Handtekinn af herlögreglu eftir að hafa ekki fengið leigubíl Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2022 23:06 Valur Gunnarsson hefur dvalið í Úkraínu um nokkurt skeið. Stöð 2/Arnar Valur Gunnarsson sagnfræðingur var handtekinn af herlögreglu í Odesa fyrir að vera á götum úti eftir að útgöngubann tók gildi í kvöld. Hann var á leið heim á hótel um klukkan 23, þegar útgöngubann tekur gildi, og fékk ekki leigubíl. Valur er staddur í Úkraínu á vegum Ríkisútvarpsins ásamt Berki Gunnarssyni kvikmyndagerðamanni. Þeir hafa farið víða í Úkraínu og eru því vel kunnugir helstu reglum. Alls staðar í landinu tekur útgöngubann gildi klukkan 23 en Valur segir að á öðrum stöðum hafi því ekki verið framfylgt af mikilli hörku. Fólk sé á götum úti allt að miðnætti. Hann segir í samtali við Vísi að áhrifa innrásar Rússa gæti frekar í Odesa en í öðrum borgum sem hann hefur verið í enda er Odesa við Svartahaf nær átakasvæðum. Þannig sé til að mynda harðar tekið á því að fólk virði ekki útgöngubann. „Ég var á leiðinni heim og búinn að bíða eftir Uber sem var ekki hægt að fá af því að allir voru að drífa sig heim. Svo um leið og klukkan varð ellefu var slökkt á Uberkerfinu og menn stoppaðir nánast um leið af hermönnum,“ segir Valur. Þarf að mæta á uppeldisnámskeið í fyrramálið Hann var einn þeirra sem stoppaður var af herlögreglunni en segir þó að hermennirnir hafi ekki gengið harkalega fram, þar hafi blaðamannaskírteini hans eflaust hjálpað til. Hann segist hafa spurt hermennina ráða enda var hann í um klukkustundar göngufjarlægð frá hótelherbergi sínu og þeir stungið upp á því að hann tæki einfaldlega annað hótelherbergi á leigu. Þá spurði Valur hvort hann mætti labba heim og hermennirnir svöruðu játandi. „Ég held áfram að labba og ég er ekki kominn langt þegar ég er handtekinn aftur og í þetta skiptið af svolítið meiri alvöru,“ segir Valur. Þá var hann færður upp á stöð þar sem einhvers konar tengiliður við fjölmiðlamenn var honum innan handar. „Eftir smá stapp ákváðu þeir að skutla mér heim, þeir fussuðu og sveiuðu og sögðu mér að fara varlega en þetta var allt í mestu vinsemd. Lokaniðurstaða málsins var sú að ég verð sendur á einhvers konar uppeldisnámskeið á morgun þar sem ég á að læra að haga mér. Þetta er víst eitthvað sem allir blaðamenn í Odesa eiga að fara á en það er ekki í Lviv eða Kyiv,“ segir Valur. Heyrði í sínum fyrstu sprengingum Á sama tíma og Valur var handtekinn var sprengjum varpað í nágrenni Odesa og var það í fyrsta skipti sem hann hefur heyrt í sprengingum eftir að hann kom til Úkraínu. Hann segir að töluvert meira sé um loftárásir í Odesa en í Kænugarði og loftvarnakerfið lakara, því sé fólk í Odesa miklu meðvitaðara um innrás Rússa en í Kænugarði. Valur hefur fengið takmarkaðar fréttir af loftárásum í kvöld en hefur þó séð myndir af viðbragðsaðilum aðstoða sært fólk. Hann segir það ekki hafa verið þægilegt að heyra drunur í sprengingum. „Það er ekki þægileg tilfinning en af því maður er búinn að heyra í loftvarnarkerfinu hérna í þrjár vikur er maður kannski orðinn undirbúinn fyrir það. Fyrir þremur vikum hefði mér aldrei dottið í hug að labba heim eftir útgöngubann. Maður einhvern veginn venst við og ég hafði aldrei miklar áhyggjur af mér en auðvitað færsit þetta nær þegar maður heyrir í sprengingum og fær fréttir af því að fólk hafi allavega særst,“ segir Valur. