Treysta sér ekki á leikinn vegna hitabylgjunnar Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2022 18:51 Halla Vilhálmsdóttir treysti sér ekki til að keyra frá Lundúnum til Rotherham í hitanum í dag. Þeim Íslendingum sem eru í stúkinni er eflaust ansi heitt. Facebook/Vísir/Vilhelm Íslendingur sem staddur er í Lundúnum segir hitann í borginni hreinlega óbærilegan. Hann á miða á mikilvægan landsleik í kvöld en treystir sér ekki á hann. Halla Vilhjálmsdóttir söng- og leikkona, sem nú hefur snúið sér að verðbréfamiðlun, er í Lundúnum þar sem hiti fór upp í 41 gráðu í dag. Hún ræddi ástandið í Bretlandi í Reykjavík síðdegis. Halla var um tíma búsett í Lundúnum en er nú flutt aftur heim til Íslands. Nú er hún í fríi í sinni gömlu heimaborg en þar ríkir ófremdarástand vegna hita. Hún segir að hitaviðvörun hafi verið gefin út fyrir daginn og hún hafi heyrt ógnvænlegar sögur. Til að mynda hafi kviknað í bíl vegna hitans og fjöldi ungmenna hafi þegar látist. Varað hafi verið sérstaklega við því að ungmenni séu ekki síður í lífshættu vegna hitans en þeir sem eldri eru. Í dag þurfti að loka flugvellinum í Luton um stund eftir að malbik á flugbraut hans byrjaði að bráðna vegna hitans. Halla segir að það hafi einnig gerst á herflugvelli í nágrenni Lundúna. Þá segir Halla að hún og samferðafólk hennar eigi miða á landsleikinn mikilvæga í kvöld. Stelpurnar okkar geta tryggt sér sæti í átta liða úrslitum með sigri gegn sterku liði Frakka í Rotherham. Halla segist ekki treysta sér að mæta á leikinn þar sem Rotherham er í um 3,5 klukkustunda akstursfjarlægð frá Lundúnum. Hún geti ekki hugsað sér að sitja svo lengi í bíl í hitanum. „Samt erum við alveg með andlitsmálninguna og treyjurnar, það er voða leiðinlegt,“ segir hún en tekur fram að hún muni styðja stelpurnar heilshugar í anda. EM 2020 í fótbolta Bretland Íslendingar erlendis Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Halla Vilhjálmsdóttir söng- og leikkona, sem nú hefur snúið sér að verðbréfamiðlun, er í Lundúnum þar sem hiti fór upp í 41 gráðu í dag. Hún ræddi ástandið í Bretlandi í Reykjavík síðdegis. Halla var um tíma búsett í Lundúnum en er nú flutt aftur heim til Íslands. Nú er hún í fríi í sinni gömlu heimaborg en þar ríkir ófremdarástand vegna hita. Hún segir að hitaviðvörun hafi verið gefin út fyrir daginn og hún hafi heyrt ógnvænlegar sögur. Til að mynda hafi kviknað í bíl vegna hitans og fjöldi ungmenna hafi þegar látist. Varað hafi verið sérstaklega við því að ungmenni séu ekki síður í lífshættu vegna hitans en þeir sem eldri eru. Í dag þurfti að loka flugvellinum í Luton um stund eftir að malbik á flugbraut hans byrjaði að bráðna vegna hitans. Halla segir að það hafi einnig gerst á herflugvelli í nágrenni Lundúna. Þá segir Halla að hún og samferðafólk hennar eigi miða á landsleikinn mikilvæga í kvöld. Stelpurnar okkar geta tryggt sér sæti í átta liða úrslitum með sigri gegn sterku liði Frakka í Rotherham. Halla segist ekki treysta sér að mæta á leikinn þar sem Rotherham er í um 3,5 klukkustunda akstursfjarlægð frá Lundúnum. Hún geti ekki hugsað sér að sitja svo lengi í bíl í hitanum. „Samt erum við alveg með andlitsmálninguna og treyjurnar, það er voða leiðinlegt,“ segir hún en tekur fram að hún muni styðja stelpurnar heilshugar í anda.
EM 2020 í fótbolta Bretland Íslendingar erlendis Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira