Víkingur Reykjavík

Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn
Valur vann mikilvægan 1-2 sigur er liðið heimsótti Víking í sannkölluðum toppslag í Bestu-deild karla í knattspyrnu í gær.

Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin
Pablo Punyed er snúinn aftur á fótboltavöllinn eftir nærri ár frá vellinum vegna krossbandsslita. Meiðsli tóku á andlegu hliðina en hann segist í dag eins og nýr.

„Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var sáttur með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir 1-2 tap gegn Val í toppslag Bestu deildarinnar í kvöld. Þrjú lið eru nú jöfn að stigum í efstu sætum deildarinnar og allt stefnir í æsispennandi toppbaráttu.

Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum
Víkingur tók á móti Val í toppslag og tapaði fyrsta heimaleiknum í sumar. Lokatölur 1-2 í Víkinni og Valsmenn tylla sér á toppinn í Bestu deildinni. Víkingar lentu marki undir og urðu manni færri skömmu síðar, tókst samt að setja jöfnunarmark og virtust ætla að halda út með jafntefli en fengu á sig klaufalegt mark á lokamínútum leiksins.

Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“
Pablo Punyed er kominn aftur á fullt eftir nærri árs fjarveru frá fótboltavellinum vegna krossbandaslita. Pablo meiddist í ágúst í fyrra en hefur komið lítillega við sögu hjá Víkingum undanfarið. Hann segir skrokkinn kláran í að spila meira.

Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn
Víkingur hefur endurkallað Daða Berg Jónsson úr láni frá Vestra. Daði hefur verið einn besti leikmaður Vestra á tímabilinu og er markahæsti leikmaður liðsins í Bestu deildinni í sumar. Hann spilar með toppliði deildarinnar það sem eftir lifir tímabils en missir af bikarúrslitaleiknum með Vestra.

Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva
Valur og Víkingur komust áfram í aðra umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar með góðum sigrum í gærkvöldi.

Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll
Íslensku liðin stóðu sig frábærlega í fyrstu umferð undankeppni Evrópukeppnanna tveggja og fóru öll þrjú mjög sannfærandi áfram.

Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna
Nikolaj Hansen skoraði þrennu fyrir Víkinga í undankeppni Sambandsdeildarinnar í gær og varð þar með fjórði leikmaðurinn til að skora tíu mörk fyrir íslenskt félag í Evrópukeppni. Hann sló eitt met og jafnaði annað.

„Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“
Víkingar unnu eins sannfærandi sigur og þeir gerast í kvöld þegar Malisheva mættu í Víkina fyrir seinni leik fyrstu umferðar Sambandsdeildarinnar í kvöld. Víkingar skoruðu átta mörk gegn engu og flugu áfram í næstu umferð 9-0 samanlagt.

„Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“
Víkingar unnu eins sannfærandi sigur og þeir gerast í kvöld þegar Malisheva mættu í Víkina fyrir seinni leik fyrstu umferðar Sambandsdeildarinnar í kvöld. Víkingar skoruðu átta mörk gegn engu og flugu áfram í næstu umferð.

Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina
Víkingur er kominn áfram í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa gjörsigrað lið Malisheva frá Kósóvó 8-0 í Víkinni í kvöld.

„Við erum með betri menn í öllum stöðum“
Oliver Ekroth, fyrirliði Víkings, segir liðið búa yfir betri leikmönnum í öllum stöðum en andstæðingurinn. Malisheva frá Kósovó mætir Víkingi í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Jón Páll aðstoðar Einar
Jón Páll Pálmason verður aðstoðarþjálfari kvennaliðs Víkings í Bestu deildinni og mun starfa samhliða Einari Guðnasyni sem tók við aðalþjálfarastöðunni á dögunum.

„Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“
Sölvi Geir Ottesen og Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfarar Víkings, voru báðir nokkuð ánægðir með fyrri leik liðsins gegn Malisheva í undankeppni Sambandsdeildinnar en sammála um að Víkingarnir hefðu mátt gera betur í seinni hálfleiknum.

Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum
Víkingar unnu gríðarlega góðan 0-1 sigur í fyrri leik viðureignar þeirra gegn Malisheva frá Kósóvó í fyrstu umferð undankeppninnar fyrir Sambandsdeildina, sem Víkingar fóru alla leið í 16-liða úrslit í á síðustu leiktíð. Leikurinn fór fram ytra og Víkingar því með gott veganesti fyrir seinni leikinn í næstu viku.

Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna
Víkingar hafa endurheimt einn sinn besta leikmann frá því í fyrrasumar fyrir seinni hlutann í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn
Þrír leikir fóru fram í gær í Bestu deild karla. Það var ekki mikið um mörk, en það má sjá þau öll í spilurunum hér fyrir neðan.

„Búnir að vera á smá hrakhólum“
„Varnarlega spiluðum við gríðarlega vel. Við breyttum og skiptum í 4-4-2 og það var bara mjög erfitt að finna lausnir gegn okkur. Svo áttum við góð færi líka. Ég er bara mjög sáttur við leikinn í heildina,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli hans manna við topplið Víkings á Hásteinsvelli í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis.

Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum
ÍBV og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í steindauðum fótboltaleik á Hásteinsvelli í 14. umferð Bestu deildar karla í fótbolta síðdegis.

Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum
„Hér er kominn óboðinn gestur,“ sagði Kristinn Kjærnested sem er að lýsa leik ÍBV gegn Víking þegar hundur hljóp inn á völlinn.

Varð fullorðinn úti
Óskar Borgþórsson segist vera spenntur fyrir komandi tímum hjá Víkingi. Hann segist hafa lært að verða fullorðinn úti í Noregi þegar hann var í atvinnumennskunni.

Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal
Víkingur Reykjavík hefur náð samkomulagi við norska félagið Sogndal um kaupin á kantmanninum Óskari Borgþórssyni.

Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ
Fundur lögreglu með knattspyrnufélögum á höfuðborgarsvæðinu hafði það meðal annars í för með sér að ekki var seldur bjór á heimaleik Víkinga gegn Aftureldingu í Bestu deild karla í gærkvöldi. Lögregla gerði athugasemdir við áfengisneyslu á heimaleik Stjörnunnar gegn Breiðabliki á föstudagskvöld.

Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin
Fjölmörg flott mörk voru skoruð í leikjunum fjórum sem fóru fram í Bestu deild karla í gærkvöldi. Þau má öll sjá í spilurunum hér fyrir neðan.

„Gaman að skora og ég held að allir viti hvað Víkingur er fyrir mér“
Nikolaj Hansen var hetja Víkinga í kvöld þegar þeir tóku á móti Aftureldingu á Víkingsvelli. Nikolaj Hansen skoraði bæði mörk heimamanna í sterkum 2-1 sigri.

Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn
Víkingur tóku á móti Aftureldingu í kvöld þar sem Nikolaj Hansen var hetja heimamanna.

John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“
„Þetta kom mér mjög á óvart. Í fyrsta sinn í yfir tuttugu ár var ég spurður út í starf mitt í viðtali eftir leikinn við Þór/KA. Ég sá margt jákvætt í gangi og var virkilega peppaður fyrir því að snúa þessu við,“ segir John Andrews sem var látinn fara sem þjálfari Víkinga í Bestu-deild kvenna í gær.

John Andrews og Björn reknir
Knattspyrnudeild Víkinga hefur rekið John Andrews þjálfara meistaraflokks kvenna sem og Björn Sigurbjörnsson aðstoðarþjálfara liðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Víkingum.

Sjáðu mörkin úr Bestu þar sem Gylfi Þór fór mikinn og glæsimark var skorað
Sjö mörk voru skoruð í þremur leikjum í Bestu deild karla í fótbolta í gær þegar að 12.umferð fór af stað. Gylfi Þór Sigurðsson kom að báðum mörkum Víkings Reykjavíkur fyrir norðan, glæsimark leit dagsins ljós á Kaplakrikavelli og vandræði Skagamanna halda áfram.