Alls fóru yfir 1.200 íslenskir leikmenn, þjálfarar og fararstjórar á mótið og gert er ráð fyrir að yfir 2.000 Íslendingar hafi mætt á mótið ef foreldrar og aðrir fjölskyldumeðlimir eru taldir með. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er á meðal þeirra sem lét sjá sig á mótinu en sonur hans er á meðal keppenda. Íslensku liðin eru þó ekki aðeins mætt til að taka þátt. Einar Guðnason, fyrrum yfirþjálfari yngri flokka hjá Víkingi, bendir á það á Twitter-síðu sinni að Víkingur og Stjarnan muni eigast við úrslitaleik U16 móts karla í Gautaborg. Liðin eru því best í þessum flokki af þeim 167 liðum sem skráð voru til leiks. Stjarnan fagnaði sigri á mótinu í flokknum síðast þegar það var haldið, en þá voru núverandi meistaraflokksleikmenn á vvið Adolf Daða Birgisson, Ísak Andra Sigurgeirsson og Eggert Aron Guðmundsson allir í liðinu. Af 167 liðum í 16 ára liðum drengja á Gothiacup eru Víkingur og Stjarnan að fara að spila úrslitaleikinn— Einar Guðnason (@EinarGudna) July 23, 2022 Stjarnan getur því varið titil sinn þegar liðin mætast klukkan 19:00 í kvöld en hvernig sem fer er ljóst að íslenskt lið mun taka bikarinn heim að móti loknu.
Íþróttir barna Íslendingar erlendis Stjarnan Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Yfir 2.000 Íslendingar á Gothia Cup Mikill fjöldi ungra, íslenskra fótboltaiðkenda er á leið í langþráða ferð á Gothia Cup í Svíþjóð í næsta mánuði. Þetta vinsæla fótboltamót hefur ekki verið haldið í tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. 16. júní 2022 11:02 Forsetinn segir Íslendingana óvana hitanum á Gothia Cup Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er mættur til Svíþjóðar þar sem knattspyrnumótið Gothia Cup fer fram. Duncan, sonur forsetans, er meðal keppenda á mótinu en alls fóru um 2000 íslensk ungmenni á mótið. 21. júlí 2022 12:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Sjá meira
Yfir 2.000 Íslendingar á Gothia Cup Mikill fjöldi ungra, íslenskra fótboltaiðkenda er á leið í langþráða ferð á Gothia Cup í Svíþjóð í næsta mánuði. Þetta vinsæla fótboltamót hefur ekki verið haldið í tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. 16. júní 2022 11:02
Forsetinn segir Íslendingana óvana hitanum á Gothia Cup Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er mættur til Svíþjóðar þar sem knattspyrnumótið Gothia Cup fer fram. Duncan, sonur forsetans, er meðal keppenda á mótinu en alls fóru um 2000 íslensk ungmenni á mótið. 21. júlí 2022 12:00