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Valur er staddur í Úkraínu á vegum Ríkisútvarpsins ásamt Berki Gunnarssyni kvikmyndagerðamanni. Þeir hafa farið víða í Úkraínu og eru því vel kunnugir helstu reglum. Alls staðar í landinu tekur útgöngubann gildi klukkan 23 en Valur segir að á öðrum stöðum hafi því ekki verið framfylgt af mikilli hörku. Fólk sé á götum úti allt að miðnætti. Hann segir í samtali við Vísi að áhrifa innrásar Rússa gæti frekar í Odesa en í öðrum borgum sem hann hefur verið í enda er Odesa við Svartahaf nær átakasvæðum. Þannig sé til að mynda harðar tekið á því að fólk virði ekki útgöngubann. „Ég var á leiðinni heim og búinn að bíða eftir Uber sem var ekki hægt að fá af því að allir voru að drífa sig heim. Svo um leið og klukkan varð ellefu var slökkt á Uberkerfinu og menn stoppaðir nánast um leið af hermönnum,“ segir Valur. Þarf að mæta á uppeldisnámskeið í fyrramálið Hann var einn þeirra sem stoppaður var af herlögreglunni en segir þó að hermennirnir hafi ekki gengið harkalega fram, þar hafi blaðamannaskírteini hans eflaust hjálpað til. Hann segist hafa spurt hermennina ráða enda var hann í um klukkustundar göngufjarlægð frá hótelherbergi sínu og þeir stungið upp á því að hann tæki einfaldlega annað hótelherbergi á leigu. Þá spurði Valur hvort hann mætti labba heim og hermennirnir svöruðu játandi. „Ég held áfram að labba og ég er ekki kominn langt þegar ég er handtekinn aftur og í þetta skiptið af svolítið meiri alvöru,“ segir Valur. Þá var hann færður upp á stöð þar sem einhvers konar tengiliður við fjölmiðlamenn var honum innan handar. „Eftir smá stapp ákváðu þeir að skutla mér heim, þeir fussuðu og sveiuðu og sögðu mér að fara varlega en þetta var allt í mestu vinsemd. Lokaniðurstaða málsins var sú að ég verð sendur á einhvers konar uppeldisnámskeið á morgun þar sem ég á að læra að haga mér. Þetta er víst eitthvað sem allir blaðamenn í Odesa eiga að fara á en það er ekki í Lviv eða Kyiv,“ segir Valur. Heyrði í sínum fyrstu sprengingum Á sama tíma og Valur var handtekinn var sprengjum varpað í nágrenni Odesa og var það í fyrsta skipti sem hann hefur heyrt í sprengingum eftir að hann kom til Úkraínu. Hann segir að töluvert meira sé um loftárásir í Odesa en í Kænugarði og loftvarnakerfið lakara, því sé fólk í Odesa miklu meðvitaðara um innrás Rússa en í Kænugarði. Valur hefur fengið takmarkaðar fréttir af loftárásum í kvöld en hefur þó séð myndir af viðbragðsaðilum aðstoða sært fólk. Hann segir það ekki hafa verið þægilegt að heyra drunur í sprengingum. „Það er ekki þægileg tilfinning en af því maður er búinn að heyra í loftvarnarkerfinu hérna í þrjár vikur er maður kannski orðinn undirbúinn fyrir það. Fyrir þremur vikum hefði mér aldrei dottið í hug að labba heim eftir útgöngubann. Maður einhvern veginn venst við og ég hafði aldrei miklar áhyggjur af mér en auðvitað færsit þetta nær þegar maður heyrir í sprengingum og fær fréttir af því að fólk hafi allavega særst,“ segir Valur.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira