Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Jón Þór Stefánsson skrifar 30. desember 2025 11:02 Heimsóknir Bardot vöktu mikla athygli íslenskra blaða. Vísir/Grafík Brigitte Bardot heimsótti Ísland tvívegis með skömmu millibili árið 1977. Heimsóknirnar vöktu mikla athygli fjölmiðla hér á landi og var önnur þeirra kallað „leyniferðlag“ í Dagblaðinu. Um var að ræða tvær stuttar millilendingar á Reykjavíkurflugvelli þegar hún flaug frá heimalandi sínu, Frakklandi, til Nýfundnalands og svo til baka. Greint var frá andláti Bardot í fyrradag, en hún var ein frægasta kvikmyndastjarna sinnar kynslóðar. Hún lauk þó leiklistarferlinum tæplega fjörutíu ára, fjórum árum fyrir umræddar Íslandsheimsóknir, og tileinkaði lífi sínu fatahönnun og dýravelferð að mestu. För hennar til Nýfundnalands var einmitt vegna dýraverndunar, en þar mótmælti hún drápi á kópum sem stundað er í Kanada. Sagðist ekki vera Bardot Fyrri heimsókn Bardot til Íslands fór fram þann 14. mars 1977. Þá kom hún á lítilli einkaþotu af gerðinni Corvette, sem lenti á Reykjavíkurdflugvelli um fimmleytið. Herdís Þorgeirsdóttir, blaðamaður Morgunblaðsins fjallaði um heimsóknina með greinargóðum hætti á sínum tíma. Umfjöllun Moggans um fyrri heimsókn Bardot.Tímarit.is „Þetta átti sér stað í gestamóttöku Hótels Loftleiða um fimmleytið í gærdag. Blaðamaður Morgunblaðsins stóð við móttökuborðið er hún heyrði fólk tala saman á frönsku við hlið sér. Það kemur svo sem engum úr jafnvægi að heyra erlend tungumál á stað eins og hótel Loftleiðum en klæðnaður og framkoma fólksins vakti athygli blaðamanna og við nánari athugun kom í ljós kunnulegt andlit undan ljósu lokkaflóði: hér gat varla verið um neina aðra að ræða en frönsku kvikmyndastjörnuna og kyntáknið Brigette Bardot,“ skrifaði Herdís. „Þegar blaðamaður vék sér að henni og spurði hana hvort þetta væri ekki rétt athugað, leit hún niður þannig að hárið bylgjaðist fram á andlitið og setti þann dræga Bardot-stút á muninn um leið og hún svaraði: „Non“.“ Með Herdísi þennan daginn var ljósmyndarinn þjóðþekkti Ragnar Axelsson, RAX, með í för og er hann sagður hafa verið fljótur að smella af myndum af leikkonunni. Umboðsmaður, elskhugi, leikstjóri eða kunningi? Fylgdarmanni Bardot, eins og hann er kallaður í greininni, er sagður hafa brugðist ókvæða við og beðið um að engar frekari myndir yrðu teknar af þeim. Lýsingin á honum er mjög í takt við áttunda áratuginn. „Fylgdarseinn Bardot var fremur hávaxinn, dökkhærður miðaldra maður með stóran vindil. Hann neitaði að gefa upp hver hann væri eða hvaða hlutverki hann gegndi, hvort hann væri umboðsmaður Bardot eða elskhugi, kvikmyndaleikstjóri eða bara kunningi.“ Blaðamaðurinn og ljósmyndarinn munu hafa reynt að sannfæra Bardot um að fá að taka mynd af henni, en hún sagt: „Nei, ekki taka mynd af mér, ég er svo illa til höfð.