Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands er á hátíðinni og segir gesti hátíðarinnar umhugað um íslenska forfeður og sögu þjóðanna.
„Umgjörðin er að mörgu leyti mjög íslensk, það eru íslenskir fánar út um allt og íslenskar vörur. Hér stendur elsku amma og elsku afi víða. Hér er líka íslenskt veður í dag, svona í takt við verlslunarmannahelgina heima,“ segir Þórdís.
Í dag er þó spáð betra veðri og mun Þórdís halda ræðu fyrir hátíðargesti.
„Þetta er allt saman ofboðslega áhugavert og mikil forréttindi að fá að koma.“
Samkvæmt heimasíðu hátíðarinnar er hátíðin næstelsta þjóðlega hátíðin í Norður-Ameríku, hún var fyrst haldin í Winnepeg árið 1890 en var færð um set árið 1932 og hefur verið haldin í Gimli síðan. Hátíðin hófst á föstudag og lýkur í dag.






