Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Nýr Rambo fundinn

Búið er að finna nýjan leikara sem á að bregða sér í hlutverk bandaríska hermannsins Johns Rambo, sem Sylvester Stallone lék í fimm kvikmyndum, en það er hinn 29 ára Noah Centineo.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vera Illuga leiðir á­horf­endur gegnum skilnað

Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd leikstjórans Hlyns Pálmasonar er komin á Vísi. Hin þýða rödd Veru Illugadóttur leiðir áhorfendur inn í veröld fjölskyldu sem er á barmi skilnaðar líkt og um væri að ræða sögulegan viðburð.

Lífið
Fréttamynd

Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálma­sonar

Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar verður frumsýnd á Íslandi 14. ágúst næstkomandi. Um er að ræða ljúfsára skilnaðarmynd, með Sögu Garðarsdóttur og Sverri Guðnasyni í aðalhlutverkum, sem fylgir eftir fjölskyldu yfir fjórar árstíðir.

Lífið
Fréttamynd

Djöfullinn klæðist Prada á ný

Meryl Streep mun bregða sér aftur í hlutverk tískuritstjórans Miröndu Priestly í framhaldi rómantísku-gamanmyndarinnar frá 2006 um djöfulinn sem klæðist Prada. Framhaldið kemur í maí 2026 og munu allar aðalpersónurnar snúa aftur auk nýrra andlita.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Zendaya sást í mið­bænum

Bandaríska kvikmyndastjarnan Zendaya sást á götum miðborgarinnar í dag en hún er hér á landi ásamt einvala liði Hollywood-stjarna við tökur á nýrri mynd Christopher Nolans, Ódysseifskviðu. 

Lífið
Fréttamynd

Kvik­mynda­skólinn lifir og skóla­gjöld verða hóf­legri

Skráning er hafin fyrir nýnema í haust á vef Kvikmyndaskóla Íslands. Góður gangur þykir í viðræðum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Rafmenntar, og ljóst þykir að nám haldi áfram við skólann í haust. Skólagjöld verða hóflegri en áður, og mun hver önn kosta 390 þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Kvik­myndin O í for­vali til Óskars­verð­launa

Íslensk-sænska kvikmyndin O(Hringur) hlaut um helgina Danzante verðlaunin, sem eru aðalverðlaun 53. alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Huesca á Spáni. Myndin er þannig komin í forval til Óskarsverðlauna næsta árs. Myndin er stuttmynd, aðeins tuttugu mínútur að lengd. Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverk myndarinnar, Rúnar Rúnarsson er leikstjóri og framleiðandi er Heather Millard.

Lífið
Fréttamynd

Einar á Söndru Bullock mikið að þakka

Saga Einars Haraldssonar er eins og spennandi kvikmynd með óvæntu „tvisti.“ Hann fór í lögregluskólann 19 ára, starfaði í rannsóknarlögreglunni á Íslandi, gerðist seinna meir lífvörður Söndru Bullock og er í dag starfandi sem kvikmyndaleikari. Þó hann hafi byrjað seint að elta leikaradrauminn, kominn á eftirlaunaaldur, þá hefur hann engan tíma til að hætta í dag.

Lífið