Kanada

Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum
Bandaríkjaforseti hyggst leggja 35 prósenta tollgjöld á innfluttar vörur frá Kanada. Löndin tvö hafa átt í samningaviðræðum um málið en nú þegar eru há tollgjöld í gildi.

Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið
Sex þingmenn Repúblikanaflokksins hafa ritað sendiherra Kanada í Washington D.C. erindi þar sem þeir kvarta yfir því að reykur frá gróðureldum í landinu sé að eyðileggja sumarið fyrir íbúum Wisconsin og Minnesota.

Færa Vestur-Íslendingum rausnarlega afmælisgjöf
Hópur kvenna og karla á vegum þjóðbúningafyrirtækisins Annríkis afhenti Vestur-Íslendingum nýjan þjóðbúning á fjallkonuna þeirra fyrir Íslendingadaginn sem haldinn er hátíðlegur í Gimli, höfuðborg Nýja-Íslands, í ágúst á ári hverju. Í ár eru 150 ár frá landnámi Íslendinga í Kanada.

Tvöfaldar tolla á innflutt stál og ál
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að Bandaríkin muni tvöfalda tolla á innflutt stál og ál, úr 25 prósent í 50 prósent. Breytingin tekur gildi næsta miðvikudag. Trump greindi frá þessu á baráttufundi í Pittsburgh í Pennsylvaníu.

Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas
Benjamin Netanjahú forsætisráðherra Ísraela sakaði í gærkvöldi þjóðarleiðtogana Keir Starmer í Bretlandi, Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Mark Carney í Kanada um að draga taum Hamas samtakanna.

Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael
Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada krefjast þess í sameiginlegri yfirlýsingu sem birtist í morgun að Ísraelar breyti um kúrs á Gasa svæðinu ella verði gripið til aðgerða.

Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“
Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði hugmyndir sínar um að Kanada verði hluti af Bandaríkjunum á blaðamannafundi með Mark Carney nýjum forsætisráðherra Kanada í dag. Carney sagði að Kanada væri ekki til sölu en Trump sagði „aldrei segja aldrei.“

Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að koma til móts við bílaframleiðendur þar í landi og reyna að milda áhrif tolla hans á starfsemi þeirra. Þannig vill hann gefa þeim meiri tíma til að flytja framleiðslu aftur til Bandaríkjanna en Trump ætlar þó að halda háum tollum á innflutta bíla og bílaíhluti.

Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi
Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, flokkur forsætisráðherrans Marks Carney, fór með sigur af hólmi í kanadísku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Enn er of mjótt á munum til að skera úr um hvort Frjálslyndir hafi náð meirihluta í þinginu eða hvort þeir verði að treysta á stuðning frá minni flokkum.

Hvetur Kanadamenn að kjósa sig
Kjördagur er í Kanada þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn keppast um meirihluta atkvæðanna. Ákvarðanir Bandaríkjaforseta lituðu kosningabaráttuna en hann gaf í skyn að kjósendur ættu að kjósa hann.

Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp
Kai-Ji Adam Lo, þrítugur karlmaður, hefur verið ákærður fyrir að drepa átta manns þegar hann ók bíl inn í hóp fólks á laugardag á götuhátíð í kanadísku borginni Vancouver um helgina. Ellefu eru látin og tugir slösuð.

Kjördagur framundan í Kanada
Kjördagur er framundan í Kanada og eru það Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn sem keppast um þingsætin. Staða mála í Bandaríkjunum hefur litað kosningabaráttuna.

Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað
Ellefu eru látnir og tugir slasaðir eftir að maður ók á hóp fólks í Kanada. Yngsta fórnarlambið var fimm ára gamalt barn. Hópurinn var að fagna degi Lapu Lapu, hátíðisdegi Filippseyinga.

Níu létust í árásinni í Vancouver
Níu eru látnir og fjöldi er særður eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks á hátíð í Vancouver í Kanada í nótt.

Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni
Rúmlega sjö milljónir kanadískra kjósenda hafa nú kosið utan kjörfundar en þingkosningar fara fram í landinu næstkomandi mánudag. Landskjörstjórn segir að aldrei hafi svo margir kosið utan kjörfundar í þingkosningum.

Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum
Þúsundir mótmælenda sem eru óánægðir með það hvernig Trump stýrir Bandaríkjunum söfnuðust saman á um 1.200 skipulögðum mótmælum í 50 ríkjum Bandaríkjanna í gær. Auk þess voru skipulögð mótmæli í bæði Kanada og Mexíkó og í London, París og Berlín í Evrópu.

Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið
Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið.

Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar
Boðað hefur verið til þingkosninga í Kanada þann 28. apríl. Leiðtogar tveggja stærstu flokkana, Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins, hafa lýst því yfir að Donald Trump Bandaríkjaforseti þurfi að virða fullveldi landsins. Tollastríð Bandaríkjana hefur sett allt úr skorðum í kanadískri pólitík.

Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum
Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að gera umfangsmiklar breytingar á yfirstjórn herafla Bandaríkjanna. Ein þeirra gæti verið að Bandaríkin afsali sér stjórn á herafla Atlantshafsbandalagsins og þykir það til marks um að mögulega ætli Bandaríkjamanna að draga úr umsvifum sínum innan bandalagsins.

Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“
Ráðamenn í Kanada hafa tilkynnti viðbragðstolla á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum. Er það eftir að Donald Trump setti 25 prósenta toll á innflutning stáls og áls til Bandaríkjanna. Fjármálaráðherra Kanada segir tolla Trumps og árásir hans á hagkerfi Kanada vera óréttláta.

Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að setja fimmtíu prósent tolla á stál og ál sem flutt er til landsins frá Kanada. Hótar hann viðbrögðum sem lesið verði um í sögubókum framtíðarinnar. Hann segir það besta sem Kanadamenn geti gert vera að verða 51. ríki Bandaríkjanna.

Upp með olnbogana!
Ég hef verið stoltur Íslendingur í áratugi. Ég fagna bolludegi og sumardeginum fyrsta. Ég get sungið Ó, guð vors lands. En um leið hef ég alltaf verið stoltur Kanadamaður.

Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada
Hagfræðingurinn og fyrrum seðlabankastjórinn Mark Carney verður næsti forsætisráðherra Kanada, eftir að hafa verið kjörinn formaður Frjálslynda flokksins.

Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto
Tólf eru særðir eftir skotárás á bar í Toronto í Kanada í gærkvöldi. Þriggja manna er enn leitað sem grunaðir eru um árásina. Yfirvöld í Toronto segja sex hafa orðið fyrir skoti en hinir sex slösuðust við það að reyna að flýja eða fengu í sig glerbrot.

Trump frestar tollgjöldum nágrannanna
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað tollum á vörur frá Kanada og Mexíkó en einungis tveir dagar eru síðan þeir tóku gildi. Nágrannaríkin svöruðu fyrir sig með sínum eigin tollgjöldum.

Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig
Tollaákvarðanir Donald Trump Bandaríkjaforseta gagnvart Kína, Mexíkó og Kanada tóku gildi á miðnætti en um er að ræða 25 prósent innflutningstoll á vörur frá Mexíkó og Kanada og tíu prósent toll á vörur frá Kína.

Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada
Hinn bandaríski Jesse Marsch, þjálfari kanadíska landsliðsins í fótbolta, hefur sagt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hætta öllu rugli varðandi Kanada og að það eigi að vera 51. ríki Bandaríkjanna.

Bryan Adams seldi upp á hálftíma
Miðasala á tónleika bresk-kanadísku stórstjörnunnar Bryan Adams hófst klukkan ellefu í morgun. Hálftíma síðar barst tilkynning frá Senu Live þess efnis að uppselt væri á tónleikana.

Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi
Allir þeir farþegar sem fluttir voru á sjúkrahús eftir að flugvél Delta endaði á hvolfi á flugbraut á Toronto Pearson flugvellinum í gærkvöldi eru útskrifaðir af sjúkrahúsi, nema tveir.

Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi
Átján eru slasaðir eftir að flugvél skall harkalega í jörðina við lendingu í Toronto í Kanada í gær. Flugvélin endaði á hvolfi á flugbrautinni en slysið var fangað á öryggismyndavélar.