“. Hún mun þó hafa spurt hvort fylgdarmanninn hvort ekki væri í lagi að taka eina mynd af henni, en hann sagt að það kæmi ekki til mála. Þess má þó geta að með umfjöllun Morgunblaðsins fylgdu myndir af Bardot á Reykjavíkurflugvelli. Einnig var fjallað stuttlega um heimsóknina í Dagblaðinu. Þar var talað um „leyniferðalag“ Bardot, og kenningar uppi um að hún væri á leið til Nýfundnalands til að mótmæla seladrápi, sem reyndust réttar. Umfjöllun Tímans um seinni heimsókn Bardot.Tímarit.is „Mjög alúðleg og frjálsleg í viðmóti“ Þónokkrum dögum síðar kom Bardot aftur á klakann, en greint var frá þeirri heimsókn í blöðunum 29. og 30. mars sama ár. Þá lenti einkaþota hennar skömmu fyrir miðnætti og ákváðu starfmenn fríhafnarinnar að opna kaffiteríuna fyrir stórstjörnuna og fylgdarlið hennar. Í umfjöllun Vísis var haft eftir Ingvari Oddssyni, starfsmanni flughafnarinnar að Bardot hafi verið „mjög alúðleg og frjálsleg í viðmóti“. Hún hafi spjallað mikið og spurt mikið um land og þjóð Umfjöllun Vísis um seinni heimsókn Bardot.Tímarit.is „Henni fannst mikið til þess hve svona fáir íbúar ættu stórt land og sagðist hafa hug á að koma hingað aftur og ferðast um. Hún var þeim fríhafnarmönnum mjög þakklát fyrir veitingarnar og leyfði fúslega myndatöku. Þeir eru varla margir Íslendingarnir sem eiga mynd af sér með Brigitte Bardot upp á arminn og eflaust eru starfsbræður Ingvars og Páls gulir og grænir af öfund.“ Ósátt með ísbjarnardráp Aftur var Bardot til umfjöllunar hér á landi árið 2008, skömmu eftir að hvítabjörn sem gekk á land í Skagafirði var aflífaður. „Þvílíkt hneyksli! Þetta er smánarlegt! Þetta er örvænting! Hvert sem vandamálið virðist vera hefur maðurinn aðeins eina lausn á því. Að drepa! Drepa! Drepa!“ sagði Bardot við DV vegna málsins. Björninn var skotinn þar sem hann var talinnógna öryggi fólks í nágrenninu. „Þessi heilaga regla um að hafa öryggið í fyrrrúmi er orðin að afsökun fyrir því að útrýma öllu því sem er hreint og fagurt á jörðinni. Aumingjans jörðin er að deyja jafnt og þétt og við með henni,“ Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Einu sinni var... Frakkland Kanada Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Sjá meira
Greint var frá andláti Bardot í fyrradag, en hún var ein frægasta kvikmyndastjarna sinnar kynslóðar. Hún lauk þó leiklistarferlinum tæplega fjörutíu ára, fjórum árum fyrir umræddar Íslandsheimsóknir, og tileinkaði lífi sínu fatahönnun og dýravelferð að mestu. För hennar til Nýfundnalands var einmitt vegna dýraverndunar, en þar mótmælti hún drápi á kópum sem stundað er í Kanada. Sagðist ekki vera Bardot Fyrri heimsókn Bardot til Íslands fór fram þann 14. mars 1977. Þá kom hún á lítilli einkaþotu af gerðinni Corvette, sem lenti á Reykjavíkurdflugvelli um fimmleytið. Herdís Þorgeirsdóttir, blaðamaður Morgunblaðsins fjallaði um heimsóknina með greinargóðum hætti á sínum tíma. Umfjöllun Moggans um fyrri heimsókn Bardot.Tímarit.is „Þetta átti sér stað í gestamóttöku Hótels Loftleiða um fimmleytið í gærdag. Blaðamaður Morgunblaðsins stóð við móttökuborðið er hún heyrði fólk tala saman á frönsku við hlið sér. Það kemur svo sem engum úr jafnvægi að heyra erlend tungumál á stað eins og hótel Loftleiðum en klæðnaður og framkoma fólksins vakti athygli blaðamanna og við nánari athugun kom í ljós kunnulegt andlit undan ljósu lokkaflóði: hér gat varla verið um neina aðra að ræða en frönsku kvikmyndastjörnuna og kyntáknið Brigette Bardot,“ skrifaði Herdís. „Þegar blaðamaður vék sér að henni og spurði hana hvort þetta væri ekki rétt athugað, leit hún niður þannig að hárið bylgjaðist fram á andlitið og setti þann dræga Bardot-stút á muninn um leið og hún svaraði: „Non“.“ Með Herdísi þennan daginn var ljósmyndarinn þjóðþekkti Ragnar Axelsson, RAX, með í för og er hann sagður hafa verið fljótur að smella af myndum af leikkonunni. Umboðsmaður, elskhugi, leikstjóri eða kunningi? Fylgdarmanni Bardot, eins og hann er kallaður í greininni, er sagður hafa brugðist ókvæða við og beðið um að engar frekari myndir yrðu teknar af þeim. Lýsingin á honum er mjög í takt við áttunda áratuginn. „Fylgdarseinn Bardot var fremur hávaxinn, dökkhærður miðaldra maður með stóran vindil. Hann neitaði að gefa upp hver hann væri eða hvaða hlutverki hann gegndi, hvort hann væri umboðsmaður Bardot eða elskhugi, kvikmyndaleikstjóri eða bara kunningi.“ Blaðamaðurinn og ljósmyndarinn munu hafa reynt að sannfæra Bardot um að fá að taka mynd af henni, en hún sagt: „Nei, ekki taka mynd af mér, ég er svo illa til höfð.“. Hún mun þó hafa spurt hvort fylgdarmanninn hvort ekki væri í lagi að taka eina mynd af henni, en hann sagt að það kæmi ekki til mála. Þess má þó geta að með umfjöllun Morgunblaðsins fylgdu myndir af Bardot á Reykjavíkurflugvelli. Einnig var fjallað stuttlega um heimsóknina í Dagblaðinu. Þar var talað um „leyniferðalag“ Bardot, og kenningar uppi um að hún væri á leið til Nýfundnalands til að mótmæla seladrápi, sem reyndust réttar. Umfjöllun Tímans um seinni heimsókn Bardot.Tímarit.is „Mjög alúðleg og frjálsleg í viðmóti“ Þónokkrum dögum síðar kom Bardot aftur á klakann, en greint var frá þeirri heimsókn í blöðunum 29. og 30. mars sama ár. Þá lenti einkaþota hennar skömmu fyrir miðnætti og ákváðu starfmenn fríhafnarinnar að opna kaffiteríuna fyrir stórstjörnuna og fylgdarlið hennar. Í umfjöllun Vísis var haft eftir Ingvari Oddssyni, starfsmanni flughafnarinnar að Bardot hafi verið „mjög alúðleg og frjálsleg í viðmóti“. Hún hafi spjallað mikið og spurt mikið um land og þjóð Umfjöllun Vísis um seinni heimsókn Bardot.Tímarit.is „Henni fannst mikið til þess hve svona fáir íbúar ættu stórt land og sagðist hafa hug á að koma hingað aftur og ferðast um. Hún var þeim fríhafnarmönnum mjög þakklát fyrir veitingarnar og leyfði fúslega myndatöku. Þeir eru varla margir Íslendingarnir sem eiga mynd af sér með Brigitte Bardot upp á arminn og eflaust eru starfsbræður Ingvars og Páls gulir og grænir af öfund.“ Ósátt með ísbjarnardráp Aftur var Bardot til umfjöllunar hér á landi árið 2008, skömmu eftir að hvítabjörn sem gekk á land í Skagafirði var aflífaður. „Þvílíkt hneyksli! Þetta er smánarlegt! Þetta er örvænting! Hvert sem vandamálið virðist vera hefur maðurinn aðeins eina lausn á því. Að drepa! Drepa! Drepa!“ sagði Bardot við DV vegna málsins. Björninn var skotinn þar sem hann var talinnógna öryggi fólks í nágrenninu. „Þessi heilaga regla um að hafa öryggið í fyrrrúmi er orðin að afsökun fyrir því að útrýma öllu því sem er hreint og fagurt á jörðinni. Aumingjans jörðin er að deyja jafnt og þétt og við með henni,“
Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Einu sinni var... Frakkland Kanada Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Sjá meira