Lífið

Mímir fann ástina í örmum annars norsks þing­manns

Atli Ísleifsson skrifar
Mímir Kristjánsson tók sæti á norska þinginu fyrir Rødt eftir þingkosningarnar á síðasta ári.
Mímir Kristjánsson tók sæti á norska þinginu fyrir Rødt eftir þingkosningarnar á síðasta ári. Vísir

Hinn hálf-íslenski Mímir Kristjánsson, sem á sæti á norska þinginu, hefur fundið ástina í örmum þingkonunnar og samflokkskonu sinnar, Sofie Marhaug.

Hinn 35 ára Mímir og hin 32 ára Sofie sitja bæði á þingi fyrir vinstriflokkinn Rødt. Þau staðfesta sambandið í samtali við Dagbladet í morgun, en vilja annars ekki tjá sig um málið.

Mímir, sem á íslenskan föður og norska móður, og Sofie voru bæði kjörin á þing á síðasta ári, þegar Rødt vann sigur og náði alls inn átta mönnum, samanborið við einn í kosningunum 2017.

Mímir sem er rithöfundur og blaðamaður var í fyrsta sæti fyrir Rauða flokkinn í Rogalandi sem er í Vestur-Noregi. Áður en hann var kjörinn á þing átti hann sæti í bæjarstjórn Stafangurs, en hann hefur búið í Noregi alla ævi.


Tengdar fréttir

Íslendingur á leið á norska Stórþingið

Rauði flokkurinn sem er lengst til vinstri í norskum stjórnmálum vann stórsigur í þingkosningunum í Noregi í gær. Flokkurinn fékk átta menn kjörna en fékk einn í síðustu kosningum. Meðal þeirra sem var kosinn í gær er hálfíslenskur karlmaður búsettur í Stafangri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×